Ég er í „þeir of gömlu“ bunkanum Jóhanna Hermansen skrifar 14. júlí 2015 13:46 Ég er 61 árs kona og í atvinnuleit. Í níu mánuði hef ég verið að leita mér að vinnu og hef sótt um á fjórða tug starfa. Þetta er ekki mín óskastaða og alls ekki það sem ég ætlaði mér. Fyrir um það bil 10 árum var ég að gæla við það að um 65 ára aldurinn myndi ég „setjast í helgan stein“ í síðasta lagi 67 ára. Að missa vinnuna sextug vegna samdráttar á vinnustað er ekkert grín. Ferilskráin mín er glæsileg og kynningarbréfið flott. Ég hef verið að grobba mig pínulítið á því að hafa yfir 40 ára reynslu á mínu starfssviði. En nú er ég farin að efast um það hvort rétt sé að taka það fram á kynningarbréfinu, því þar með er ég að undirstrika aldur minn. Af þeim störfum sem ég hef sótt um var ég boðuð í tvö viðtöl. „Hefur þú hugsað þér þetta sem framtíðarstarf“ var ein spurningin sem ég fékk. „Já alveg þar til ég fer á ellilaun, eftir 7 ár“ langaði mig að svara, en brosti bara út í annað og sagði „já, það hef ég hugsað mér“. Viðskiptafræðingur á fertugsaldri var ráðinn í þetta starf. Ég er hvorki með stúdentspróf né háskólapróf aðeins með gagnfræðapróf, en ég lít ekki á mig sem ómenntaða, því reynsla mín á vinnumarkaði er umtalsverð, ég hef verið að læra allt mitt líf. Það var grein Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu 13.júlí sem fékk mig til að rita þennan pistil. Hann segir: „Maður á helst ekki að reka fólk þegar maður hefur mannaforráð. Og helst ekki konur – og alls ekki þær eldri. Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir þeim innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. Guðmundur Andri skrifar líka: „Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum“. Ég er svo hjartanlega sammála honum. Ég hef líka velt því fyrir mér hversu lengi þessi ungi viðskiptafræðingur verður í því starfi, sem enga menntun þarf til aðra en starfsreynslu. Ja, allavega þá misstu þeir af góðum starfskrafti, mér. Ein atvinnuauglýsing vakti sérstaklega áhuga minn og flétti ég upp því fyrirtæki á netinu til að kynna mér það, eins og ég geri alltaf áður en ég sæki um starf. Þetta var ungt og áhugavert fyrirtæki, með fáum starfsmönnum, ungu og sprenglærðu fólki. Ég hugsaði, nei, þeir hafa engan áhuga á mér, þeir vilja ekki gamla kerlingu og lét vera að sækja um þetta starf. Ég hef samt ekki hingað til látið aldurinn aftra mig í því að sækja um störf nema í þetta eina skipti. Ég get alltaf fengið vinnu hjá ríki og bæ, eða hvað? Ég byrjaði minn starfsferil hjá því opinbera á sínum tíma. Öllum mínum starfsumsóknum hjá því opinvera hefur verið hafnað. Fór reyndar í eitt viðtal en menntaskólastrákur var ráðinn í það starf. Það er kostur við þau höfnunarbréf frá ríki og bæ að þeir birta manni hver hafi verið ráðinn og maður getur alltaf flett því fólki upp á netinu og borið sig saman við það. Ég hef líka sótt um starf sem ég er ekkert þjálfuð í, sem sagt ætlaði venda mínu kvæði í kross en allt kom fyrir ekki. Þeir hafa engan áhuga að kenna sextugri kellu á kassa! Ég er á skrá hjá flestum atvinnumiðlum á höfuðborgarsvæðinu, en þeir hafa ekkert haft samband við mig, hvað þá að taka mig í persónulegt viðtal. Ég er búin að senda mína ferilskrá og kynningarbréf út um alla borg og bið alltaf um staðfestingu á móttöku póstsins. En fæ aldrei staðfestingu. En flestir senda mér löngu seinna: Kæri umsækjandi..... það er búið að ráða í starfið. Ég fór á starfsleitarnámskeið á vegum Vinnumálastofnunar s.l. vetur, sem var mjög skemmtilegt og áhugavert. Þegar ég innti eftir því hvort það væri ekki mjög erfitt að fá starf eftir sextugt og hvort ég hefði einhverja möguleika, svöruðu þeir því svo að það ætti ekki að vera því mikil og góð reynsla kæmi sér alltaf vel. En annað hefur komið á daginn. Fjölskylda mín og vinafólk hefur sagt mér að líta á þetta sem tækifæri, nú gæti ég farið að gera það sem mig langar til, stundað mína tómstundir og skapað mér einhverja iðju sjálf. Auðvitað hef ég verið að hugsa þetta og gert það líka, en það gefur ekkert af sér nema ánægjuna. Þegar umsóknir um hvert starf eru 100 til 200, hvernig vinna atvinnurekendur úr þeim umsóknum? Er þeim skipt eftir menntun, getu, kyni, aldri og útliti? Við skulum vona að kyn og útlit skipti ekki máli. Þá eru þrír flokkar eftir, menntun, geta og aldur. Hvernig er þeim skipt, þeir hæfu, þeir óhæfu og þeir of gömlu? Ég skora á atvinnurekendur að skoða aðeins í bunkann sem er merktur „þeir of gömlu“. Eigið góðan dag. Jóhanna Hermansen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Sjá meira
Ég er 61 árs kona og í atvinnuleit. Í níu mánuði hef ég verið að leita mér að vinnu og hef sótt um á fjórða tug starfa. Þetta er ekki mín óskastaða og alls ekki það sem ég ætlaði mér. Fyrir um það bil 10 árum var ég að gæla við það að um 65 ára aldurinn myndi ég „setjast í helgan stein“ í síðasta lagi 67 ára. Að missa vinnuna sextug vegna samdráttar á vinnustað er ekkert grín. Ferilskráin mín er glæsileg og kynningarbréfið flott. Ég hef verið að grobba mig pínulítið á því að hafa yfir 40 ára reynslu á mínu starfssviði. En nú er ég farin að efast um það hvort rétt sé að taka það fram á kynningarbréfinu, því þar með er ég að undirstrika aldur minn. Af þeim störfum sem ég hef sótt um var ég boðuð í tvö viðtöl. „Hefur þú hugsað þér þetta sem framtíðarstarf“ var ein spurningin sem ég fékk. „Já alveg þar til ég fer á ellilaun, eftir 7 ár“ langaði mig að svara, en brosti bara út í annað og sagði „já, það hef ég hugsað mér“. Viðskiptafræðingur á fertugsaldri var ráðinn í þetta starf. Ég er hvorki með stúdentspróf né háskólapróf aðeins með gagnfræðapróf, en ég lít ekki á mig sem ómenntaða, því reynsla mín á vinnumarkaði er umtalsverð, ég hef verið að læra allt mitt líf. Það var grein Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu 13.júlí sem fékk mig til að rita þennan pistil. Hann segir: „Maður á helst ekki að reka fólk þegar maður hefur mannaforráð. Og helst ekki konur – og alls ekki þær eldri. Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir þeim innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. Guðmundur Andri skrifar líka: „Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum“. Ég er svo hjartanlega sammála honum. Ég hef líka velt því fyrir mér hversu lengi þessi ungi viðskiptafræðingur verður í því starfi, sem enga menntun þarf til aðra en starfsreynslu. Ja, allavega þá misstu þeir af góðum starfskrafti, mér. Ein atvinnuauglýsing vakti sérstaklega áhuga minn og flétti ég upp því fyrirtæki á netinu til að kynna mér það, eins og ég geri alltaf áður en ég sæki um starf. Þetta var ungt og áhugavert fyrirtæki, með fáum starfsmönnum, ungu og sprenglærðu fólki. Ég hugsaði, nei, þeir hafa engan áhuga á mér, þeir vilja ekki gamla kerlingu og lét vera að sækja um þetta starf. Ég hef samt ekki hingað til látið aldurinn aftra mig í því að sækja um störf nema í þetta eina skipti. Ég get alltaf fengið vinnu hjá ríki og bæ, eða hvað? Ég byrjaði minn starfsferil hjá því opinbera á sínum tíma. Öllum mínum starfsumsóknum hjá því opinvera hefur verið hafnað. Fór reyndar í eitt viðtal en menntaskólastrákur var ráðinn í það starf. Það er kostur við þau höfnunarbréf frá ríki og bæ að þeir birta manni hver hafi verið ráðinn og maður getur alltaf flett því fólki upp á netinu og borið sig saman við það. Ég hef líka sótt um starf sem ég er ekkert þjálfuð í, sem sagt ætlaði venda mínu kvæði í kross en allt kom fyrir ekki. Þeir hafa engan áhuga að kenna sextugri kellu á kassa! Ég er á skrá hjá flestum atvinnumiðlum á höfuðborgarsvæðinu, en þeir hafa ekkert haft samband við mig, hvað þá að taka mig í persónulegt viðtal. Ég er búin að senda mína ferilskrá og kynningarbréf út um alla borg og bið alltaf um staðfestingu á móttöku póstsins. En fæ aldrei staðfestingu. En flestir senda mér löngu seinna: Kæri umsækjandi..... það er búið að ráða í starfið. Ég fór á starfsleitarnámskeið á vegum Vinnumálastofnunar s.l. vetur, sem var mjög skemmtilegt og áhugavert. Þegar ég innti eftir því hvort það væri ekki mjög erfitt að fá starf eftir sextugt og hvort ég hefði einhverja möguleika, svöruðu þeir því svo að það ætti ekki að vera því mikil og góð reynsla kæmi sér alltaf vel. En annað hefur komið á daginn. Fjölskylda mín og vinafólk hefur sagt mér að líta á þetta sem tækifæri, nú gæti ég farið að gera það sem mig langar til, stundað mína tómstundir og skapað mér einhverja iðju sjálf. Auðvitað hef ég verið að hugsa þetta og gert það líka, en það gefur ekkert af sér nema ánægjuna. Þegar umsóknir um hvert starf eru 100 til 200, hvernig vinna atvinnurekendur úr þeim umsóknum? Er þeim skipt eftir menntun, getu, kyni, aldri og útliti? Við skulum vona að kyn og útlit skipti ekki máli. Þá eru þrír flokkar eftir, menntun, geta og aldur. Hvernig er þeim skipt, þeir hæfu, þeir óhæfu og þeir of gömlu? Ég skora á atvinnurekendur að skoða aðeins í bunkann sem er merktur „þeir of gömlu“. Eigið góðan dag. Jóhanna Hermansen.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun