Kaupa Kínverjar Pirelli? Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 09:11 Formúlu 1 dekk frá Pirelli. Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent