Innlent

Vetrarúrkoma menguð af völdum gossins

Samúel Karl Ólason skrifar
Styrkur súfats, klórs og flúors var hærri og pH gildið lægra en í ómenguðum snjókjörnum.
Styrkur súfats, klórs og flúors var hærri og pH gildið lægra en í ómenguðum snjókjörnum. Vísir/Valli/Vilhelm
Mælingar á snjókjörnum sem safnað var á Vatnajökli og hálendinu norðaustan við jökullinn í mars, hafa staðið yfir síðustu vikur. Niðurstöður mælingarinnar sýna að vetrarúrkoma á Austurlandi og Vatnajökli er menguð af völdum gosanna í vetur.

Styrkur súfats, klórs og flúors var hærri og pH gildið lægra en í ómenguðum snjókjörnum. Þó segir í tilkynningu frá Almannavörnum að bráðnun snævarins muni líklega ekki valda alvarlegri sýkingu á yfirborðs- eða grunnvatni.

Tilgangurinn var að mæla styrk og ákomu efna í úrkomu sem féll veturinn 2014 til 2015 og meta hvort og þá hve mikið ákoman hefur orðið fyrir áhrifum frá eldgosinu í Holuhrauni. 31 snjókjarna var safnað í heildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×