Lífið er sannarlega undarlegt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. febrúar 2015 19:21 Söguhetjan Max, 18 ára. VÍSIR/DONTNOD Unglingsárin geta verið svo skelfilega vandræðaleg. "Af hverju sagði ég þetta? Ég gæfi allt til að snúa við tímanum." Þessi síðasta setning er grunnhugmynd Life Is Strange frá framleiðandanum Dontnod. Söguhetjan er Max, 18 ára. Vandræðaleg, listrænt þenkjandi hipster í nýjum skóla. Blessunarlega uppgötvar Max að hún getur stjórnað tíma og rúmi. Max (og spilarinn) hefur vald til að endurupplifa samtöl og atburði. Life Is Strange er framhaldssaga. Í fyrsta kafla kynnumst við Max og hæfileikum hennar. Öðrum og mikilvægari spurningum verður vonandi svarað seinna. Þetta er byltingarkennd spilun. Spilaranum er hægt ýtt í átt að úrlausn en svigrúm er til staðar til að kynnast Max, kvíða hennar, fortíð og markmiðum. Sagan er áhugaverð og með tímaflakkinu eru möguleikarnir óendanlegir. Ég er því hættur að drepa geimverur og slátra hryðjuverkamönnum. Snobbhænan Victoria (þessi með ríku foreldrana) og Versace-klædda gengið hennar eru erkióvinir mínar núna. Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Unglingsárin geta verið svo skelfilega vandræðaleg. "Af hverju sagði ég þetta? Ég gæfi allt til að snúa við tímanum." Þessi síðasta setning er grunnhugmynd Life Is Strange frá framleiðandanum Dontnod. Söguhetjan er Max, 18 ára. Vandræðaleg, listrænt þenkjandi hipster í nýjum skóla. Blessunarlega uppgötvar Max að hún getur stjórnað tíma og rúmi. Max (og spilarinn) hefur vald til að endurupplifa samtöl og atburði. Life Is Strange er framhaldssaga. Í fyrsta kafla kynnumst við Max og hæfileikum hennar. Öðrum og mikilvægari spurningum verður vonandi svarað seinna. Þetta er byltingarkennd spilun. Spilaranum er hægt ýtt í átt að úrlausn en svigrúm er til staðar til að kynnast Max, kvíða hennar, fortíð og markmiðum. Sagan er áhugaverð og með tímaflakkinu eru möguleikarnir óendanlegir. Ég er því hættur að drepa geimverur og slátra hryðjuverkamönnum. Snobbhænan Victoria (þessi með ríku foreldrana) og Versace-klædda gengið hennar eru erkióvinir mínar núna.
Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira