Málamiðlun Landsvirkjunar Steinar Kaldal skrifar 22. maí 2015 07:00 Meirihluti atvinnuveganefndar hefur lagt til, án faglegrar, lögboðinnar undirbúningsvinnu við rammaáætlun, að landsvæðið við Skrokköldu á miðjum Sprengisandi verði nýtt undir virkjun. Ef Skrokkölduvirkjun kæmist á laggirnar yrði enn frekar gengið á víðerni miðhálendisins, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um verndun þeirra. Sérstaða miðhálendisins felst að stórum hluta í víðernunum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sækja þangað til að upplifa ómanngert umhverfi og njóta náttúrunnar í sinni tærustu mynd. Það veitir þeim sem ferðast hafa á miðhálendinu vellíðan að sækja í ferðaminningarnar þaðan. Þeir mæla með hálendinu sem áfangastað við aðra, bera út boðskapinn, markaðssetja það. Tilfinningagildin gera þannig sitt gagn og ferðaþjónustan, stærsta atvinnugrein landsins, sem skilaði 303 milljörðum í gjaldeyristekjur á síðasta ári, græðir á tilfinningum þeirra sem upplifa töfra miðhálendisins.Samrýmist ekki hugmyndum ferðamanna Yfir 90 prósent ferðamanna sem heimsóttu hálendið telja víðerni vera hluta af aðdráttarafli staðarins. Þetta kemur fram í rannsókn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósents í ferðamálafræði. Anna Dóra lagði spurningalista fyrir ferðamenn á 11 áfangstöðum á hálendinu. Virkjunarmannvirki, stíflur, miðlunarlón og raflínur samrýmast því ekki hugmyndum ferðamanna um hálendið. Landsvirkjun er eitt þeirra orkufyrirtækja sem vill ráðast í virkjanaframkvæmdir á landinu. Stór hluti virkjanakosta fyrirtækisins er á hálendinu. Stefna Landsvirkjunar varðandi samfélagsábyrgð hefur tekið stakkaskiptum eftir að nýir stjórnendur tóku við taumunum. Fyrirtækið er opnara en áður og sýnir vilja til samtals við þá sem eru á öndverðum meiði í virkjanamálum, og er það vel. Þetta mátti til dæmis heyra í máli Harðar Arnarsonar í Morgunútgáfu RÚV fyrir stuttu. Þar nefndi hann meðal annars að áform Landsvirkjunar myndu á engan hátt hrófla við Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti. Þá sagðist hann sjá fyrir sér að hægt væri að tvöfalda friðuð svæði utan jökla á hálendinu. Ef rýnt er nánar í þessa hugmynd þá yrði reyndar ekki um stórt svæði að ræða og virkjanahugmyndir fyrirtækisins gætu líklega eftir sem áður allar rúmast enn á teikniborðinu. Í framhaldi af þessum ummælum Harðar sagði hann að þeir sem væru á móti frekari virkjunum á miðhálendinu þyrftu að sýna vilja til málamiðlunar. En hver yrði sú málamiðlun? Væri það til dæmis málamiðlun að ef Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti fengi áframhaldandi tilverurétt þá mætti Landsvirkjun fara af stað með virkjanahugmyndir sínar á svæðum sem eru í núverandi verndarflokki rammaáætlunar? En fyrirtækið óskaði m.a. eftir því, að í þriðja áfanga rammaáætlunar yrðu kannaðar virkjanahugmyndir við Norðlingaöldu í jaðri Þjórsárvera, Bjallavirkjun, Tungnárlón og Hólmsá við Einhyrning, sem allar eru í núverandi verndarflokki áætlunarinnar. Það yrði lítil sátt um það.Röskunin er nú þegar mikil Miðhálendið er nú þegar raskað af virkjanaframkvæmdum. Á suðurhluta þess eru sex aflstöðvar og raflínur tengdar þeim, Kárahnjúkavirkjun var reist á austurhluta hálendisins og í norðri er Blöndulón. Fleiri uppistöðulón og raflínur má svo finna á hálendinu. Ef áform Landsvirkjunar næðu fram að ganga og haldið yrði áfram inn á lítt snortin stór svæði myndu víðernin verðmætu smám saman glata gildi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar hefur lagt til, án faglegrar, lögboðinnar undirbúningsvinnu við rammaáætlun, að landsvæðið við Skrokköldu á miðjum Sprengisandi verði nýtt undir virkjun. Ef Skrokkölduvirkjun kæmist á laggirnar yrði enn frekar gengið á víðerni miðhálendisins, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um verndun þeirra. Sérstaða miðhálendisins felst að stórum hluta í víðernunum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sækja þangað til að upplifa ómanngert umhverfi og njóta náttúrunnar í sinni tærustu mynd. Það veitir þeim sem ferðast hafa á miðhálendinu vellíðan að sækja í ferðaminningarnar þaðan. Þeir mæla með hálendinu sem áfangastað við aðra, bera út boðskapinn, markaðssetja það. Tilfinningagildin gera þannig sitt gagn og ferðaþjónustan, stærsta atvinnugrein landsins, sem skilaði 303 milljörðum í gjaldeyristekjur á síðasta ári, græðir á tilfinningum þeirra sem upplifa töfra miðhálendisins.Samrýmist ekki hugmyndum ferðamanna Yfir 90 prósent ferðamanna sem heimsóttu hálendið telja víðerni vera hluta af aðdráttarafli staðarins. Þetta kemur fram í rannsókn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósents í ferðamálafræði. Anna Dóra lagði spurningalista fyrir ferðamenn á 11 áfangstöðum á hálendinu. Virkjunarmannvirki, stíflur, miðlunarlón og raflínur samrýmast því ekki hugmyndum ferðamanna um hálendið. Landsvirkjun er eitt þeirra orkufyrirtækja sem vill ráðast í virkjanaframkvæmdir á landinu. Stór hluti virkjanakosta fyrirtækisins er á hálendinu. Stefna Landsvirkjunar varðandi samfélagsábyrgð hefur tekið stakkaskiptum eftir að nýir stjórnendur tóku við taumunum. Fyrirtækið er opnara en áður og sýnir vilja til samtals við þá sem eru á öndverðum meiði í virkjanamálum, og er það vel. Þetta mátti til dæmis heyra í máli Harðar Arnarsonar í Morgunútgáfu RÚV fyrir stuttu. Þar nefndi hann meðal annars að áform Landsvirkjunar myndu á engan hátt hrófla við Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti. Þá sagðist hann sjá fyrir sér að hægt væri að tvöfalda friðuð svæði utan jökla á hálendinu. Ef rýnt er nánar í þessa hugmynd þá yrði reyndar ekki um stórt svæði að ræða og virkjanahugmyndir fyrirtækisins gætu líklega eftir sem áður allar rúmast enn á teikniborðinu. Í framhaldi af þessum ummælum Harðar sagði hann að þeir sem væru á móti frekari virkjunum á miðhálendinu þyrftu að sýna vilja til málamiðlunar. En hver yrði sú málamiðlun? Væri það til dæmis málamiðlun að ef Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti fengi áframhaldandi tilverurétt þá mætti Landsvirkjun fara af stað með virkjanahugmyndir sínar á svæðum sem eru í núverandi verndarflokki rammaáætlunar? En fyrirtækið óskaði m.a. eftir því, að í þriðja áfanga rammaáætlunar yrðu kannaðar virkjanahugmyndir við Norðlingaöldu í jaðri Þjórsárvera, Bjallavirkjun, Tungnárlón og Hólmsá við Einhyrning, sem allar eru í núverandi verndarflokki áætlunarinnar. Það yrði lítil sátt um það.Röskunin er nú þegar mikil Miðhálendið er nú þegar raskað af virkjanaframkvæmdum. Á suðurhluta þess eru sex aflstöðvar og raflínur tengdar þeim, Kárahnjúkavirkjun var reist á austurhluta hálendisins og í norðri er Blöndulón. Fleiri uppistöðulón og raflínur má svo finna á hálendinu. Ef áform Landsvirkjunar næðu fram að ganga og haldið yrði áfram inn á lítt snortin stór svæði myndu víðernin verðmætu smám saman glata gildi sínu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun