Fullkomið ár KR-inga í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 06:00 Grafík/Fréttablaðið Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns. Dominos-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira
Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns.
Dominos-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira