Hollenski ökumaðurinn hefur höfðað mál á hendur Sauber og eru vitnaleiðslur á mánudaginn. Van der Garde vonast til að fá sætið sitt aftur fyrir ástralska kappaksturinn í sömu viku.
Kaltenborn segist þó vera tilbúin að berjast í dómssölum „til að vernda fyrirtækið.“
„Við munum beita öllum mögulegum ráðstöfunum til að vernda fyrirtækið okkar, liðið og hagsmuni þess,“ sagði Kaltenborn.
Liðið landaði ekki einu einasta stigi á síðasta tímabili og á í miklum fjárhagsvandræðum. Því var ákveðið að taka til liðsisns tvo ökumenn sem borguðu fyrir sæti sitt hjá liðinu, Marcus Ericsson og Felipe Nasr. Það var því ekki pláss fyrir Van der Garde.
„Við riftum samningi hans, en höfðum góða ástæðu til. Við ákváðum að gera það til að bjarga liðinu og þeim 330 starfsmönnum sem vinna þar,“ bætti Kaltenborn við að lokum.