Hvað er það sem við ekki skiljum? Þórunn Pétursdóttir skrifar 5. desember 2015 17:30 Án súrefnis lifum við í örfáar mínútur, án vatns lifum við í nokkra daga, án matar getum við skrimt í mánuð eða tvo. Virk vistkerfi framleiða fæðuna, sjá til þess að súrefni sé til staðar í andrúmsloftinu og miðla til okkar heilnæmu drykkjarvatni. Moldin gegnir lykilhlutverki í að sjá okkur fyrir þessum nauðsynjum. Allir ferlar náttúrunnar byggja á að viðhalda jafnvægi. Hringrásir kolefnis, niturs og vatns innan kerfanna þurfa að haldast heilar og nýting vistkerfa má aldrei verða svo ágeng að þanþol þeirra raskist. Annað er ávísun á vistfræðilegt hrun með tilheyrandi dómínóáhrifum. Jarðvegsvernd ætti því að vera grunnstef í allri auðlindanýtingu á landi. Það virðist mannskepnan þó skilja illa. Meira að segja í allri umræðunni sem á sér stað þessa dagana um loftslagsmál þá virðist bágt ástand vistkerfa jarðar ekki fyllilega tekið með í reikninginn. Það er samt svo augljóst. Mannfólki hefur fjölgað úr 2,5 milljörðum árið 1950 í um 7,3 milljarða í dag. Yfir sama tímabil hafa athafnir okkar haft verulega neikvæð áhrif á ferla vistkerfa heimsins og raskað jafnvægi þeirra harkalega. Um fjórðungi af landvistkerfum jarðarinnar hefur verið raskað fyrir margvíslegan landbúnað með tilheyrandi notkun á tilbúnum áburði og plöntu- og skordýraeitri. Skógeyðing er enn stunduð af fullum þunga víða um heim. Ferskvatnsnotkun hefur tvöfaldast, við stíflum ár og vötn freklega og notum gríðarleg áveitukerfi til að rækta plöntur sem eru vatnsfrekari en umhverfisaðstæður bjóða upp á. Borgvæðing malbikar stöðugt yfir stærra flæmi og stór hluti borgarvistkerfa því steingeld. Semsagt – samhliða aukinni fólksfjölgun og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda, mestmegnis af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti, skóg- og landeyðingu og landbúnaðar, höfum við valsað óhamin um og umbreytt náttúrulegum ferlum vistkerfanna, úr öllu samhengi við forsendur um jafnvægi og virkar hringrásir! Við þurfum að sjálfsögðu að taka verklega á hvað varðar samdrátt í losun á gróðurhúsalofttegundum en það er aðeins hluti af mun stærri heildarmynd sem má ekki líta framhjá. Jarðvegsvernd og önnur umhverfis- og náttúruvernd er lífstíll sem við sem einstaklingar og þjóð þurfum að tileinka okkur til framtíðar og þannig leggja okkar af mörkunum hér heima fyrir sem og í samfélagi þjóðanna. Þetta eru ekki umfjöllunarefni sem hægt er að afgreiða með átaki og leggja svo til hliðar þar til einhverjum dettur í hug að dusta af þeim rykið og veifa á nýjan leik. Þetta eru einu leiðirnar sem eru raunverulega færar til að bregðast við stöðunni sem við erum sjálf búin að koma okkur í. Við getum ekki lengur flokkað umhverfisvernd til vinstri eða hægri, sem hugsjónamál græningja eða tengt þau við ákveðna trú. Þau snerta okkur öll og eru undirstaða grunnvelferðar. Að lokum, 5. desember er alþjóðlegur dagur jarðvegs – til hamingju með daginn kæra mold! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Án súrefnis lifum við í örfáar mínútur, án vatns lifum við í nokkra daga, án matar getum við skrimt í mánuð eða tvo. Virk vistkerfi framleiða fæðuna, sjá til þess að súrefni sé til staðar í andrúmsloftinu og miðla til okkar heilnæmu drykkjarvatni. Moldin gegnir lykilhlutverki í að sjá okkur fyrir þessum nauðsynjum. Allir ferlar náttúrunnar byggja á að viðhalda jafnvægi. Hringrásir kolefnis, niturs og vatns innan kerfanna þurfa að haldast heilar og nýting vistkerfa má aldrei verða svo ágeng að þanþol þeirra raskist. Annað er ávísun á vistfræðilegt hrun með tilheyrandi dómínóáhrifum. Jarðvegsvernd ætti því að vera grunnstef í allri auðlindanýtingu á landi. Það virðist mannskepnan þó skilja illa. Meira að segja í allri umræðunni sem á sér stað þessa dagana um loftslagsmál þá virðist bágt ástand vistkerfa jarðar ekki fyllilega tekið með í reikninginn. Það er samt svo augljóst. Mannfólki hefur fjölgað úr 2,5 milljörðum árið 1950 í um 7,3 milljarða í dag. Yfir sama tímabil hafa athafnir okkar haft verulega neikvæð áhrif á ferla vistkerfa heimsins og raskað jafnvægi þeirra harkalega. Um fjórðungi af landvistkerfum jarðarinnar hefur verið raskað fyrir margvíslegan landbúnað með tilheyrandi notkun á tilbúnum áburði og plöntu- og skordýraeitri. Skógeyðing er enn stunduð af fullum þunga víða um heim. Ferskvatnsnotkun hefur tvöfaldast, við stíflum ár og vötn freklega og notum gríðarleg áveitukerfi til að rækta plöntur sem eru vatnsfrekari en umhverfisaðstæður bjóða upp á. Borgvæðing malbikar stöðugt yfir stærra flæmi og stór hluti borgarvistkerfa því steingeld. Semsagt – samhliða aukinni fólksfjölgun og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda, mestmegnis af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti, skóg- og landeyðingu og landbúnaðar, höfum við valsað óhamin um og umbreytt náttúrulegum ferlum vistkerfanna, úr öllu samhengi við forsendur um jafnvægi og virkar hringrásir! Við þurfum að sjálfsögðu að taka verklega á hvað varðar samdrátt í losun á gróðurhúsalofttegundum en það er aðeins hluti af mun stærri heildarmynd sem má ekki líta framhjá. Jarðvegsvernd og önnur umhverfis- og náttúruvernd er lífstíll sem við sem einstaklingar og þjóð þurfum að tileinka okkur til framtíðar og þannig leggja okkar af mörkunum hér heima fyrir sem og í samfélagi þjóðanna. Þetta eru ekki umfjöllunarefni sem hægt er að afgreiða með átaki og leggja svo til hliðar þar til einhverjum dettur í hug að dusta af þeim rykið og veifa á nýjan leik. Þetta eru einu leiðirnar sem eru raunverulega færar til að bregðast við stöðunni sem við erum sjálf búin að koma okkur í. Við getum ekki lengur flokkað umhverfisvernd til vinstri eða hægri, sem hugsjónamál græningja eða tengt þau við ákveðna trú. Þau snerta okkur öll og eru undirstaða grunnvelferðar. Að lokum, 5. desember er alþjóðlegur dagur jarðvegs – til hamingju með daginn kæra mold!
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun