Vita allt um laun og tilfinningar samstarfsmanna ingvar haraldsson skrifar 10. mars 2015 16:50 Starfsmenn Kolibri funda alla föstudag og segja frá hvernig þeim líður. mynd/kolibri „Allir í Kolibri hafa aðgang að öllu. Gildir þá einu hvort um er að ræða rekstraráætlun, stöðuna á bankareikningunum, samninga eða laun vinnufélaganna. “ segir í færslu sem nýsköpunarfyrirtækið Kolibri deildi á Facebook. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Kolibri, segir almenna ánægju meðal starfsmanna um fyrirkomulagið, þar með talið að upplýsa um laun samstarfsmanna. „Það hefur verið ótrúlega lítil umræðu um launin. Við förum einu sinni á ári yfir launin með starfsmönnum. Ég man bara eftir því einu sinni síðastliðinn þrjú ár að einhver hafi komið til mín persónlega að ræða launmál, “ segir Pétur.Starfsmönnum Kolibri er treyst til sjálfstæðrar vinnu að sögn Péturs, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.mynd/kolibriPétur segir að strax í upphafi, þegar fyrirtækið var stofnað árið 2007 hafi verið lögð áhersla á gegnsæi í rekstri fyrirtækisins. Þá hafi aðeins fjórir starfsmenn starfað hjá fyrirtækinu en fyrirkomulagið hafi haldist síðan. Nú starfa um tuttugu starfsmenn hjá Kolibri en Pétur segir að helstu verkefni fyrirtækisins felist í að skapa fyrirtækjum sérstöðu með starfrænum upplifunum. Starfsmenn funda a.m.k. mánaðarlega á svokölluðum samstillingarfundum þar sem upplýst er um hagnað, stöðu á bankareikningum og fleira slíkt.Segja frá líðan sinni minnst vikulega Þá deila starfsmenn einnig tilfinningum sínum minnst vikulega. Það er gert í upphafi starfsmannafunda hjá fyrirtækinu. „Við segjum frá hvernig okkur líður. Þá talar bara einn í einu og segir til um hvort hann sé leiður, reiður, glaður eða hræddur.“„Það er fátt eins hjálplegt og að segja frá tilfinningum sínum. Þá koma upp mál sem myndu kannski ekki koma upp á yfirborðið. Þetta er eins praktískt og þetta verður,“ segir Pétur.mynd/kolibriPétur segir að sumum sem standa utan við fyrirtækið hafi þótt furðulegt að starfsmenn deili tilfinningum sínum með vinnufélögum. „Það er fátt eins hjálplegt og að segja frá tilfinningum sínum. Þá koma upp mál sem myndu kannski ekki koma upp á yfirborðið. Þetta er eins praktískt og þetta verður,“ segir Pétur. Pétur bætir við mikið sé lagt upp úr að starfsmönnum fyrirtækisins sé treyst til sjálfstæðra vinnubragða. „Við leggjum áherslu á sjálfræði allra starfsmanna. Við reynum að ráða ekki inn fólk í fyrirtækið sem getur ekki stjórnað sér sjálft. Sjálfræðið nær líka til þess að við erum búin að vera að þróa innkaupastefnu sem felst í að allir mega kaupa allt sem þeir vilja, svo lengi sem þeir ráðfæra sig við réttu aðilana,“ segir Pétur. Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
„Allir í Kolibri hafa aðgang að öllu. Gildir þá einu hvort um er að ræða rekstraráætlun, stöðuna á bankareikningunum, samninga eða laun vinnufélaganna. “ segir í færslu sem nýsköpunarfyrirtækið Kolibri deildi á Facebook. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Kolibri, segir almenna ánægju meðal starfsmanna um fyrirkomulagið, þar með talið að upplýsa um laun samstarfsmanna. „Það hefur verið ótrúlega lítil umræðu um launin. Við förum einu sinni á ári yfir launin með starfsmönnum. Ég man bara eftir því einu sinni síðastliðinn þrjú ár að einhver hafi komið til mín persónlega að ræða launmál, “ segir Pétur.Starfsmönnum Kolibri er treyst til sjálfstæðrar vinnu að sögn Péturs, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.mynd/kolibriPétur segir að strax í upphafi, þegar fyrirtækið var stofnað árið 2007 hafi verið lögð áhersla á gegnsæi í rekstri fyrirtækisins. Þá hafi aðeins fjórir starfsmenn starfað hjá fyrirtækinu en fyrirkomulagið hafi haldist síðan. Nú starfa um tuttugu starfsmenn hjá Kolibri en Pétur segir að helstu verkefni fyrirtækisins felist í að skapa fyrirtækjum sérstöðu með starfrænum upplifunum. Starfsmenn funda a.m.k. mánaðarlega á svokölluðum samstillingarfundum þar sem upplýst er um hagnað, stöðu á bankareikningum og fleira slíkt.Segja frá líðan sinni minnst vikulega Þá deila starfsmenn einnig tilfinningum sínum minnst vikulega. Það er gert í upphafi starfsmannafunda hjá fyrirtækinu. „Við segjum frá hvernig okkur líður. Þá talar bara einn í einu og segir til um hvort hann sé leiður, reiður, glaður eða hræddur.“„Það er fátt eins hjálplegt og að segja frá tilfinningum sínum. Þá koma upp mál sem myndu kannski ekki koma upp á yfirborðið. Þetta er eins praktískt og þetta verður,“ segir Pétur.mynd/kolibriPétur segir að sumum sem standa utan við fyrirtækið hafi þótt furðulegt að starfsmenn deili tilfinningum sínum með vinnufélögum. „Það er fátt eins hjálplegt og að segja frá tilfinningum sínum. Þá koma upp mál sem myndu kannski ekki koma upp á yfirborðið. Þetta er eins praktískt og þetta verður,“ segir Pétur. Pétur bætir við mikið sé lagt upp úr að starfsmönnum fyrirtækisins sé treyst til sjálfstæðra vinnubragða. „Við leggjum áherslu á sjálfræði allra starfsmanna. Við reynum að ráða ekki inn fólk í fyrirtækið sem getur ekki stjórnað sér sjálft. Sjálfræðið nær líka til þess að við erum búin að vera að þróa innkaupastefnu sem felst í að allir mega kaupa allt sem þeir vilja, svo lengi sem þeir ráðfæra sig við réttu aðilana,“ segir Pétur.
Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira