Ég mun slá þá út einn daginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2015 16:00 Stefán Rafn Sigurmannsson er á hraðri uppleið í handboltaheiminum og segja sumir að hann sé besti varamaður heims. Hann gæti hæglega komist í mörg af bestu félagsliðum heims. vísir/ernir Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti