Hressandi en ekki gallalaus leikur fyrir marga að spila í einu Tinni Sveinsson skrifar 6. júní 2015 12:00 Fjölbreyttur Mario Party er smekkfullur af smáleikjum VÍSIR/NINTENDO Mario Party 10 er nýjasti leikurinn í samnefndri röð frá Nintendo og er gerður fyrir Wii U-leikjatölvuna. Mario Party er hugsaður fyrir marga að spila saman í einu. Borðin eru sett upp eins og borðspil og spilarar kasta sýndarteningi til að komast áfram og reyna að safna sér sem flestum stjörnum í mismunandi smáleikjum. Hægt er að spila hann á nokkra vegu en leikurinn kynnir meðal annars til sögunnar Bowser Mode, þar sem einn spilaranna tekur sér GamePad-stýringuna í hönd og spilar Bowser á móti hinum. Virkilega skemmtileg viðbót. Þá styður leikurinn einnig Amiibo-fígúrurnar. Hægt að spila með þeim og á hver fígúra sér borð sem er hannað sérstaklega fyrir hana. Leikurinn er fjölbreyttur og smekkfullur af smáleikjum sem gaman er að spila. Það er hins vegar meinlegur galli á honum að allt spilið er keyrt áfram á teningaköstum. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að auka reglulega við árangurinn eftir því sem færnin eykst. Þetta getur verið pirrandi. Mario Party er aftur á móti litríkur og uppfullur af hressandi húmor og er skemmtilegt að spila hann með vinum eða fjölskyldunni. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Mario Party 10 er nýjasti leikurinn í samnefndri röð frá Nintendo og er gerður fyrir Wii U-leikjatölvuna. Mario Party er hugsaður fyrir marga að spila saman í einu. Borðin eru sett upp eins og borðspil og spilarar kasta sýndarteningi til að komast áfram og reyna að safna sér sem flestum stjörnum í mismunandi smáleikjum. Hægt er að spila hann á nokkra vegu en leikurinn kynnir meðal annars til sögunnar Bowser Mode, þar sem einn spilaranna tekur sér GamePad-stýringuna í hönd og spilar Bowser á móti hinum. Virkilega skemmtileg viðbót. Þá styður leikurinn einnig Amiibo-fígúrurnar. Hægt að spila með þeim og á hver fígúra sér borð sem er hannað sérstaklega fyrir hana. Leikurinn er fjölbreyttur og smekkfullur af smáleikjum sem gaman er að spila. Það er hins vegar meinlegur galli á honum að allt spilið er keyrt áfram á teningaköstum. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að auka reglulega við árangurinn eftir því sem færnin eykst. Þetta getur verið pirrandi. Mario Party er aftur á móti litríkur og uppfullur af hressandi húmor og er skemmtilegt að spila hann með vinum eða fjölskyldunni.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira