Douze Points Snæbjörn Brynjarsson skrifar 17. mars 2015 13:04 Íslenska þjóðin. Hvað vill hún eiginlega? Undanfarið hef ég heyrt marga túlka vilja hennar. Þjóðin kaus víst yfir sig flokka sem eru á móti ESB aðild en lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Það fer eftir því hver þú ert og hvað þú vilt hvað þú telur þjóðina vilja, þjóðin vill ekki inngöngu í ESB samkvæmt könnunum segir Heimsýn og þjóðin vill klára viðræðurnar segja aðrir og vitna í sömu könnun og sömu tölur. Það er rosalega einföld leið til að komast að niðurstöðu í þessu. Við bara einfaldlega spyrjum þjóðina.Hörmulegur tónlistarsmekkur en ágætis innsæi Nú skal ég vera fyrstur manna til að játa að íslenska þjóðin hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Hörmulegur tónlistarsmekkur hennar veldur því að hún sendir ár eftir ár kolvitlaust Eurovision lag út. Ég hef átt erfitt með að treysta tónlistarsmekk íslensku þjóðarinnar síðan Botnleðja tapaði fyrir Birgittu Haukdal. En íslenska þjóðin elskar Eurovision, og söngvakeppnin sem er haldin eftir einn og hálfan mánuð hefur verið miklu betri í að hlusta á þjóðina heldur en íslensk stjórnvöld. Kannski er það þess vegna sem við fílum hana. Þegar við segjum tólf stig segir hún douze points. Ég veit ekki hvort að áframhaldandi aðildarviðræður myndu fá douze points frá íslensku þjóðinni. En ég veit að það er lítið mál að komast að því. Við bara spyrjum hana. Hún er með hörmulegan tónlistarsmekk en hún er hugrökk. Ég var í vafa um hvað við ættum að gera varðandi Icesave, hvort að málaferli væru áhættunar virði og ég er enn þann dag í dag þakklátur að úrskurðurinn frá ESA var okkur í hag. Svo virðist vera sem að íslenska þjóðin hafi tekið rétta ákvörðun þar. Eins og hún tók rétta ákvörðun þegar hún kaus sjálfstæði árið 1944 og þegar hún ákvað að taka slaginn í þorskastríðunum. Allt bendir til að hún geti alveg tekið rétta ákvörðun í þessu aðildarmáli líka. Henni er treystandi til að taka flóknar ákvarðanir ef hún fær aðgang að nægum upplýsingum. Af því við erum ekki hálfvitar. Ég held að við getum valið það sem er rétt fyrir okkur sjálf. Þjóðin þarf enga stjórnmálamenn til að túlka hvað hún vill.Grípum tækifærið og kjósum strax Bráðum verður kjörið tækifæri að skera út úr þessu. Eigum við ekki bara að kjósa um hvort við viljum klára aðildarviðræðurnar samhliða því að við tökum út útigrillin og kjósum í Eurovision. Við gætum jafnvel gert það í símakosningum og haft svo kosningavöku strax eftir söngvakeppnina. Eiginlega bara synd að við skyldum ekki hafa spurt fólk í gegnum skattinn (látið fólk merkja við já eða nei á meðan það skilar inn skattayfirlitinu sínu, 100% þáttaka tryggð þar). Að kjósa er ekkert mál. Við gætum meira að segja gert það með pappír og talningakössum. Það sem er aðalvesenið er hvernig við fáum það fólk af minni kynslóð sem er flutt til Noregs eða Evrópusambandslandanna til að koma aftur heim. Hvernig við getum gert því kleift að spara sér fyrir húsnæði, að finna vinnu við sitt hæfi. Það er snúið. Margir virðast ekki vita hvernig þeir komast aftur heim, alveg eins og margir vita ekki hvernig þeir geta réttlætt að búa áfram á Íslandi. Matarverð, óhagstæð lán og uppsprengdur húsnæðismarkaður sem miðast að þörfum túrismans en ekki almennings. Og hvernig stoppum við Össur, Plain Vanilla, CCP og öll snjöllu sprotafyrirtækin frá því að flýja land? Hvernig löðum við flott fyrirtæki til landsins með vinnu sem hentar háskólamenntuðu fólki? Því fyrr sem við klárum evrópusambands-umræðuna því fyrr getum við leitað að einhverri annarri lausn í gjaldmiðilsmálum. Nema það kunni að vera lausnin. Ég veit það ekki. En ég veit að íslenska þjóðin getur fundið út úr því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðin. Hvað vill hún eiginlega? Undanfarið hef ég heyrt marga túlka vilja hennar. Þjóðin kaus víst yfir sig flokka sem eru á móti ESB aðild en lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Það fer eftir því hver þú ert og hvað þú vilt hvað þú telur þjóðina vilja, þjóðin vill ekki inngöngu í ESB samkvæmt könnunum segir Heimsýn og þjóðin vill klára viðræðurnar segja aðrir og vitna í sömu könnun og sömu tölur. Það er rosalega einföld leið til að komast að niðurstöðu í þessu. Við bara einfaldlega spyrjum þjóðina.Hörmulegur tónlistarsmekkur en ágætis innsæi Nú skal ég vera fyrstur manna til að játa að íslenska þjóðin hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Hörmulegur tónlistarsmekkur hennar veldur því að hún sendir ár eftir ár kolvitlaust Eurovision lag út. Ég hef átt erfitt með að treysta tónlistarsmekk íslensku þjóðarinnar síðan Botnleðja tapaði fyrir Birgittu Haukdal. En íslenska þjóðin elskar Eurovision, og söngvakeppnin sem er haldin eftir einn og hálfan mánuð hefur verið miklu betri í að hlusta á þjóðina heldur en íslensk stjórnvöld. Kannski er það þess vegna sem við fílum hana. Þegar við segjum tólf stig segir hún douze points. Ég veit ekki hvort að áframhaldandi aðildarviðræður myndu fá douze points frá íslensku þjóðinni. En ég veit að það er lítið mál að komast að því. Við bara spyrjum hana. Hún er með hörmulegan tónlistarsmekk en hún er hugrökk. Ég var í vafa um hvað við ættum að gera varðandi Icesave, hvort að málaferli væru áhættunar virði og ég er enn þann dag í dag þakklátur að úrskurðurinn frá ESA var okkur í hag. Svo virðist vera sem að íslenska þjóðin hafi tekið rétta ákvörðun þar. Eins og hún tók rétta ákvörðun þegar hún kaus sjálfstæði árið 1944 og þegar hún ákvað að taka slaginn í þorskastríðunum. Allt bendir til að hún geti alveg tekið rétta ákvörðun í þessu aðildarmáli líka. Henni er treystandi til að taka flóknar ákvarðanir ef hún fær aðgang að nægum upplýsingum. Af því við erum ekki hálfvitar. Ég held að við getum valið það sem er rétt fyrir okkur sjálf. Þjóðin þarf enga stjórnmálamenn til að túlka hvað hún vill.Grípum tækifærið og kjósum strax Bráðum verður kjörið tækifæri að skera út úr þessu. Eigum við ekki bara að kjósa um hvort við viljum klára aðildarviðræðurnar samhliða því að við tökum út útigrillin og kjósum í Eurovision. Við gætum jafnvel gert það í símakosningum og haft svo kosningavöku strax eftir söngvakeppnina. Eiginlega bara synd að við skyldum ekki hafa spurt fólk í gegnum skattinn (látið fólk merkja við já eða nei á meðan það skilar inn skattayfirlitinu sínu, 100% þáttaka tryggð þar). Að kjósa er ekkert mál. Við gætum meira að segja gert það með pappír og talningakössum. Það sem er aðalvesenið er hvernig við fáum það fólk af minni kynslóð sem er flutt til Noregs eða Evrópusambandslandanna til að koma aftur heim. Hvernig við getum gert því kleift að spara sér fyrir húsnæði, að finna vinnu við sitt hæfi. Það er snúið. Margir virðast ekki vita hvernig þeir komast aftur heim, alveg eins og margir vita ekki hvernig þeir geta réttlætt að búa áfram á Íslandi. Matarverð, óhagstæð lán og uppsprengdur húsnæðismarkaður sem miðast að þörfum túrismans en ekki almennings. Og hvernig stoppum við Össur, Plain Vanilla, CCP og öll snjöllu sprotafyrirtækin frá því að flýja land? Hvernig löðum við flott fyrirtæki til landsins með vinnu sem hentar háskólamenntuðu fólki? Því fyrr sem við klárum evrópusambands-umræðuna því fyrr getum við leitað að einhverri annarri lausn í gjaldmiðilsmálum. Nema það kunni að vera lausnin. Ég veit það ekki. En ég veit að íslenska þjóðin getur fundið út úr því.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun