Lokaútgáfa Lancer Evo er 473 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 09:23 Mitsubishi Lancer Evo X Final Edition. Mitsubishi ætlar að hætta að framleiða hinn öfluga Lancer Evo og hefur það legið fyrir lengi. Mitsubishi hafði einnig sagst ætla að framleiða lokaútgáfu bílsins sem yrði öflugri en fyrri gerðir hans. Það ætla þeir svo sannarlega að standa við því lokaútgáfa bílsins verður ógnaröflug. Lancer Evo verður áfram með aðeins 2,0 lítra vél, en Mitsubishi hefur tekist að kreista út heil 473 hestöfl úr henni með því að stækka keflablásarana og loftflæði til vélarinnar og með breytingum á kælikerfinu og pústkerfinu. Þetta er ekki lítil aflaukning, en hún nemur heilum 183 hestöflum, sem þætti bara ágætt afl fyrir bíl sem ekki er stærri en Lancer Evo. Nýi bíllinn fær stillanlega loftpúðafjöðrun frá HKS og stendur á 19 tommu felgum. Þessi lokaútgáfa bílsins heitir Lancer Evo X Final Edition og kemur á markað á næsta ári og það í takmörkuðu upplagi, eða aðeins 2.000 bílar. Því er hætt við því að um þessi eintök verði slegist. Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent
Mitsubishi ætlar að hætta að framleiða hinn öfluga Lancer Evo og hefur það legið fyrir lengi. Mitsubishi hafði einnig sagst ætla að framleiða lokaútgáfu bílsins sem yrði öflugri en fyrri gerðir hans. Það ætla þeir svo sannarlega að standa við því lokaútgáfa bílsins verður ógnaröflug. Lancer Evo verður áfram með aðeins 2,0 lítra vél, en Mitsubishi hefur tekist að kreista út heil 473 hestöfl úr henni með því að stækka keflablásarana og loftflæði til vélarinnar og með breytingum á kælikerfinu og pústkerfinu. Þetta er ekki lítil aflaukning, en hún nemur heilum 183 hestöflum, sem þætti bara ágætt afl fyrir bíl sem ekki er stærri en Lancer Evo. Nýi bíllinn fær stillanlega loftpúðafjöðrun frá HKS og stendur á 19 tommu felgum. Þessi lokaútgáfa bílsins heitir Lancer Evo X Final Edition og kemur á markað á næsta ári og það í takmörkuðu upplagi, eða aðeins 2.000 bílar. Því er hætt við því að um þessi eintök verði slegist.
Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent