Öflugasti hlaðbakur heims Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 08:45 Mercedes Benz AMG A45. Audi RS3 Sportback fékk ekki lengi að halda titlinum öflugasti hlaðbakur heims með sína 362 hestafla vél. Nú hefur Mercedes Benz kynnt nýjan AMG A45 bíl sinn sem í grunninn er smæsti framleiðslubíll Benz, A-Class. Allt þetta afl fær AMG A45 frá aðeins 2,0 lítra vél og hefur afl hennar aukist um 36 hestöfl og er nú 381 hestöfl. Það dugar þessum bíl til að komast í hundrað kílómetra hraða á 4,2 sekúndum, bæting uppá 0,4 sekúndur frá fyrri gerð bílsins. Vélinni tengist svo 7 gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum svo hann ætti að vera snöggur að skipta á milli gíra. Í nýja bílnum eru fjórar akstursstillingar, Comfort, Sport, Sport+ og Individual. Minnir dálítið á akstursstillingarnar í Porsche bílum. Að utan má helst aðgreina AMG A45 á hinum ýmsu vindskeiðum svo þessi kraftaköggull smjúgi nú vel í gegnum loftið þegar allt aflið er notað. Áberandi er afar stór vindskeið aftan á bílnum. Að innan hefur bíllinn breyst heilmikið, mælarnir eru gjörbreyttir með nýrri grafík, efnisnotkun og frágangur er betri og meira lagt í sætin. Apple CarPlay og MirrorLink-tengingar eru fyrir Apple síma ásamt margskonar öðrum tækninýjungum, meðal annars launch-assist búnað sem nota skal ef hratt skal tekið af stað. Af nýrri gerð A-Class má velja á milli 17 mismunandi gerða og eru nýjar dísilvélar á meðal valkosta. Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Audi RS3 Sportback fékk ekki lengi að halda titlinum öflugasti hlaðbakur heims með sína 362 hestafla vél. Nú hefur Mercedes Benz kynnt nýjan AMG A45 bíl sinn sem í grunninn er smæsti framleiðslubíll Benz, A-Class. Allt þetta afl fær AMG A45 frá aðeins 2,0 lítra vél og hefur afl hennar aukist um 36 hestöfl og er nú 381 hestöfl. Það dugar þessum bíl til að komast í hundrað kílómetra hraða á 4,2 sekúndum, bæting uppá 0,4 sekúndur frá fyrri gerð bílsins. Vélinni tengist svo 7 gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum svo hann ætti að vera snöggur að skipta á milli gíra. Í nýja bílnum eru fjórar akstursstillingar, Comfort, Sport, Sport+ og Individual. Minnir dálítið á akstursstillingarnar í Porsche bílum. Að utan má helst aðgreina AMG A45 á hinum ýmsu vindskeiðum svo þessi kraftaköggull smjúgi nú vel í gegnum loftið þegar allt aflið er notað. Áberandi er afar stór vindskeið aftan á bílnum. Að innan hefur bíllinn breyst heilmikið, mælarnir eru gjörbreyttir með nýrri grafík, efnisnotkun og frágangur er betri og meira lagt í sætin. Apple CarPlay og MirrorLink-tengingar eru fyrir Apple síma ásamt margskonar öðrum tækninýjungum, meðal annars launch-assist búnað sem nota skal ef hratt skal tekið af stað. Af nýrri gerð A-Class má velja á milli 17 mismunandi gerða og eru nýjar dísilvélar á meðal valkosta.
Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent