Harrison Ford lemstraður en annars í lagi Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2015 09:56 Ford stýrði lítilli flugvél og brotlenti á golfvelli í Los Angeles, skömmu eftir að hafa tekið á loft á flugvellinum í Santa Monica. Vísir/AFP/AP Sonur bandaríska leikarans Harrison Ford segir föður sinn vera lemstraðan en annars í lagi eftir að hafa lent í flugslysi í gær. Ford stýrði lítilli flugvél og brotlenti á golfvelli í Los Angeles, skömmu eftir að hafa tekið á loft á flugvellinum í Santa Monica. Hinn 72 ára Ford tilkynnti um vélarvandræði skömmu eftir flugtak, en vélin var af gerðinni Ryan Aeronautical ST3KR vél, framleidd árið 1942 og var notuð í seinna stríði. Ina Treciokas, talsmaður Ford, segir meiðsli hans ekki vera lífshættuleg og er búist við að hann jafni sér að fullu. Tveir læknar sem voru að spila golf á flugvellinum komu fyrstir að Ford og hlúðu að sárum hans þar til sjúkralið mætti á staðinn og flutti hann á sjúkrahús. Ekki er að fullu ljóst hvers eðlis sár Ford eru, en fréttamiðillinn TMZ greindi frá því að hann hafi hlotið fjölmörg sár á höfði.Í frétt BBC segir að vélin hafi hæst flogið í um 3.000 feta hæð (914 metrar) og rakst á tré á leið sinni til jarðar. Ford brotlenti á áttundu holu Penmar golfvallarins. Sérfræðingar hafa margir hrósað Ford sérstaklega fyrir nauðlendingu sína. Harrison Ford lærði fyrst að fljúga þegar hann var kominn á sextugsaldurinn og hefur einnig leyfi til að fljúga þyrlum. Árið 1999 brotlenti Ford þyrlu í æfingaflugi í Los Angeles, en bæði Ford og kennari hans sluppu þá ómeiddir. Að neðan má hlýða á hljóðupptöku þar sem Ford greinir flugstjórn frá vélarbiluninni.At the hospital. Dad is ok. Battered, but ok! He is every bit the man you would think he is. He is an incredibly strong man.— Chef Ben Ford (@ChefBenFord) March 6, 2015 Thank you all for your thoughts and good vibes for my dad.— Chef Ben Ford (@ChefBenFord) March 6, 2015 Tengdar fréttir Harrison Ford lenti í flugslysi Lítil flugvél sem hann flaug brotlenti á golfvelli í Kaliforníu í kvöld. 6. mars 2015 00:05 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Sonur bandaríska leikarans Harrison Ford segir föður sinn vera lemstraðan en annars í lagi eftir að hafa lent í flugslysi í gær. Ford stýrði lítilli flugvél og brotlenti á golfvelli í Los Angeles, skömmu eftir að hafa tekið á loft á flugvellinum í Santa Monica. Hinn 72 ára Ford tilkynnti um vélarvandræði skömmu eftir flugtak, en vélin var af gerðinni Ryan Aeronautical ST3KR vél, framleidd árið 1942 og var notuð í seinna stríði. Ina Treciokas, talsmaður Ford, segir meiðsli hans ekki vera lífshættuleg og er búist við að hann jafni sér að fullu. Tveir læknar sem voru að spila golf á flugvellinum komu fyrstir að Ford og hlúðu að sárum hans þar til sjúkralið mætti á staðinn og flutti hann á sjúkrahús. Ekki er að fullu ljóst hvers eðlis sár Ford eru, en fréttamiðillinn TMZ greindi frá því að hann hafi hlotið fjölmörg sár á höfði.Í frétt BBC segir að vélin hafi hæst flogið í um 3.000 feta hæð (914 metrar) og rakst á tré á leið sinni til jarðar. Ford brotlenti á áttundu holu Penmar golfvallarins. Sérfræðingar hafa margir hrósað Ford sérstaklega fyrir nauðlendingu sína. Harrison Ford lærði fyrst að fljúga þegar hann var kominn á sextugsaldurinn og hefur einnig leyfi til að fljúga þyrlum. Árið 1999 brotlenti Ford þyrlu í æfingaflugi í Los Angeles, en bæði Ford og kennari hans sluppu þá ómeiddir. Að neðan má hlýða á hljóðupptöku þar sem Ford greinir flugstjórn frá vélarbiluninni.At the hospital. Dad is ok. Battered, but ok! He is every bit the man you would think he is. He is an incredibly strong man.— Chef Ben Ford (@ChefBenFord) March 6, 2015 Thank you all for your thoughts and good vibes for my dad.— Chef Ben Ford (@ChefBenFord) March 6, 2015
Tengdar fréttir Harrison Ford lenti í flugslysi Lítil flugvél sem hann flaug brotlenti á golfvelli í Kaliforníu í kvöld. 6. mars 2015 00:05 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Harrison Ford lenti í flugslysi Lítil flugvél sem hann flaug brotlenti á golfvelli í Kaliforníu í kvöld. 6. mars 2015 00:05