Neytendur eiga rétt á daglegu lífi án eiturefna 22. maí 2015 07:00 Börnin okkar eru með miklu meira magn af eiturefnum í blóðinu en nokkur önnur kynslóð hingað til. Ekki er séð fyrir um hverjar afleiðingarnar verða. Daglegt líf án eiturefna er lýðheilsumál. Aðgerðir gegn hormónatruflandi efnum eru ekki síður mikilvægar en aðgerðir gegn öðrum eiturefnum á við tóbak og áfengi. Þess vegna beitir Norðurlandaráð sér fyrir því að aflað verði meiri þekkingar og reglur hertar um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Löggjöf Evrópusambandsins um efni og efnavörur, REACH, gildir á öllum Norðurlöndunum. Þar að auki hefur ESB sett ýmsar aðrar reglur um notkun efna og efnavara. Löndin hafa því hvert um sig takmarkað svigrúm til að setja sér reglur um efni og efnavörur. Á sjö árum hefur ESB ekki tekið nema tuttugu og tvö efni (af mörg hundruð) úr umferð sem skilgreind eru sem hormónatruflandi. Eins hefur framkvæmdastjórn ESB látið undir höfuð leggjast að efna gefin loforð um að leggja fram viðmið og reglur um prófanir á hormónatruflandi efnum. Þess vegna er brýnt að Norðurlöndin grípi til sameiginlegra aðgerða til að vernda almenning gegn skaðlegum efnum og efnavörum sem fólk kemst í snertingu við á degi hverjum.Neytendur treysta stjórnvöldum Traust til opinberra yfirvalda er eitt af því sem einkennir íbúa Norðurlandanna. Norrænir neytendur hafa trú á því að óhætt sé að nota vörur sem þeir kaupa í verslunum. Greining sem norska neytendaráðið lét gera á síðasta ári er aðeins ein af mörgum rannsóknum sem sýna að yfirvöld eru ekki traustsins verð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast að sjúkdómar sem eru í hröðum vexti tengist efnum sem við komumst í snertingu við. Eitrunaráhrif á fóstur geta verið dulin þangað til síðar á ævinni og koma í versta falli ekki fram fyrr en hjá næstu kynslóðum. Leikföng sem við gefum börnum geta innihaldið hormónatruflandi efni sem valdið geta hegðunarvanda og athyglisbresti með ofvirkni (ADHD). Hlaupabuxur sem við skokkum í til að halda líkamsþyngdinni í skefjum geta innihaldið eiturefni sem auka hættu á offitu og sykursýki 2. Sólarvarnarefni sem við berum á okkur til að verjast húðkrabbameini geta innihaldið efni sem auka hættu á ýmsum tegundum krabbameins. Árlegur kostnaður ESB-landanna vegna óvinnufærni og aukinna útgjalda til heilbrigðismála, sem rekja má til hormónatruflandi efna, nemur a.m.k. 4,5 milljörðum danskra króna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.Kokteiláhrifin Fyrir hálfri öld voru efni og efnavörur í blóði okkar innan við tíu en nú skipta þau efni hundruðum sem renna í blóðinu um æðar okkar. Þrátt fyrir áralangar rannsóknir og vinnu við að skrá umfang og áhrif þessara efna er ýmsum spurningum enn ósvarað. Hið sama á við um lög og reglugerðir þó málið hafi verið í brennidepli stjórnmálanna um alllangt skeið. Norrænir neytendur treysta því að stjórnvöld verji þá gegn skaðlegum áhrifum en yfirvöld í löndunum eru oft lítils megnug í hnattvæddum heimi. Norðurlöndin hafa hvert um sig takmarkað athafnafrelsi til að setja sér reglur um efni og efnavörur, Því viljum við í Norðurlandaráði hvetja ríkisstjórnir landanna til að vinna markvisst saman að strangari reglum um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Alþjóðlegt samstarf um eftirlit er afar brýnt í því skyni að verja neytendur gegn skaðlegum efnum sem valda kokteiláhrifum sem við þekkjum ekki afleiðingarnar af. Þegar upplýsingar skortir um tiltekin kokteiláhrif ber að hafa hugfast að málið hefur kannski ekki verið nægilega rannsakað frekar en draga þá ályktun að umrætt magn efnanna sé ekki skaðlegt. Hafa ber varúðarregluna í heiðri þegar um er að ræða almennar vörur sem meirihluti almennings notar á degi hverjum.Norðurlandaráð vill innleiða varúðarregluna Norðurlandaráð sendi frá sér yfirlýsingu í lok mars sl. þar sem Framkvæmdastjórn ESB er hvött til að herða reglugerðir um hormónatruflandi efni. Við teljum að ESB eigi að leggja fram tillögu hið fyrsta um almenn viðmið fyrir greiningu á hormónatruflandi efnum. Norðurlandaráð vill innleiða prófanir á efnum í því skyni að mæla hormónatruflandi áhrif þeirra, þar á meðal kokteiláhrif. Við teljum ennfremur að ESB verði að breyta löggjöfinni um efni og efnavörur eftir því sem við á þannig að hún nái einnig til efna sem geta verið hormónatruflandi. Efni á skrá REACH-löggjafar ESB um hættuleg efni og efnavörur ber að taka tafarlaust úr umferð. Norðurlandaþjóðirnar hafa löngum unnið ötullega að rannsóknum á áhrifum efna og efnavara og þróun laga og reglugerða þar að lútandi, ekki einungis innan ramma ESB heldur einnig á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Sameinuðu þjóðanna. Norðurlöndin geta gegnt mikilvægu hlutverki við að bæta alþjóðlegar reglur um hættuleg efni sem ekki er að finna í gildandi samningum. Við teljum að Norðurlöndin eigi að taka forystuna og leggjast á eitt um að innleiða varúðarregluna um efni og efnavörur sem ekki er fjallað um í REACH-löggjöfinni.Rannsóknir verði samhæfðar Norrænt samstarf á einnig að stuðla að því að upplýsingar um efni og efnavörur verði aðgengilegri. Virkur þrýstingur upplýstra neytenda en einnig vandaðar og fullnægjandi rannsóknir eru forsenda þess að reglur verði hertar. Eins og staðan er nú skortir þekkingu á áhrifum efnanna, meðal annars vegna þess hve rannsóknarumhverfi landanna eru smá í sniðum. Norðurlöndin hafa þróað kerfi til að samhæfa rannsóknir með það fyrir augum að stækka rannsóknarverkefni. Því eru góðar forsendur fyrir því að efla norrænt samstarf um rannsóknir á hormónatruflandi efnum og þess vegna höfum við skrifað rannsóknaráðum landanna og hvatt til þess að rannsóknasamstarf verði eflt, til að mynda á vettvangi NordForsk þar sem þróað hefur verið hentugt kerfi til að samhæfa rannsóknir í norrænu samstarfi. Sá fjöldi eiturefna sem almennir neytendur komast daglega í snertingu við er óásættanlegur. Ríkisstjórnir Norðurlandanna verða að geta sýnt fram á að þær séu verðugar trausts neytenda, meðal annars með því að vinna markvisst saman að því að herða reglur um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Hvert land um sig er léttvægt á evrópskum eða alþjóðlegum vettvangi en samanlagt eru íbúar Norðurlandanna um 26 milljónir. Sameinuð höfum við miklu betri vonir um að geta tryggt norrænum neytendum daglegt líf án eiturefna eins og þeir eiga heimtingu á.Fyrir hönd Norðurlandaráðs sem er formlegur vettvangur þingmannasamstarfs Norðurlanda:Elin Hirst, borgara- og neytendanefnd (Íslandi)Knut Storberget, borgara- og neytendanefnd (Noregi)Annicka Engblom, formaður borgara- og neytendanefndar (Svíþjóð)Christina Gestrin, formaður umhverfis- og náttúruauðlindanefndar (Finnlandi)Pyry Niemi, formaður efnahags- og viðskiptanefndar (Svíþjóð) Yfirlýsing Norðurlandaráðs 26. mars 2015 um að herða löggjöf um hormónatruflandi efni:https://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/yfirlysing-nordurlandarad-kallar-eftir-daglegu-lifi-an-eiturefna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru með miklu meira magn af eiturefnum í blóðinu en nokkur önnur kynslóð hingað til. Ekki er séð fyrir um hverjar afleiðingarnar verða. Daglegt líf án eiturefna er lýðheilsumál. Aðgerðir gegn hormónatruflandi efnum eru ekki síður mikilvægar en aðgerðir gegn öðrum eiturefnum á við tóbak og áfengi. Þess vegna beitir Norðurlandaráð sér fyrir því að aflað verði meiri þekkingar og reglur hertar um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Löggjöf Evrópusambandsins um efni og efnavörur, REACH, gildir á öllum Norðurlöndunum. Þar að auki hefur ESB sett ýmsar aðrar reglur um notkun efna og efnavara. Löndin hafa því hvert um sig takmarkað svigrúm til að setja sér reglur um efni og efnavörur. Á sjö árum hefur ESB ekki tekið nema tuttugu og tvö efni (af mörg hundruð) úr umferð sem skilgreind eru sem hormónatruflandi. Eins hefur framkvæmdastjórn ESB látið undir höfuð leggjast að efna gefin loforð um að leggja fram viðmið og reglur um prófanir á hormónatruflandi efnum. Þess vegna er brýnt að Norðurlöndin grípi til sameiginlegra aðgerða til að vernda almenning gegn skaðlegum efnum og efnavörum sem fólk kemst í snertingu við á degi hverjum.Neytendur treysta stjórnvöldum Traust til opinberra yfirvalda er eitt af því sem einkennir íbúa Norðurlandanna. Norrænir neytendur hafa trú á því að óhætt sé að nota vörur sem þeir kaupa í verslunum. Greining sem norska neytendaráðið lét gera á síðasta ári er aðeins ein af mörgum rannsóknum sem sýna að yfirvöld eru ekki traustsins verð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast að sjúkdómar sem eru í hröðum vexti tengist efnum sem við komumst í snertingu við. Eitrunaráhrif á fóstur geta verið dulin þangað til síðar á ævinni og koma í versta falli ekki fram fyrr en hjá næstu kynslóðum. Leikföng sem við gefum börnum geta innihaldið hormónatruflandi efni sem valdið geta hegðunarvanda og athyglisbresti með ofvirkni (ADHD). Hlaupabuxur sem við skokkum í til að halda líkamsþyngdinni í skefjum geta innihaldið eiturefni sem auka hættu á offitu og sykursýki 2. Sólarvarnarefni sem við berum á okkur til að verjast húðkrabbameini geta innihaldið efni sem auka hættu á ýmsum tegundum krabbameins. Árlegur kostnaður ESB-landanna vegna óvinnufærni og aukinna útgjalda til heilbrigðismála, sem rekja má til hormónatruflandi efna, nemur a.m.k. 4,5 milljörðum danskra króna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.Kokteiláhrifin Fyrir hálfri öld voru efni og efnavörur í blóði okkar innan við tíu en nú skipta þau efni hundruðum sem renna í blóðinu um æðar okkar. Þrátt fyrir áralangar rannsóknir og vinnu við að skrá umfang og áhrif þessara efna er ýmsum spurningum enn ósvarað. Hið sama á við um lög og reglugerðir þó málið hafi verið í brennidepli stjórnmálanna um alllangt skeið. Norrænir neytendur treysta því að stjórnvöld verji þá gegn skaðlegum áhrifum en yfirvöld í löndunum eru oft lítils megnug í hnattvæddum heimi. Norðurlöndin hafa hvert um sig takmarkað athafnafrelsi til að setja sér reglur um efni og efnavörur, Því viljum við í Norðurlandaráði hvetja ríkisstjórnir landanna til að vinna markvisst saman að strangari reglum um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Alþjóðlegt samstarf um eftirlit er afar brýnt í því skyni að verja neytendur gegn skaðlegum efnum sem valda kokteiláhrifum sem við þekkjum ekki afleiðingarnar af. Þegar upplýsingar skortir um tiltekin kokteiláhrif ber að hafa hugfast að málið hefur kannski ekki verið nægilega rannsakað frekar en draga þá ályktun að umrætt magn efnanna sé ekki skaðlegt. Hafa ber varúðarregluna í heiðri þegar um er að ræða almennar vörur sem meirihluti almennings notar á degi hverjum.Norðurlandaráð vill innleiða varúðarregluna Norðurlandaráð sendi frá sér yfirlýsingu í lok mars sl. þar sem Framkvæmdastjórn ESB er hvött til að herða reglugerðir um hormónatruflandi efni. Við teljum að ESB eigi að leggja fram tillögu hið fyrsta um almenn viðmið fyrir greiningu á hormónatruflandi efnum. Norðurlandaráð vill innleiða prófanir á efnum í því skyni að mæla hormónatruflandi áhrif þeirra, þar á meðal kokteiláhrif. Við teljum ennfremur að ESB verði að breyta löggjöfinni um efni og efnavörur eftir því sem við á þannig að hún nái einnig til efna sem geta verið hormónatruflandi. Efni á skrá REACH-löggjafar ESB um hættuleg efni og efnavörur ber að taka tafarlaust úr umferð. Norðurlandaþjóðirnar hafa löngum unnið ötullega að rannsóknum á áhrifum efna og efnavara og þróun laga og reglugerða þar að lútandi, ekki einungis innan ramma ESB heldur einnig á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Sameinuðu þjóðanna. Norðurlöndin geta gegnt mikilvægu hlutverki við að bæta alþjóðlegar reglur um hættuleg efni sem ekki er að finna í gildandi samningum. Við teljum að Norðurlöndin eigi að taka forystuna og leggjast á eitt um að innleiða varúðarregluna um efni og efnavörur sem ekki er fjallað um í REACH-löggjöfinni.Rannsóknir verði samhæfðar Norrænt samstarf á einnig að stuðla að því að upplýsingar um efni og efnavörur verði aðgengilegri. Virkur þrýstingur upplýstra neytenda en einnig vandaðar og fullnægjandi rannsóknir eru forsenda þess að reglur verði hertar. Eins og staðan er nú skortir þekkingu á áhrifum efnanna, meðal annars vegna þess hve rannsóknarumhverfi landanna eru smá í sniðum. Norðurlöndin hafa þróað kerfi til að samhæfa rannsóknir með það fyrir augum að stækka rannsóknarverkefni. Því eru góðar forsendur fyrir því að efla norrænt samstarf um rannsóknir á hormónatruflandi efnum og þess vegna höfum við skrifað rannsóknaráðum landanna og hvatt til þess að rannsóknasamstarf verði eflt, til að mynda á vettvangi NordForsk þar sem þróað hefur verið hentugt kerfi til að samhæfa rannsóknir í norrænu samstarfi. Sá fjöldi eiturefna sem almennir neytendur komast daglega í snertingu við er óásættanlegur. Ríkisstjórnir Norðurlandanna verða að geta sýnt fram á að þær séu verðugar trausts neytenda, meðal annars með því að vinna markvisst saman að því að herða reglur um efni og efnavörur í daglegu lífi fólks. Hvert land um sig er léttvægt á evrópskum eða alþjóðlegum vettvangi en samanlagt eru íbúar Norðurlandanna um 26 milljónir. Sameinuð höfum við miklu betri vonir um að geta tryggt norrænum neytendum daglegt líf án eiturefna eins og þeir eiga heimtingu á.Fyrir hönd Norðurlandaráðs sem er formlegur vettvangur þingmannasamstarfs Norðurlanda:Elin Hirst, borgara- og neytendanefnd (Íslandi)Knut Storberget, borgara- og neytendanefnd (Noregi)Annicka Engblom, formaður borgara- og neytendanefndar (Svíþjóð)Christina Gestrin, formaður umhverfis- og náttúruauðlindanefndar (Finnlandi)Pyry Niemi, formaður efnahags- og viðskiptanefndar (Svíþjóð) Yfirlýsing Norðurlandaráðs 26. mars 2015 um að herða löggjöf um hormónatruflandi efni:https://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/yfirlysing-nordurlandarad-kallar-eftir-daglegu-lifi-an-eiturefna
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun