Handbolti

Vignir: Auðvitað eigum við erindi í keppnina

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu báðir þrjú mörk úr þremur skotum af línunni. Vignir hrósaði Dönunum eftir leikinn.

„Danirnir eru virkilega góðir að gera í bakið á mótherjanum þegar þeir vinna boltann.  Við ætluðum að gera betur í að stoppa þá heldur en við gerðum fyrsta korterið. Við vissum af þessu en vorum kannski ekki að taka réttar ákvarðanir í sókninni sem gerði það að verkum að við náðum ekki að skipta inná og stilla upp í okkar vörn," sagði Vignir.

Flottur leikur á móti Frökkum, góður sigur á Egyptum kraftur í ykkur gegn Alsír.  Þegar þú horfir á þetta blákalt eftir leikinn átti liðið á HM. Íslendingar töpuðu í umspili við Bosníu um að komast hingað.

„Auðvitað eigum við erindi í keppnina.  Það er alltaf hægt að ræða það en við erum í þessu móti og komust í 16 liða úrslit. Við erum búnir að spila svona upp og ofan, sýna ágæta kafla en verið mjög slakir á köflum. Þessi leikur var svona sitt lítið af hvoru," sagði Vignir.

Hvað er hægt að taka jákvætt út úr þessum leik?

„Veistu ég bara veit það ekki, það var verið að flauta til leiksloka og ég þarf að gefa mér tíma til að hugsa leikinn og fara yfir þetta og vonandi er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu," sagði Vignir.

Allt viðtalið við Vigni er hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×