Enski boltinn

Það er enginn öruggur hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Smalling er ánægður með Van Gaal.
Smalling er ánægður með Van Gaal. vísir/getty
Einn besti leikmaður Man. Utd í vetur, Chris Smalling, segir að leikmenn liðsins séu að spila upp á framtíð sína hjá félaginu.

Smalling segir að það sé fáranlegt að halda því fram að liðið sé ekki að leggja sig fram fyrir stjóra félagsins, Louis van Gaal.

United hefur ekki unnið í átta leikjum í röð en það er lakasti árangur félagsins síðan leiktíðina 1989-90.

„Það eru allir að spila upp á sína framtíð. Það er enginn öruggur hérna. Að segja síðan að við séum ekki að spila fyrir stjórann er kjánalegt," sagði Smalling.

„Van Gaal hefur verið sami maðurinn frá fyrsta degi. Hann er ekkert að fara að breyta sér og þess vegna hefur hann náð árangri í gegnum tíðina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×