Vestræn gildi í vörn Þröstur Ólafsson skrifar 6. mars 2015 06:00 Þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og Sovétríkin lognuðust út af 1991, litu ófáir svo á sem Vesturlönd hefðu sigrað í Kalda stríðinu og þar með hefði samfélagstilraun þeirra, sem hefur lýðræði, réttarríki, mannréttindi og frelsi að leiðarljósi, fest sig varanlega í sessi. Amerískur fræðimaður skrifaði um endalok sögunnar. Nú 25 árum síðar virðist sem hér hafi mönnum skjátlast alvarlega. Vesturlönd eru komin í vörn víða um heim. Á síðustu misserum hefur vestrænt lýðræðissamfélag verið skorað eftirminnilega á hólm. Rússar innlimuðu hluta af Georgíu og síðan Krímskaga og komu af stað borgarastríði í austurhluta Úkraínu. Íslamska ríkið lagði undir sig hluta af Sýrlandi og Írak. Kína varð sterkasta efnahagsveldi heims og lét engan ganga þess gruflandi, að þeir myndu nota þetta afl sitt til hernaðaruppbyggingar og til að auka pólitísk áhrif sín um allan heim. Tyrkland steig stór skref frá veraldlegu lýðræðisríki til trúarlegs valdstjórnarríkis (authoritarian) og hefur tekið upp náið samstarf við Rússland. Arabíska vorið hefur snúist upp í andstæðu sína alls staðar, ef frá er talið Túnis. Þótt finna megi mismunandi skýringar á þessum atburðum, þá liggur að baki þeim sameiginleg ósk um að snúa baki við vestrænum gildum og láta þau ekki lengur stýra lífi fólks í þessum samfélögum. Nýir vindar í Evrópu Í Evrópu hefur einnig orðið vart viðhorfsbreytinga. Umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru annarrar skoðunar, sem er ein af stoðum vestræns samfélags, er víða á undanhaldi. Hægra lýðskrum eða pópúlismi hefur breiðst út um álfuna og flokkar þeirrar ættar hafa styrkt stöðu sína í Evrópukosningum í stóru löndum Evrópu. Þessir flokkar eru fjandsamlegir útlendingum, róa á mið þjóðernishyggju og hugmyndafræði þeirra er valdstjórnarleg, ekki lýðræðisleg. Þeir eru t.d. flestir vinsamlegir í garð Pútíns. Þeim finnst fjölskoðunar- og fjölmenningarsamfélagið ógna sér og telja hamingju þjóða sinna liggja í einsleitum þjóðríkjum með eigin gjaldmiðil. Annað einkenni þeirra er þrá eftir einföldum sannleika. Vonandi eru þetta ekki forboðar varhugaverðari atburða úr sögunni. Þjóðernisstefnan í Evrópu allt frá aldamótum 1900 og fram til 1950 breytti heilli álfu úr því að vera heimshluti þar sem samlíf og sambland mismunandi þjóðerna, fjölbreyttra trúarbragða og margra tungumála var ríkjandi, yfir í það að samanstanda að mestu af einsleitum, þjóðernishreinsuðum ríkjum. Útbreidd og róttæk þjóðernishyggja sá til þess. Þegar búið var að útrýma samfélagslegri fjölbreytni, fann álfan loks frið. Nú samtengist hún að nýju sem smáríkjahópur. Í þetta sinn innan bandalags, sem er dæmalaust í sögunni fyrir viðleitni og getu til að snúa hlutum til betri vegar. Hvert stefnir Ísland? Við hér uppi á Íslandi höfum heldur ekki með öllu farið varhluta af þessum pólitísku sunnanvindum. Við höfum einnig lokað gluggum og þrengt útsýnið. Þjóðernishyggja og pópúlismi eru orðin að þjóðarstefnu. Í síðustu alþingiskosningum komust til valda flokkar sem fluttu með sér þau skilaboð til þjóðarinnar, að við skyldum hafa sem mesta einstefnu í samskiptum við aðrar þjóðir. Skortur á skilningi og umburðarlyndi gagnvart framandi menningum og trúarbrögðum þykir nú gjaldgengur í opinberri umræðu. Þjóðernishyggja leikur lausum hala. Hún þolir hvorki fjölskoðunar- né fjölmenningarsamfélag. Hún er ólán sérhvers samfélags. Hér heyrist einnig sá boðskapur, og það af æðstu stöðum, að við eigum að halla okkur að valdstjórnarríkjunum Rússlandi en þó einkum Kína, enda hafa Kínverjar gert sér óvenju dælt við okkur um margra ára skeið. Það gera þeir að vísu einnig við mörg önnur lítil og veikburða ríki, sem ekki geta staðið óstudd í ólgusjó hnattvæðingarinnar. Þeir munu fúslega rétta okkur hjálparhönd, þegar á bjátar og gera okkur sér háð. Á sama tíma fjarlægjumst við vestrænar lýðræðisþjóðir og sýnum þeim jafnvel ódulbúna andúð, einkum ESB. Þetta eru ekki viðhorf valdalítillar sjálfsprottinnar hreyfingar, heldur stefna ríkisstjórnar Íslands. Við erum eina ríki Vestur- og Mið-Evrópu sem rekur slíka utanríkisstefnu. Það skapar tortryggni og vantraust og leiðir til pólitískrar einangrunar og áhrifaleysis. Því er hún svo hættuleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og Sovétríkin lognuðust út af 1991, litu ófáir svo á sem Vesturlönd hefðu sigrað í Kalda stríðinu og þar með hefði samfélagstilraun þeirra, sem hefur lýðræði, réttarríki, mannréttindi og frelsi að leiðarljósi, fest sig varanlega í sessi. Amerískur fræðimaður skrifaði um endalok sögunnar. Nú 25 árum síðar virðist sem hér hafi mönnum skjátlast alvarlega. Vesturlönd eru komin í vörn víða um heim. Á síðustu misserum hefur vestrænt lýðræðissamfélag verið skorað eftirminnilega á hólm. Rússar innlimuðu hluta af Georgíu og síðan Krímskaga og komu af stað borgarastríði í austurhluta Úkraínu. Íslamska ríkið lagði undir sig hluta af Sýrlandi og Írak. Kína varð sterkasta efnahagsveldi heims og lét engan ganga þess gruflandi, að þeir myndu nota þetta afl sitt til hernaðaruppbyggingar og til að auka pólitísk áhrif sín um allan heim. Tyrkland steig stór skref frá veraldlegu lýðræðisríki til trúarlegs valdstjórnarríkis (authoritarian) og hefur tekið upp náið samstarf við Rússland. Arabíska vorið hefur snúist upp í andstæðu sína alls staðar, ef frá er talið Túnis. Þótt finna megi mismunandi skýringar á þessum atburðum, þá liggur að baki þeim sameiginleg ósk um að snúa baki við vestrænum gildum og láta þau ekki lengur stýra lífi fólks í þessum samfélögum. Nýir vindar í Evrópu Í Evrópu hefur einnig orðið vart viðhorfsbreytinga. Umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru annarrar skoðunar, sem er ein af stoðum vestræns samfélags, er víða á undanhaldi. Hægra lýðskrum eða pópúlismi hefur breiðst út um álfuna og flokkar þeirrar ættar hafa styrkt stöðu sína í Evrópukosningum í stóru löndum Evrópu. Þessir flokkar eru fjandsamlegir útlendingum, róa á mið þjóðernishyggju og hugmyndafræði þeirra er valdstjórnarleg, ekki lýðræðisleg. Þeir eru t.d. flestir vinsamlegir í garð Pútíns. Þeim finnst fjölskoðunar- og fjölmenningarsamfélagið ógna sér og telja hamingju þjóða sinna liggja í einsleitum þjóðríkjum með eigin gjaldmiðil. Annað einkenni þeirra er þrá eftir einföldum sannleika. Vonandi eru þetta ekki forboðar varhugaverðari atburða úr sögunni. Þjóðernisstefnan í Evrópu allt frá aldamótum 1900 og fram til 1950 breytti heilli álfu úr því að vera heimshluti þar sem samlíf og sambland mismunandi þjóðerna, fjölbreyttra trúarbragða og margra tungumála var ríkjandi, yfir í það að samanstanda að mestu af einsleitum, þjóðernishreinsuðum ríkjum. Útbreidd og róttæk þjóðernishyggja sá til þess. Þegar búið var að útrýma samfélagslegri fjölbreytni, fann álfan loks frið. Nú samtengist hún að nýju sem smáríkjahópur. Í þetta sinn innan bandalags, sem er dæmalaust í sögunni fyrir viðleitni og getu til að snúa hlutum til betri vegar. Hvert stefnir Ísland? Við hér uppi á Íslandi höfum heldur ekki með öllu farið varhluta af þessum pólitísku sunnanvindum. Við höfum einnig lokað gluggum og þrengt útsýnið. Þjóðernishyggja og pópúlismi eru orðin að þjóðarstefnu. Í síðustu alþingiskosningum komust til valda flokkar sem fluttu með sér þau skilaboð til þjóðarinnar, að við skyldum hafa sem mesta einstefnu í samskiptum við aðrar þjóðir. Skortur á skilningi og umburðarlyndi gagnvart framandi menningum og trúarbrögðum þykir nú gjaldgengur í opinberri umræðu. Þjóðernishyggja leikur lausum hala. Hún þolir hvorki fjölskoðunar- né fjölmenningarsamfélag. Hún er ólán sérhvers samfélags. Hér heyrist einnig sá boðskapur, og það af æðstu stöðum, að við eigum að halla okkur að valdstjórnarríkjunum Rússlandi en þó einkum Kína, enda hafa Kínverjar gert sér óvenju dælt við okkur um margra ára skeið. Það gera þeir að vísu einnig við mörg önnur lítil og veikburða ríki, sem ekki geta staðið óstudd í ólgusjó hnattvæðingarinnar. Þeir munu fúslega rétta okkur hjálparhönd, þegar á bjátar og gera okkur sér háð. Á sama tíma fjarlægjumst við vestrænar lýðræðisþjóðir og sýnum þeim jafnvel ódulbúna andúð, einkum ESB. Þetta eru ekki viðhorf valdalítillar sjálfsprottinnar hreyfingar, heldur stefna ríkisstjórnar Íslands. Við erum eina ríki Vestur- og Mið-Evrópu sem rekur slíka utanríkisstefnu. Það skapar tortryggni og vantraust og leiðir til pólitískrar einangrunar og áhrifaleysis. Því er hún svo hættuleg.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar