Viðskipti innlent

Stjórnarformaður FME á félag með tólf lífeyrissjóðum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, á hlut í fjárfestingafélagi ásamt tólf mismunandi lífeyrissjóðum sem fjárfest hefur í einkarekinni lækninga- og heilsumiðstöð.
Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, á hlut í fjárfestingafélagi ásamt tólf mismunandi lífeyrissjóðum sem fjárfest hefur í einkarekinni lækninga- og heilsumiðstöð.
Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, á hlut í fjárfestingafélagi ásamt tólf mismunandi lífeyrissjóðum. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi sjóðanna. Stundin greinir frá þessu.



Samkvæmt Stundinni á Ásta, ásamt sambýlismanni sínum í gegnum eignarhaldsfélag, 27 prósenta hlut í fyrirtækinu Evu Consortium sem aftur á 20 prósenta hlut í Klíníkinni, einkarekinni lækninga-  og heilsumiðstöð í Ármúla. Tólf lífeyrissjóðir eru einnig hluthafar í Evu Consortium.



Ásta var skipuð sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins í byrjun árs en stofnunin hefur eftirlit með aðilum sem hafa starfsleyfi frá FME og lífeyrissjóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×