Málamiðlun Landsvirkjunar Steinar Kaldal skrifar 22. maí 2015 07:00 Meirihluti atvinnuveganefndar hefur lagt til, án faglegrar, lögboðinnar undirbúningsvinnu við rammaáætlun, að landsvæðið við Skrokköldu á miðjum Sprengisandi verði nýtt undir virkjun. Ef Skrokkölduvirkjun kæmist á laggirnar yrði enn frekar gengið á víðerni miðhálendisins, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um verndun þeirra. Sérstaða miðhálendisins felst að stórum hluta í víðernunum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sækja þangað til að upplifa ómanngert umhverfi og njóta náttúrunnar í sinni tærustu mynd. Það veitir þeim sem ferðast hafa á miðhálendinu vellíðan að sækja í ferðaminningarnar þaðan. Þeir mæla með hálendinu sem áfangastað við aðra, bera út boðskapinn, markaðssetja það. Tilfinningagildin gera þannig sitt gagn og ferðaþjónustan, stærsta atvinnugrein landsins, sem skilaði 303 milljörðum í gjaldeyristekjur á síðasta ári, græðir á tilfinningum þeirra sem upplifa töfra miðhálendisins.Samrýmist ekki hugmyndum ferðamanna Yfir 90 prósent ferðamanna sem heimsóttu hálendið telja víðerni vera hluta af aðdráttarafli staðarins. Þetta kemur fram í rannsókn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósents í ferðamálafræði. Anna Dóra lagði spurningalista fyrir ferðamenn á 11 áfangstöðum á hálendinu. Virkjunarmannvirki, stíflur, miðlunarlón og raflínur samrýmast því ekki hugmyndum ferðamanna um hálendið. Landsvirkjun er eitt þeirra orkufyrirtækja sem vill ráðast í virkjanaframkvæmdir á landinu. Stór hluti virkjanakosta fyrirtækisins er á hálendinu. Stefna Landsvirkjunar varðandi samfélagsábyrgð hefur tekið stakkaskiptum eftir að nýir stjórnendur tóku við taumunum. Fyrirtækið er opnara en áður og sýnir vilja til samtals við þá sem eru á öndverðum meiði í virkjanamálum, og er það vel. Þetta mátti til dæmis heyra í máli Harðar Arnarsonar í Morgunútgáfu RÚV fyrir stuttu. Þar nefndi hann meðal annars að áform Landsvirkjunar myndu á engan hátt hrófla við Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti. Þá sagðist hann sjá fyrir sér að hægt væri að tvöfalda friðuð svæði utan jökla á hálendinu. Ef rýnt er nánar í þessa hugmynd þá yrði reyndar ekki um stórt svæði að ræða og virkjanahugmyndir fyrirtækisins gætu líklega eftir sem áður allar rúmast enn á teikniborðinu. Í framhaldi af þessum ummælum Harðar sagði hann að þeir sem væru á móti frekari virkjunum á miðhálendinu þyrftu að sýna vilja til málamiðlunar. En hver yrði sú málamiðlun? Væri það til dæmis málamiðlun að ef Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti fengi áframhaldandi tilverurétt þá mætti Landsvirkjun fara af stað með virkjanahugmyndir sínar á svæðum sem eru í núverandi verndarflokki rammaáætlunar? En fyrirtækið óskaði m.a. eftir því, að í þriðja áfanga rammaáætlunar yrðu kannaðar virkjanahugmyndir við Norðlingaöldu í jaðri Þjórsárvera, Bjallavirkjun, Tungnárlón og Hólmsá við Einhyrning, sem allar eru í núverandi verndarflokki áætlunarinnar. Það yrði lítil sátt um það.Röskunin er nú þegar mikil Miðhálendið er nú þegar raskað af virkjanaframkvæmdum. Á suðurhluta þess eru sex aflstöðvar og raflínur tengdar þeim, Kárahnjúkavirkjun var reist á austurhluta hálendisins og í norðri er Blöndulón. Fleiri uppistöðulón og raflínur má svo finna á hálendinu. Ef áform Landsvirkjunar næðu fram að ganga og haldið yrði áfram inn á lítt snortin stór svæði myndu víðernin verðmætu smám saman glata gildi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar hefur lagt til, án faglegrar, lögboðinnar undirbúningsvinnu við rammaáætlun, að landsvæðið við Skrokköldu á miðjum Sprengisandi verði nýtt undir virkjun. Ef Skrokkölduvirkjun kæmist á laggirnar yrði enn frekar gengið á víðerni miðhálendisins, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um verndun þeirra. Sérstaða miðhálendisins felst að stórum hluta í víðernunum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sækja þangað til að upplifa ómanngert umhverfi og njóta náttúrunnar í sinni tærustu mynd. Það veitir þeim sem ferðast hafa á miðhálendinu vellíðan að sækja í ferðaminningarnar þaðan. Þeir mæla með hálendinu sem áfangastað við aðra, bera út boðskapinn, markaðssetja það. Tilfinningagildin gera þannig sitt gagn og ferðaþjónustan, stærsta atvinnugrein landsins, sem skilaði 303 milljörðum í gjaldeyristekjur á síðasta ári, græðir á tilfinningum þeirra sem upplifa töfra miðhálendisins.Samrýmist ekki hugmyndum ferðamanna Yfir 90 prósent ferðamanna sem heimsóttu hálendið telja víðerni vera hluta af aðdráttarafli staðarins. Þetta kemur fram í rannsókn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósents í ferðamálafræði. Anna Dóra lagði spurningalista fyrir ferðamenn á 11 áfangstöðum á hálendinu. Virkjunarmannvirki, stíflur, miðlunarlón og raflínur samrýmast því ekki hugmyndum ferðamanna um hálendið. Landsvirkjun er eitt þeirra orkufyrirtækja sem vill ráðast í virkjanaframkvæmdir á landinu. Stór hluti virkjanakosta fyrirtækisins er á hálendinu. Stefna Landsvirkjunar varðandi samfélagsábyrgð hefur tekið stakkaskiptum eftir að nýir stjórnendur tóku við taumunum. Fyrirtækið er opnara en áður og sýnir vilja til samtals við þá sem eru á öndverðum meiði í virkjanamálum, og er það vel. Þetta mátti til dæmis heyra í máli Harðar Arnarsonar í Morgunútgáfu RÚV fyrir stuttu. Þar nefndi hann meðal annars að áform Landsvirkjunar myndu á engan hátt hrófla við Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti. Þá sagðist hann sjá fyrir sér að hægt væri að tvöfalda friðuð svæði utan jökla á hálendinu. Ef rýnt er nánar í þessa hugmynd þá yrði reyndar ekki um stórt svæði að ræða og virkjanahugmyndir fyrirtækisins gætu líklega eftir sem áður allar rúmast enn á teikniborðinu. Í framhaldi af þessum ummælum Harðar sagði hann að þeir sem væru á móti frekari virkjunum á miðhálendinu þyrftu að sýna vilja til málamiðlunar. En hver yrði sú málamiðlun? Væri það til dæmis málamiðlun að ef Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti fengi áframhaldandi tilverurétt þá mætti Landsvirkjun fara af stað með virkjanahugmyndir sínar á svæðum sem eru í núverandi verndarflokki rammaáætlunar? En fyrirtækið óskaði m.a. eftir því, að í þriðja áfanga rammaáætlunar yrðu kannaðar virkjanahugmyndir við Norðlingaöldu í jaðri Þjórsárvera, Bjallavirkjun, Tungnárlón og Hólmsá við Einhyrning, sem allar eru í núverandi verndarflokki áætlunarinnar. Það yrði lítil sátt um það.Röskunin er nú þegar mikil Miðhálendið er nú þegar raskað af virkjanaframkvæmdum. Á suðurhluta þess eru sex aflstöðvar og raflínur tengdar þeim, Kárahnjúkavirkjun var reist á austurhluta hálendisins og í norðri er Blöndulón. Fleiri uppistöðulón og raflínur má svo finna á hálendinu. Ef áform Landsvirkjunar næðu fram að ganga og haldið yrði áfram inn á lítt snortin stór svæði myndu víðernin verðmætu smám saman glata gildi sínu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar