8. júlí – stríðsglæpa minnst Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Í dag er rétt ár síðan árásarstríð Ísraelsstjórnar gegn Palestínu hófst með umfangsmiklum loftárásum á Gasa, eldflaugaárásum og síðar sprengju- og stórskotaárásum af landi og sjó. Eftir 51 dag lágu meira en 2.200 Palestínumenn í valnum, þar af langflestir óbreyttir borgarar. 551 barn var drepið. Ísraels megin lágu 73 í valnum, þar af langflestir, eða 67, árásarhermenn sem féllu á Gasa en sex óbreyttir borgarar í Ísrael og þar af eitt barn. Meira en ellefu þúsund Palestínumenn særðust í stríðinu, þar af um 3.400 börn, og munu um eitt þúsund þeirra búa við varanlega örorku. Um 470 ísraelskir hermenn særðust í stríðinu og 255 óbreyttir borgarar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sendi nýverið frá sér skýrslu sem greindi frá stríðsglæpum Ísraelshers á Gasa síðastliðið sumar og var þar einnig fjallað um eldflaugaárásir andspyrnuhópanna á Gasa sem beint er að íbúabyggðum í Ísrael og teljast því einnig til stríðsglæpa. Skýrslunni hefur verið fagnað af stjórn Palestínumanna í Ramallah og einnig af Hamas-samtökunum. Ísraelsstjórn hefur hins vegar reynt að ómerkja hana og kom í veg fyrir að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fengi að fara til Ísraels og Palestínu. Skýrslan mun reynast mikilvægt gagn er kemur að því að kæra Ísraelsstjórn fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag sem Palestína er nú aðili að. Heilu íbúðahverfin voru lögð í rúst í sprengjuárásum Ísraelshers. Hálf milljón manna missti heimili sín og lenti á vergangi. Flestir fengu bráðabirgðaskýli í skólum UNRWA (flóttamannaaðstoðarinnar) og margir héldu til í auðum byggingum, í moskum og kirkjum eða hjá fjölskyldum.Ekkert heimili endurbyggt Á ráðstefnu stuðningsríkjanna svokölluðu (e. donor states), sem haldin var í Kaíró í október 2014, var stuðningi heitið til endurreisnar á Gasa að upphæð 5,4 milljarðar Bandaríkjadala. Ísrael var ekki með í þessu og er ekki gert ráð fyrir einum eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei greitt neinar stríðsskaðabætur og hefur hingað til aldrei þurft að taka neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu, örorku og dauða sem Ísraelsher veldur. Hluti af þessu fé sem lofað var í Kaíró hefur skilað sér, en enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili sem eyðilagt var í stríðinu verið endurbyggt. Þar er fyrst og fremst um að kenna herkvínni sem lokar íbúana á Gasa inni og kemur í veg fyrir að nauðsynleg byggingarefni og aðrar lífsnauðsynjar fáist fluttar inn, nema af mjög skornum skammti. Það á líka við um hreint vatn, eldsneyti og rafmagn. Hversu lengi ætlar umheimurinn að horfa upp á það aðgerðalaus að 1,8 milljónir Palestínumanna sé haldið innilokuðum á 360 ferkílómetra svæði, bjargarlausum að mestu og síðan ráðist á fólkið með nokkru millibili af einu mesta hernaðarveldi heims? Sameinuðu þjóðirnar hafa verið máttvana gagnvart þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna við Ísraelsstjórn sem grobbar sig af því að hafa í raun neitunarvald í Öryggisráðinu. Engu skiptir hvernig Ísrael hagar sér gagnvart Palestínu, ofbeldi hernáms og stríðsglæpir er refsilaust. Það verður ekki bundinn endir á 48 ára hernám Ísraels í Palestínu nema að breyting verði á stefnu Bandaríkjanna. Lengst af hefur verið þagnarmúr um framferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Stríðsglæpir Ísraels á Gasa síðastliðið sumar virðast hafa rofið örlítið þennan þagnarmúr og náð eitthvað til almennings. Einnig hafa friðarhreyfingar bandarískra gyðinga sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarískar kirkjudeildir látið til sín taka og eru síðustu fréttir þær að United Church of Christ hafi samþykkt stuðning við sniðgönguhreyfinguna BDS (boycott-divest-sanction) sem berst fyrir frelsi Palestínu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. Undirrituðum þótti einkar vænt um þessa frétt en hann var einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunnar hjá þessari kirkjudeild í Seattle fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt að taka upp málstað kúgaðra, styðja baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkjunum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam og víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag er rétt ár síðan árásarstríð Ísraelsstjórnar gegn Palestínu hófst með umfangsmiklum loftárásum á Gasa, eldflaugaárásum og síðar sprengju- og stórskotaárásum af landi og sjó. Eftir 51 dag lágu meira en 2.200 Palestínumenn í valnum, þar af langflestir óbreyttir borgarar. 551 barn var drepið. Ísraels megin lágu 73 í valnum, þar af langflestir, eða 67, árásarhermenn sem féllu á Gasa en sex óbreyttir borgarar í Ísrael og þar af eitt barn. Meira en ellefu þúsund Palestínumenn særðust í stríðinu, þar af um 3.400 börn, og munu um eitt þúsund þeirra búa við varanlega örorku. Um 470 ísraelskir hermenn særðust í stríðinu og 255 óbreyttir borgarar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sendi nýverið frá sér skýrslu sem greindi frá stríðsglæpum Ísraelshers á Gasa síðastliðið sumar og var þar einnig fjallað um eldflaugaárásir andspyrnuhópanna á Gasa sem beint er að íbúabyggðum í Ísrael og teljast því einnig til stríðsglæpa. Skýrslunni hefur verið fagnað af stjórn Palestínumanna í Ramallah og einnig af Hamas-samtökunum. Ísraelsstjórn hefur hins vegar reynt að ómerkja hana og kom í veg fyrir að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fengi að fara til Ísraels og Palestínu. Skýrslan mun reynast mikilvægt gagn er kemur að því að kæra Ísraelsstjórn fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag sem Palestína er nú aðili að. Heilu íbúðahverfin voru lögð í rúst í sprengjuárásum Ísraelshers. Hálf milljón manna missti heimili sín og lenti á vergangi. Flestir fengu bráðabirgðaskýli í skólum UNRWA (flóttamannaaðstoðarinnar) og margir héldu til í auðum byggingum, í moskum og kirkjum eða hjá fjölskyldum.Ekkert heimili endurbyggt Á ráðstefnu stuðningsríkjanna svokölluðu (e. donor states), sem haldin var í Kaíró í október 2014, var stuðningi heitið til endurreisnar á Gasa að upphæð 5,4 milljarðar Bandaríkjadala. Ísrael var ekki með í þessu og er ekki gert ráð fyrir einum eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei greitt neinar stríðsskaðabætur og hefur hingað til aldrei þurft að taka neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu, örorku og dauða sem Ísraelsher veldur. Hluti af þessu fé sem lofað var í Kaíró hefur skilað sér, en enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili sem eyðilagt var í stríðinu verið endurbyggt. Þar er fyrst og fremst um að kenna herkvínni sem lokar íbúana á Gasa inni og kemur í veg fyrir að nauðsynleg byggingarefni og aðrar lífsnauðsynjar fáist fluttar inn, nema af mjög skornum skammti. Það á líka við um hreint vatn, eldsneyti og rafmagn. Hversu lengi ætlar umheimurinn að horfa upp á það aðgerðalaus að 1,8 milljónir Palestínumanna sé haldið innilokuðum á 360 ferkílómetra svæði, bjargarlausum að mestu og síðan ráðist á fólkið með nokkru millibili af einu mesta hernaðarveldi heims? Sameinuðu þjóðirnar hafa verið máttvana gagnvart þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna við Ísraelsstjórn sem grobbar sig af því að hafa í raun neitunarvald í Öryggisráðinu. Engu skiptir hvernig Ísrael hagar sér gagnvart Palestínu, ofbeldi hernáms og stríðsglæpir er refsilaust. Það verður ekki bundinn endir á 48 ára hernám Ísraels í Palestínu nema að breyting verði á stefnu Bandaríkjanna. Lengst af hefur verið þagnarmúr um framferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Stríðsglæpir Ísraels á Gasa síðastliðið sumar virðast hafa rofið örlítið þennan þagnarmúr og náð eitthvað til almennings. Einnig hafa friðarhreyfingar bandarískra gyðinga sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarískar kirkjudeildir látið til sín taka og eru síðustu fréttir þær að United Church of Christ hafi samþykkt stuðning við sniðgönguhreyfinguna BDS (boycott-divest-sanction) sem berst fyrir frelsi Palestínu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. Undirrituðum þótti einkar vænt um þessa frétt en hann var einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunnar hjá þessari kirkjudeild í Seattle fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt að taka upp málstað kúgaðra, styðja baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkjunum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam og víðar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun