Lamborghini Aventador undir 7 mínútum á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 09:31 Listi þeirra bíla sem farið hafa hringinn á Nürburgring keppnisbrautinni undir 7 mínútum er ekki langur. Hann taldi aðeins 3 bíla áður en Lamborghini Aventador LP750-4 SV náði því nú um helgina. Hinir þrír eru Porsche 918 Spyder, sem á brautarmetið, McLaren P1 og Radical SR8. Lamborghini kynnti þessa nýju gerð Aventador sem ber alla þessa LP750-4 SV stafi fyrir tveimur mánuðum á bílasýningunni í Genf. Hann er með V12 vél sem fyrr, en nú er hún orðin 740 hestöfl. Það skilar bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum og hámarkshraði hans er 350 km/klst. Það sem er kannski merkilegast við að þessi bíll hafi náð undir 7 mínútum á Nürburgring brautinni er að hann er ekki með forþjöppu, keflablásara, né rafmótora. Á það ekki við hina þrjá bílana sem náð hafa undir 7 mínútum. Nokkuð tæpt stóð að þessi Lamborghini Aventador næði undir 7 mínúturnar, en tími hans á brautinni var 6:59,73. Sjá má bílinn aka brautina í meðfylgjandi myndskeiði og þar sést að hann nær t.d. 325 km hraða á lengsta beina kafla brautarinnar og aðeins í alkröppustu beygjunum fer hann undir 100 km/klst. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent
Listi þeirra bíla sem farið hafa hringinn á Nürburgring keppnisbrautinni undir 7 mínútum er ekki langur. Hann taldi aðeins 3 bíla áður en Lamborghini Aventador LP750-4 SV náði því nú um helgina. Hinir þrír eru Porsche 918 Spyder, sem á brautarmetið, McLaren P1 og Radical SR8. Lamborghini kynnti þessa nýju gerð Aventador sem ber alla þessa LP750-4 SV stafi fyrir tveimur mánuðum á bílasýningunni í Genf. Hann er með V12 vél sem fyrr, en nú er hún orðin 740 hestöfl. Það skilar bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum og hámarkshraði hans er 350 km/klst. Það sem er kannski merkilegast við að þessi bíll hafi náð undir 7 mínútum á Nürburgring brautinni er að hann er ekki með forþjöppu, keflablásara, né rafmótora. Á það ekki við hina þrjá bílana sem náð hafa undir 7 mínútum. Nokkuð tæpt stóð að þessi Lamborghini Aventador næði undir 7 mínúturnar, en tími hans á brautinni var 6:59,73. Sjá má bílinn aka brautina í meðfylgjandi myndskeiði og þar sést að hann nær t.d. 325 km hraða á lengsta beina kafla brautarinnar og aðeins í alkröppustu beygjunum fer hann undir 100 km/klst.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent