Íslenska karlalandsliðið í golfi er í góðri stöðu eftir annan hring á Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi þessa dagana. Golfkeppnin fer fram á Korpúlfsstaðavelli.
Íslensku keppendurnir raða sér í þrjú efstu sætin í keppninni.
Kristján Þór Einarsson er efstur á samtals fimm höggum undir pari. Næstur kemur Haraldur Franklín Magnús á tveimur undir pari. Andri Þór Björnsson er svo í 3. sæti á pari vallarins.
Daniel Holland frá Möltu er í 4. sæti á pari vallarins og í 5. sæti er Andorra-maðurinn Kevin Esteve Rigaill sem var í 3. sæti fyrir daginn í dag.
Íslendingar í þremur efstu sætunum í golfkeppninni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

