Hlutverk forseta? Stefán Jón Hafstein skrifar 17. október 2015 07:00 Álitsgjafar og umræðustjórar hnýta í forseta Íslands fyrir að vilja hugsa sinn gang um framboð á ný. Það er ósanngjarnt. Ef forseti þarf að hugsa um framboð 2016 hefur hann til þess fullt leyfi, eins og allir kjörgengir Íslendingar sem hafa sama rétt. Eins má forseti skipta oft um skoðun á þessu sama máli, fyrir nýársávarp og eftir, rétt eins og allir aðrir. Það er nefnilega grundvallarmisskilningur að umræða um hlutverk, tilgang og eðli embættisins í framtíðinni, sem og hugsanleg framboð, byggi á einum manni. Um næsta forseta fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla og tímabært að huga að hlutverki og tilgangi embættisins á breyttum tímum.Ábyrgðin er okkar Þar sem áhrif embættisins og hlutverk er á ábyrgð þjóðarinnar er það skylda okkar að hefja þessa umræðu. Það er ekki bara forsetaembættið sem hefur þróast á liðnum árum heldur samfélagið allt. Nýtt samfélagsmisgengi myndaðist með eftirminnilegum hætti í Hruninu fyrir sjö árum og við höfum ekki unnið úr því enn. Þegar horft er til forsetaembættisins og mikilvægrar kosningar á næsta ári er fráleitt að einblína á stöðuna eins og hún er núna, heldur verður að vega og meta þá framtíð sem við viljum skapa og hvert hlutverk forseta er í því efni.Stjórnarskráin er brotalöm Dr. Svanur Kristjánsson hefur skrifað merkilegar greinar um forsetaembættið á liðnum árum. Í einni þeirra segir: „Stjórnarskráin var samin til bráðabirgða fyrir 70 árum. Alþingi gaf þjóðinni þá fyrirheit um endurskoðun hennar?… Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð. Íslendingar hafa ekki enn valið sér leið til lýðræðis. Á meðan halda áfram endalausar deilur um meginatriði í stjórnarskrá og stjórnskipun landsins. Hvað eftir annað blossa t.d. upp hatrömm átök um stöðu forseta Íslands í stjórnskipun, enda ákvæðin um völd hans og ábyrgð mjög óljós — svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íslendingar hafa ekki enn náð samkomulagi um leiðina til lýðræðis. Á meðan verður draumurinn um lýðræði í íslensku lýðveldi sífellt fjarlægari. Skipverjar sem sigla án áttavita ná sjaldnast til hafnar. Hættulegar hafvillur verða yfirleitt þeirra hlutskipti.“ Í ljósi þessara orða er beinlínis ábyrgðarlaust að fjalla ekki um hvers er að vænta við næstu forsetakosningar og hvers þjóðin væntir af forseta.Umræðuvettvangur um hlutverk forseta Í vikunni sendi ég út bréf til nokkur hundruð Íslendinga og kynnti opinn umræðuvettvang um þetta efni, auk þess sem þar er að finna könnun á afstöðu fólks til embættisins. Í bréfinu sagði: „Forseti Íslands er áhrifavaldur, afstaða hans til samfélagsmála er mikilvæg eins og ráða má af framgöngu allra þeirra sem gegnt hafa embættinu á lýðveldistímanum. Því miður er staðan sú að stjórnarskráin gefur talsvert svigrúm til frjálslegrar túlkunar á hlutverki og framgöngu forseta. Næsti forseti Íslands þarf því að hafa skýrt umboð til að tala máli almannahagsmuna og beita áhrifum embættisins til góðs. Forseti er þjóðkjörinn, áhrifavald embættisins er þjóðareign. Að mínu mati verðum við að íhuga vandlega hvernig við viljum að forsetaembættinu verði beitt á næstu árum og það gert að jákvæðu afli í þágu almannahagsmuna. Hvaða hagsmunir eru það? Í fyrsta lagi eru það skýrir almannahagsmunir að gerðar verði lýðræðisumbætur sem feli í sér aukið áhrifavald almennings á framvindu mála með beinum hætti. Í öðru lagi verður forseti að hafa langtímasýn um réttláta samfélagsgerð og brýna fólk í því efni. Forseti á að vera óbilandi vörður réttlætis og lýðræðislegra aðferða með synjunarvaldi sínu til að taka í taumana þegar tilefni gefst til og leggja í dóm þjóðarinnar. Almennt séð á forseti að hlusta á, skilja og leiða saman ólík sjónarmið og túlka í þágu menningar, lýðræðis, jafnréttis og framsækni í umhverfismálum.“Hvað vill fólk? Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Virkt lýðræði kallar á ábyrgð, athafnir og umræðu, ekki umkomulausa bið eftir boðskap að ofan. Á Fésbók má finna síðuna „Hlutverk forseta“ og þar er hlekkur á spurningalista sem gaman og áhugavert er að spreyta sig á - og er öllum opinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Álitsgjafar og umræðustjórar hnýta í forseta Íslands fyrir að vilja hugsa sinn gang um framboð á ný. Það er ósanngjarnt. Ef forseti þarf að hugsa um framboð 2016 hefur hann til þess fullt leyfi, eins og allir kjörgengir Íslendingar sem hafa sama rétt. Eins má forseti skipta oft um skoðun á þessu sama máli, fyrir nýársávarp og eftir, rétt eins og allir aðrir. Það er nefnilega grundvallarmisskilningur að umræða um hlutverk, tilgang og eðli embættisins í framtíðinni, sem og hugsanleg framboð, byggi á einum manni. Um næsta forseta fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla og tímabært að huga að hlutverki og tilgangi embættisins á breyttum tímum.Ábyrgðin er okkar Þar sem áhrif embættisins og hlutverk er á ábyrgð þjóðarinnar er það skylda okkar að hefja þessa umræðu. Það er ekki bara forsetaembættið sem hefur þróast á liðnum árum heldur samfélagið allt. Nýtt samfélagsmisgengi myndaðist með eftirminnilegum hætti í Hruninu fyrir sjö árum og við höfum ekki unnið úr því enn. Þegar horft er til forsetaembættisins og mikilvægrar kosningar á næsta ári er fráleitt að einblína á stöðuna eins og hún er núna, heldur verður að vega og meta þá framtíð sem við viljum skapa og hvert hlutverk forseta er í því efni.Stjórnarskráin er brotalöm Dr. Svanur Kristjánsson hefur skrifað merkilegar greinar um forsetaembættið á liðnum árum. Í einni þeirra segir: „Stjórnarskráin var samin til bráðabirgða fyrir 70 árum. Alþingi gaf þjóðinni þá fyrirheit um endurskoðun hennar?… Ekki hefur enn verið staðið við þau loforð. Íslendingar hafa ekki enn valið sér leið til lýðræðis. Á meðan halda áfram endalausar deilur um meginatriði í stjórnarskrá og stjórnskipun landsins. Hvað eftir annað blossa t.d. upp hatrömm átök um stöðu forseta Íslands í stjórnskipun, enda ákvæðin um völd hans og ábyrgð mjög óljós — svo ekki sé fastar að orði kveðið. Íslendingar hafa ekki enn náð samkomulagi um leiðina til lýðræðis. Á meðan verður draumurinn um lýðræði í íslensku lýðveldi sífellt fjarlægari. Skipverjar sem sigla án áttavita ná sjaldnast til hafnar. Hættulegar hafvillur verða yfirleitt þeirra hlutskipti.“ Í ljósi þessara orða er beinlínis ábyrgðarlaust að fjalla ekki um hvers er að vænta við næstu forsetakosningar og hvers þjóðin væntir af forseta.Umræðuvettvangur um hlutverk forseta Í vikunni sendi ég út bréf til nokkur hundruð Íslendinga og kynnti opinn umræðuvettvang um þetta efni, auk þess sem þar er að finna könnun á afstöðu fólks til embættisins. Í bréfinu sagði: „Forseti Íslands er áhrifavaldur, afstaða hans til samfélagsmála er mikilvæg eins og ráða má af framgöngu allra þeirra sem gegnt hafa embættinu á lýðveldistímanum. Því miður er staðan sú að stjórnarskráin gefur talsvert svigrúm til frjálslegrar túlkunar á hlutverki og framgöngu forseta. Næsti forseti Íslands þarf því að hafa skýrt umboð til að tala máli almannahagsmuna og beita áhrifum embættisins til góðs. Forseti er þjóðkjörinn, áhrifavald embættisins er þjóðareign. Að mínu mati verðum við að íhuga vandlega hvernig við viljum að forsetaembættinu verði beitt á næstu árum og það gert að jákvæðu afli í þágu almannahagsmuna. Hvaða hagsmunir eru það? Í fyrsta lagi eru það skýrir almannahagsmunir að gerðar verði lýðræðisumbætur sem feli í sér aukið áhrifavald almennings á framvindu mála með beinum hætti. Í öðru lagi verður forseti að hafa langtímasýn um réttláta samfélagsgerð og brýna fólk í því efni. Forseti á að vera óbilandi vörður réttlætis og lýðræðislegra aðferða með synjunarvaldi sínu til að taka í taumana þegar tilefni gefst til og leggja í dóm þjóðarinnar. Almennt séð á forseti að hlusta á, skilja og leiða saman ólík sjónarmið og túlka í þágu menningar, lýðræðis, jafnréttis og framsækni í umhverfismálum.“Hvað vill fólk? Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Virkt lýðræði kallar á ábyrgð, athafnir og umræðu, ekki umkomulausa bið eftir boðskap að ofan. Á Fésbók má finna síðuna „Hlutverk forseta“ og þar er hlekkur á spurningalista sem gaman og áhugavert er að spreyta sig á - og er öllum opinn.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun