Innlent

Hætt við sérfundi sveitarstjóra með meirihlutanum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nýr sveitarstjóri hefur tekið til starfa á Kirkjubæjarklaustri.
Nýr sveitarstjóri hefur tekið til starfa á Kirkjubæjarklaustri. Fréttablaðið/Vilhelm
Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Skaftárhrepps segjast hafa fellt niður umdeilt ákvæði í ráðningarsamningi nýs sveitarstjóra vegna andstöðu minnihlutans.

„Sveitarstjóri heldur reglulega fundi með meirihluta sveitarstjórnar þar sem farið er yfir stöðu helstu mála sem eru á döfinni hverju sinni,“ sagði í ákvæðinu sem minnihlutinn gagnrýndi og hefur nú verið tekið út. Minnihlutinn segir það til bóta en að öðru leyti sé afstaða þeirra til ráðningarsamningsins óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×