Volkswagen stjóri í Kína fær lífstíðardóm vegna mútuþægni Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 11:40 Nú fá mútuþægnir starfsmenn kínverska ríkisins að finna fyrir því. Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent