Dodge lokar fyrir pantanir í 707 hestafla Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 10:07 Dodge Callenger Hellcat. Margir bílaframleiðendur vildu glíma við það vandamál sem Dodge á vegna framleiðslu Challenger og Charger Hellcat bíla sinna. Svo margar pantanir hafa verið lagðar inn vegna þeirra að Dodge ræður ekki við að framleiða þá nægilega hratt og verður því að hætta að taka við fleiri pöntunum í þá. Þessir bílar skarta titlinum öflugustu framleiðslubílar Bandaríkjanna fyrr og síðar og þeim hefur verið tekið með kostum frá kynningu þeirra á síðasta ári. Þessir bílar eru með hámarkshraða uppá 328 og 320 km/klst. Sú mikla eftirspurn sem hefur verið í bílana hefur gert það að verkum að söluumboðin sem selja þá hafa hækkað verð þeirra um allt að 50% og það líkar Dodge ekki og hefur því brugðist við á þennan hátt. Dodge vill heldur ekki taka niður pantanir í bíla sem afgreiddir verða ekki innan árs. Dodge vill ekki láta uppi hvenær fyrirtækið hyggst aftur opna fyrir pantanir á bílunum, en líklega verður það ekki fyrr en í ágúst á þessu ári. Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Margir bílaframleiðendur vildu glíma við það vandamál sem Dodge á vegna framleiðslu Challenger og Charger Hellcat bíla sinna. Svo margar pantanir hafa verið lagðar inn vegna þeirra að Dodge ræður ekki við að framleiða þá nægilega hratt og verður því að hætta að taka við fleiri pöntunum í þá. Þessir bílar skarta titlinum öflugustu framleiðslubílar Bandaríkjanna fyrr og síðar og þeim hefur verið tekið með kostum frá kynningu þeirra á síðasta ári. Þessir bílar eru með hámarkshraða uppá 328 og 320 km/klst. Sú mikla eftirspurn sem hefur verið í bílana hefur gert það að verkum að söluumboðin sem selja þá hafa hækkað verð þeirra um allt að 50% og það líkar Dodge ekki og hefur því brugðist við á þennan hátt. Dodge vill heldur ekki taka niður pantanir í bíla sem afgreiddir verða ekki innan árs. Dodge vill ekki láta uppi hvenær fyrirtækið hyggst aftur opna fyrir pantanir á bílunum, en líklega verður það ekki fyrr en í ágúst á þessu ári.
Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent