Svavar Atli tryggði Tindastól sigur og annað sætið í deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 21:58 Darrel Lewis átti flottan leik í liði Tindastóls í kvöld. Skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. vísir/ernir Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01
Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47