Leggjum læsi lið – Evrópudagur talþjálfunar Bryndís Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2015 07:00 Í Evrópu halda talmeinafræðingar upp á dag talþjálfunar 6. mars. Á þessum tímamótum leggum við áherslu á að fræða um störf okkar og þann samfélagslega ávinning sem fagþekking okkar getur lagt af mörkum. Íslenskir talmeinafræðingar eru í auknum mæli að koma þekkingu og reynslu á framfæri með vönduðu greiningar- og þjálfunarefni sem metur undirstöðuþætti í málþroska, m.a. lesskilningi og hljóðkerfisþáttum sem rannsóknir sýna að skipta mestu máli til undirbúnings læsi. Við komum með okkar nálgun í góðu samstarfi við menntasamfélagið og foreldra. Undirrituð hefur þróað og gefið út þjálfunarefni, m.a. smáforrit, sem sérstaklega er ætlað barnafjölskyldum og skólum til að laða fram réttan framburð hljóða um leið og þættir í hljóðkerfisvitund eru þjálfaðir sem styrkja læsi.Læsi er grundvöllur þekkingar Lesskilningur fer minnkandi í OECD-löndum heims og leita skólamenn og samfélög leiða til að breyta kennsluháttum, því til framtíðar er læsi grundvöllur að þekkingu. Lesskilningur unglinga á Íslandi hefur farið versnandi frá árinu 2000. Um 30% drengja lesa sér ekki til gagns. Tölvur og gagnvirk nálgun í leikjaformi smáforrita hentar drengjum vel til að undirbúa læsi. Sóknarfæri eru jafnframt í aðstoð við nemendur sem eru af erlendum uppruna því þeir standa mun verr en íslensk börn sbr. PISA 2012. Erlendir nemendur sem hafa farið í gegnum smáforritið Lærum og leikum með hljóðin, læra að bera hljóðin fram rétt, tengja hljóð og bókstaf og þjálfast í hljóðkerfisvitundarþáttum sem rannsóknir sýna að færast yfir á önnur tungumál (Wren, Y., Hambly, H. & Roulstone, S., 2013). Þá sýna rannsóknir Gillon (2010) að sérstaklega þarf að gefa börnum með slaka félagslega stöðu og drengjum, gaum varðandi læsi. Sérstaklega þarf að skoða börn með framburðarfrávik, slæma hljóðkerfisvitund og seinkun í málþroska.Ávinningur samfélags Ávinningur samfélags sem stuðlar að því að öll börn séu vel læs og hafi góðan lesskilning við lok skólaskyldu skilar sér ekki eingöngu í samkeppnishæfu þekkingarsamfélagi heldur einnig í hæfari einstaklingum og meiri jöfnuði þar sem allir hafa sömu tækifæri til náms og atvinnu. Ný rannsókn frá Duke University í Bandaríkjunum sem tók yfir 13 ára tímabil þar sem gögn frá 100 sýslum í Norður-Karólínu voru skoðuð, sýndi að barn sem var í góðu leikskólaúrræði með góðri örvun á málþroska og framburði m.a. skólar fyrir félagslega illa staddar fjölskyldur, minnkuðu líkur á því að barn þyrfti sérkennslu við 8 ára aldur um 39% sem minnkaði kostnað fylkisins talsvert (Muschkin,C. 2015). Sérfræðiþjónusta skóla á Íslandi, með sérúrræðum er mismunandi eftir sveitarfélögum en algengt er að hlutfall sé allt að 30% af kostnaði sem sveitarfélag ver í þennan málaflokk eingöngu. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði; James J.Heckman (2013) og fleiri fræðimenn hafa sýnt fram á þjóðhagslegan sparnað af því að samfélög leggi áherslu á snemmtæka íhlutun þar sem gert er ráð fyrir því að fyrstu árin sé mikilvægast að leggja grunn að vitrænum þroska, læsi og námi barna. Langtímarannsóknir Heckman (Giving every child a fair chance. 2013) á hagrænum áhrifum af sértækum úrræðum fyrir hóp barna í áhættu sýna t.d. að fyrir hverja krónu sem samfélag veitir í vönduð leikskólaúrræði með áherslu á góðan málskilning og læsi, sparast sjö krónur í margvíslegum félagslegum kostnaði skattgreiðenda síðar. Samfélagslegur ávinningur er því töluverður þegar það tekst að stuðla að góðum málþroska og læsi. Þá eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir lítið málminnihlutasamfélag eins og Ísland að styrkja stöðu tungumálsins, menningarverðmæta okkar, með því að eiga aðgang að vönduðum smáforritum sem verja og viðhalda íslenskunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í Evrópu halda talmeinafræðingar upp á dag talþjálfunar 6. mars. Á þessum tímamótum leggum við áherslu á að fræða um störf okkar og þann samfélagslega ávinning sem fagþekking okkar getur lagt af mörkum. Íslenskir talmeinafræðingar eru í auknum mæli að koma þekkingu og reynslu á framfæri með vönduðu greiningar- og þjálfunarefni sem metur undirstöðuþætti í málþroska, m.a. lesskilningi og hljóðkerfisþáttum sem rannsóknir sýna að skipta mestu máli til undirbúnings læsi. Við komum með okkar nálgun í góðu samstarfi við menntasamfélagið og foreldra. Undirrituð hefur þróað og gefið út þjálfunarefni, m.a. smáforrit, sem sérstaklega er ætlað barnafjölskyldum og skólum til að laða fram réttan framburð hljóða um leið og þættir í hljóðkerfisvitund eru þjálfaðir sem styrkja læsi.Læsi er grundvöllur þekkingar Lesskilningur fer minnkandi í OECD-löndum heims og leita skólamenn og samfélög leiða til að breyta kennsluháttum, því til framtíðar er læsi grundvöllur að þekkingu. Lesskilningur unglinga á Íslandi hefur farið versnandi frá árinu 2000. Um 30% drengja lesa sér ekki til gagns. Tölvur og gagnvirk nálgun í leikjaformi smáforrita hentar drengjum vel til að undirbúa læsi. Sóknarfæri eru jafnframt í aðstoð við nemendur sem eru af erlendum uppruna því þeir standa mun verr en íslensk börn sbr. PISA 2012. Erlendir nemendur sem hafa farið í gegnum smáforritið Lærum og leikum með hljóðin, læra að bera hljóðin fram rétt, tengja hljóð og bókstaf og þjálfast í hljóðkerfisvitundarþáttum sem rannsóknir sýna að færast yfir á önnur tungumál (Wren, Y., Hambly, H. & Roulstone, S., 2013). Þá sýna rannsóknir Gillon (2010) að sérstaklega þarf að gefa börnum með slaka félagslega stöðu og drengjum, gaum varðandi læsi. Sérstaklega þarf að skoða börn með framburðarfrávik, slæma hljóðkerfisvitund og seinkun í málþroska.Ávinningur samfélags Ávinningur samfélags sem stuðlar að því að öll börn séu vel læs og hafi góðan lesskilning við lok skólaskyldu skilar sér ekki eingöngu í samkeppnishæfu þekkingarsamfélagi heldur einnig í hæfari einstaklingum og meiri jöfnuði þar sem allir hafa sömu tækifæri til náms og atvinnu. Ný rannsókn frá Duke University í Bandaríkjunum sem tók yfir 13 ára tímabil þar sem gögn frá 100 sýslum í Norður-Karólínu voru skoðuð, sýndi að barn sem var í góðu leikskólaúrræði með góðri örvun á málþroska og framburði m.a. skólar fyrir félagslega illa staddar fjölskyldur, minnkuðu líkur á því að barn þyrfti sérkennslu við 8 ára aldur um 39% sem minnkaði kostnað fylkisins talsvert (Muschkin,C. 2015). Sérfræðiþjónusta skóla á Íslandi, með sérúrræðum er mismunandi eftir sveitarfélögum en algengt er að hlutfall sé allt að 30% af kostnaði sem sveitarfélag ver í þennan málaflokk eingöngu. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði; James J.Heckman (2013) og fleiri fræðimenn hafa sýnt fram á þjóðhagslegan sparnað af því að samfélög leggi áherslu á snemmtæka íhlutun þar sem gert er ráð fyrir því að fyrstu árin sé mikilvægast að leggja grunn að vitrænum þroska, læsi og námi barna. Langtímarannsóknir Heckman (Giving every child a fair chance. 2013) á hagrænum áhrifum af sértækum úrræðum fyrir hóp barna í áhættu sýna t.d. að fyrir hverja krónu sem samfélag veitir í vönduð leikskólaúrræði með áherslu á góðan málskilning og læsi, sparast sjö krónur í margvíslegum félagslegum kostnaði skattgreiðenda síðar. Samfélagslegur ávinningur er því töluverður þegar það tekst að stuðla að góðum málþroska og læsi. Þá eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir lítið málminnihlutasamfélag eins og Ísland að styrkja stöðu tungumálsins, menningarverðmæta okkar, með því að eiga aðgang að vönduðum smáforritum sem verja og viðhalda íslenskunni.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun