8. júlí – stríðsglæpa minnst Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Í dag er rétt ár síðan árásarstríð Ísraelsstjórnar gegn Palestínu hófst með umfangsmiklum loftárásum á Gasa, eldflaugaárásum og síðar sprengju- og stórskotaárásum af landi og sjó. Eftir 51 dag lágu meira en 2.200 Palestínumenn í valnum, þar af langflestir óbreyttir borgarar. 551 barn var drepið. Ísraels megin lágu 73 í valnum, þar af langflestir, eða 67, árásarhermenn sem féllu á Gasa en sex óbreyttir borgarar í Ísrael og þar af eitt barn. Meira en ellefu þúsund Palestínumenn særðust í stríðinu, þar af um 3.400 börn, og munu um eitt þúsund þeirra búa við varanlega örorku. Um 470 ísraelskir hermenn særðust í stríðinu og 255 óbreyttir borgarar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sendi nýverið frá sér skýrslu sem greindi frá stríðsglæpum Ísraelshers á Gasa síðastliðið sumar og var þar einnig fjallað um eldflaugaárásir andspyrnuhópanna á Gasa sem beint er að íbúabyggðum í Ísrael og teljast því einnig til stríðsglæpa. Skýrslunni hefur verið fagnað af stjórn Palestínumanna í Ramallah og einnig af Hamas-samtökunum. Ísraelsstjórn hefur hins vegar reynt að ómerkja hana og kom í veg fyrir að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fengi að fara til Ísraels og Palestínu. Skýrslan mun reynast mikilvægt gagn er kemur að því að kæra Ísraelsstjórn fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag sem Palestína er nú aðili að. Heilu íbúðahverfin voru lögð í rúst í sprengjuárásum Ísraelshers. Hálf milljón manna missti heimili sín og lenti á vergangi. Flestir fengu bráðabirgðaskýli í skólum UNRWA (flóttamannaaðstoðarinnar) og margir héldu til í auðum byggingum, í moskum og kirkjum eða hjá fjölskyldum.Ekkert heimili endurbyggt Á ráðstefnu stuðningsríkjanna svokölluðu (e. donor states), sem haldin var í Kaíró í október 2014, var stuðningi heitið til endurreisnar á Gasa að upphæð 5,4 milljarðar Bandaríkjadala. Ísrael var ekki með í þessu og er ekki gert ráð fyrir einum eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei greitt neinar stríðsskaðabætur og hefur hingað til aldrei þurft að taka neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu, örorku og dauða sem Ísraelsher veldur. Hluti af þessu fé sem lofað var í Kaíró hefur skilað sér, en enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili sem eyðilagt var í stríðinu verið endurbyggt. Þar er fyrst og fremst um að kenna herkvínni sem lokar íbúana á Gasa inni og kemur í veg fyrir að nauðsynleg byggingarefni og aðrar lífsnauðsynjar fáist fluttar inn, nema af mjög skornum skammti. Það á líka við um hreint vatn, eldsneyti og rafmagn. Hversu lengi ætlar umheimurinn að horfa upp á það aðgerðalaus að 1,8 milljónir Palestínumanna sé haldið innilokuðum á 360 ferkílómetra svæði, bjargarlausum að mestu og síðan ráðist á fólkið með nokkru millibili af einu mesta hernaðarveldi heims? Sameinuðu þjóðirnar hafa verið máttvana gagnvart þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna við Ísraelsstjórn sem grobbar sig af því að hafa í raun neitunarvald í Öryggisráðinu. Engu skiptir hvernig Ísrael hagar sér gagnvart Palestínu, ofbeldi hernáms og stríðsglæpir er refsilaust. Það verður ekki bundinn endir á 48 ára hernám Ísraels í Palestínu nema að breyting verði á stefnu Bandaríkjanna. Lengst af hefur verið þagnarmúr um framferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Stríðsglæpir Ísraels á Gasa síðastliðið sumar virðast hafa rofið örlítið þennan þagnarmúr og náð eitthvað til almennings. Einnig hafa friðarhreyfingar bandarískra gyðinga sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarískar kirkjudeildir látið til sín taka og eru síðustu fréttir þær að United Church of Christ hafi samþykkt stuðning við sniðgönguhreyfinguna BDS (boycott-divest-sanction) sem berst fyrir frelsi Palestínu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. Undirrituðum þótti einkar vænt um þessa frétt en hann var einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunnar hjá þessari kirkjudeild í Seattle fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt að taka upp málstað kúgaðra, styðja baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkjunum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam og víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er rétt ár síðan árásarstríð Ísraelsstjórnar gegn Palestínu hófst með umfangsmiklum loftárásum á Gasa, eldflaugaárásum og síðar sprengju- og stórskotaárásum af landi og sjó. Eftir 51 dag lágu meira en 2.200 Palestínumenn í valnum, þar af langflestir óbreyttir borgarar. 551 barn var drepið. Ísraels megin lágu 73 í valnum, þar af langflestir, eða 67, árásarhermenn sem féllu á Gasa en sex óbreyttir borgarar í Ísrael og þar af eitt barn. Meira en ellefu þúsund Palestínumenn særðust í stríðinu, þar af um 3.400 börn, og munu um eitt þúsund þeirra búa við varanlega örorku. Um 470 ísraelskir hermenn særðust í stríðinu og 255 óbreyttir borgarar. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sendi nýverið frá sér skýrslu sem greindi frá stríðsglæpum Ísraelshers á Gasa síðastliðið sumar og var þar einnig fjallað um eldflaugaárásir andspyrnuhópanna á Gasa sem beint er að íbúabyggðum í Ísrael og teljast því einnig til stríðsglæpa. Skýrslunni hefur verið fagnað af stjórn Palestínumanna í Ramallah og einnig af Hamas-samtökunum. Ísraelsstjórn hefur hins vegar reynt að ómerkja hana og kom í veg fyrir að rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fengi að fara til Ísraels og Palestínu. Skýrslan mun reynast mikilvægt gagn er kemur að því að kæra Ísraelsstjórn fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag sem Palestína er nú aðili að. Heilu íbúðahverfin voru lögð í rúst í sprengjuárásum Ísraelshers. Hálf milljón manna missti heimili sín og lenti á vergangi. Flestir fengu bráðabirgðaskýli í skólum UNRWA (flóttamannaaðstoðarinnar) og margir héldu til í auðum byggingum, í moskum og kirkjum eða hjá fjölskyldum.Ekkert heimili endurbyggt Á ráðstefnu stuðningsríkjanna svokölluðu (e. donor states), sem haldin var í Kaíró í október 2014, var stuðningi heitið til endurreisnar á Gasa að upphæð 5,4 milljarðar Bandaríkjadala. Ísrael var ekki með í þessu og er ekki gert ráð fyrir einum eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei greitt neinar stríðsskaðabætur og hefur hingað til aldrei þurft að taka neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu, örorku og dauða sem Ísraelsher veldur. Hluti af þessu fé sem lofað var í Kaíró hefur skilað sér, en enn þann dag í dag hefur ekki eitt einasta heimili sem eyðilagt var í stríðinu verið endurbyggt. Þar er fyrst og fremst um að kenna herkvínni sem lokar íbúana á Gasa inni og kemur í veg fyrir að nauðsynleg byggingarefni og aðrar lífsnauðsynjar fáist fluttar inn, nema af mjög skornum skammti. Það á líka við um hreint vatn, eldsneyti og rafmagn. Hversu lengi ætlar umheimurinn að horfa upp á það aðgerðalaus að 1,8 milljónir Palestínumanna sé haldið innilokuðum á 360 ferkílómetra svæði, bjargarlausum að mestu og síðan ráðist á fólkið með nokkru millibili af einu mesta hernaðarveldi heims? Sameinuðu þjóðirnar hafa verið máttvana gagnvart þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjanna við Ísraelsstjórn sem grobbar sig af því að hafa í raun neitunarvald í Öryggisráðinu. Engu skiptir hvernig Ísrael hagar sér gagnvart Palestínu, ofbeldi hernáms og stríðsglæpir er refsilaust. Það verður ekki bundinn endir á 48 ára hernám Ísraels í Palestínu nema að breyting verði á stefnu Bandaríkjanna. Lengst af hefur verið þagnarmúr um framferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Stríðsglæpir Ísraels á Gasa síðastliðið sumar virðast hafa rofið örlítið þennan þagnarmúr og náð eitthvað til almennings. Einnig hafa friðarhreyfingar bandarískra gyðinga sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarískar kirkjudeildir látið til sín taka og eru síðustu fréttir þær að United Church of Christ hafi samþykkt stuðning við sniðgönguhreyfinguna BDS (boycott-divest-sanction) sem berst fyrir frelsi Palestínu með þeim aðferðum sem notaðar voru gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-Afríku. Undirrituðum þótti einkar vænt um þessa frétt en hann var einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunnar hjá þessari kirkjudeild í Seattle fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt að taka upp málstað kúgaðra, styðja baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkjunum og gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam og víðar.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun