Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.
Þjóðareign?
Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.
Tæknilausna- og hagsmunaþras
Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum.
Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.
Grundvallaratriðin krufin
Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.
Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.

Þjóðareign
Skoðun

Ólöglegt eftirlit á Akranesi
Karl Hrannar Sigurðsson skrifar

Fáránleg, hlægileg, glæpsamleg
Eva Hauksdóttir skrifar

Samfylkingin endurskrifar söguna
Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Eins og…
Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Hvernig sköpum við sjálfbær samfélög?
Una Hildardóttir skrifar

Tveir fasteignasalar um hverja sölu?
Einar G. Harðarson,Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifar

Að loka landi
Andrea Sigurðardóttir skrifar

Læknir gerist lagaspekingur
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Um alþýðlega drottningu og stærilátan prins
Bryndís Schram skrifar

Takmarkanir á frelsi borgaranna í þágu lýðheilsu - nýr dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu
Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar

Ráðherrar á rangri braut
Ólafur Ísleifsson skrifar

Lausnin er úti á landi
Guðmundur Gunnarsson skrifar

Svar við bréfi Helgu
Kári Stefánsson skrifar

Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf?
Sigurður Páll Jónsson skrifar

Uppvakningar á Alþingi
Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar