Subaru með 3 tilraunabíla í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 12:21 Subaru STI Performance Concept. worldcarfans Á Tokyo Auto Salon bílasýningunni sem hefst þann 15. janúar mun Subaru sýna þrjá athygliverða tilraunabíla. Einn þeirra er STI Performance Concept bíll sem byggður er á Subaru BRZ bílnum, en hefur fengið allskonar STI-meðhöndlun, svo sem stóra vindskeið að aftan og “body kit” allan hringinn. Vélin í bílnum er sú sama og finna má í BRZ GT300 og mun öflugri en vélin í hefðbundnum Subaru BRZ. Þá mun Subaru sýna Levorg STI tilraunabíl með stífri sportfjöðrun og mikilli sportbílayfirhalningu á Levorg bílnum sem leysti af Legacy. Subaru mun einnig sýna XV Hybrid STI bíl sem fengið hefur samskonar yfirhalningu og hinir tveir og er álíka sportlegur. Subaru ætlar líka að hafa til sýnis nokkra af sínum keppnisbílum sem keppa í hinum ýmsu keppnisbílaseríum, svo sem BRZ GT300, WRX STI NMR Challenge, WRX STI sem keppir í japönsku rallseríunni og CG Robot Racing BRZ. Það verður því allt það flottasta sem Subaru framleiðir á þessari sýningu í Tókýó, en vonandi er að einhver þeirra þriggja tilraunabíla sem Subaru sýnir verði að framleiðslubílum.Subaru WRX STI keppnisbíllinn sem notaður er í japanska rallinu. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent
Á Tokyo Auto Salon bílasýningunni sem hefst þann 15. janúar mun Subaru sýna þrjá athygliverða tilraunabíla. Einn þeirra er STI Performance Concept bíll sem byggður er á Subaru BRZ bílnum, en hefur fengið allskonar STI-meðhöndlun, svo sem stóra vindskeið að aftan og “body kit” allan hringinn. Vélin í bílnum er sú sama og finna má í BRZ GT300 og mun öflugri en vélin í hefðbundnum Subaru BRZ. Þá mun Subaru sýna Levorg STI tilraunabíl með stífri sportfjöðrun og mikilli sportbílayfirhalningu á Levorg bílnum sem leysti af Legacy. Subaru mun einnig sýna XV Hybrid STI bíl sem fengið hefur samskonar yfirhalningu og hinir tveir og er álíka sportlegur. Subaru ætlar líka að hafa til sýnis nokkra af sínum keppnisbílum sem keppa í hinum ýmsu keppnisbílaseríum, svo sem BRZ GT300, WRX STI NMR Challenge, WRX STI sem keppir í japönsku rallseríunni og CG Robot Racing BRZ. Það verður því allt það flottasta sem Subaru framleiðir á þessari sýningu í Tókýó, en vonandi er að einhver þeirra þriggja tilraunabíla sem Subaru sýnir verði að framleiðslubílum.Subaru WRX STI keppnisbíllinn sem notaður er í japanska rallinu.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent