Enski boltinn

Terry orðinn markahæsti varnarmaðurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry fagnar markinu sínu.
John Terry fagnar markinu sínu. Vísir/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, skoraði mikilvægt mark fyrir Chelsea í kvöld þegar liðið steig stórt skref í átt að enska meistaratitlinum með 3-1 útisigri á Leicester.

Terry kom Chelsea yfir á 79. mínútu en Leicester skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Það er hægt að sjá mark Terry hér fyrir neðan.

Terry skoraði þarna sitt fjórða deildarmark á tímabilinu og sitt 38. mark í ensku úrvalsdeildinni.

Með því jafnaði Terry markamet David Unsworth sem var fyrir leikinn markahæsti varnarmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

David Unsworth skoraði mörkin sín fyrir Everton, West Ham United, Portsmouth og Wigan en Terry hefur skorað öll mörkin sín fyrir Chelsea.

John Terry spilaði sinn fyrsta leik tímabilið 1998-99 og skoraði sitt fyrsta mark 2000-01. Hann hefur skorað þessi 38 mörk í 455 leikjum.



Flest mörk varnarmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar:

38 mörk

David Unsworth

John Terry

28 mörk

Ian Harte

26 mörk

Steve Watson

Leighton Baines

25 mörk

William Gallas



- Tekið saman af Alexis Martín-Tamayo

Metmark John Terry

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×