Enski boltinn

Leicester komst yfir en Chelsea svaraði með þremur mörkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry skoraði mikilvægt mark í kvöld.
John Terry skoraði mikilvægt mark í kvöld. Vísir/Getty
Chelsea náði ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Leicester City í kvöld.

Leicester City komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiksins en Chelsea-liðið skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum.

Chelsea hefur þar með þrettán stigum meira en Manchester City sem situr í öðru sætinu en Arsenal er líka með jafnmörg stig og City og á auk þess leik inni.

Chelsea vantar því þrjú stig í viðbót til að tryggja sér enska meistaratitilinn en liðið er komið með níu og hálfan fingur á bikarnum.

Marc Albrighton kom Leicester City yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en liðið var búið að vinna fjóra leiki í röð.

Didier Drogba jafnaði metin eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik en hann fékk þá stoðsendingu frá Branislav Ivanović.

John Terry kom Chelsea yfir á 79. mínútu eftir hornspyrnu frá Cesc Fàbregas og Cesc Fàbregas lagði síðan upp mark fyrir Ramires fjórum mínútum síðar.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin í leiknum.

1-0 fyrir Leicester - Marc Albrighton Chelsea jafnar í 1-1 - Didier Drogba Chelsea kemst í 2-1 - John Terry Chelsea kemst í 3-1 - Ramires



Fleiri fréttir

Sjá meira


×