Drakk óvart malt frá síðustu öld: „Ég hélt ég væri bara svona léleg að blanda“ Jóhann Óli EIðsson skrifar 29. nóvember 2015 19:28 Eins og má sjá þá hefur útlit maltdósarinnar breyst talsvert frá árinu 1997. myndir/sara „Enn sem komið er þá hef ég það ágætt en ég er að búa mig undir hremmingar,“ segir Sara Valgeirsdóttir í samtali við Vísi. Sara afrekaði það í dag að innbyrða afar vafasamt malt en síðasti neysludagur dósarinnar var 13. nóvember 1997 eða fyrir rúmum átján árum. Aðdragandinn var sá að Sara var á leið í sumarbústað í Grímsnesinu ásamt vinkonum sínum til að læra undir fyrir lokapróf en þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bústaðurinn er í eigu ömmu og afa einnar stelpunnar. Áður en þær fóru í bústaðinn komu þær í verslun þar sem Sara ákvað að kaupa malt og appelsín til að blanda sér. Í dag blandaði hún síðan malt og appelsín og drakk lungann úr deginum. Það var ekki fyrr en undir kvöld að vinkona hennar kom til hennar og spurði hana hvernig stæði á því að allar maltdósirnar væru óopnaðar ef hún hefði verið að drekka það í allan dag. „Ég svaraði að ég hefði notað malt úr dós sem hefði verið inn í ísskáp,“ segir Sara. Það var þá sem vinkona hennar setti upp mikinn skelfingarsvip og áttaði sig á því hvað hafði gerst. Dósin sem um ræðir virðist hafa gleymst í bústaðnum fyrir rúmum átján árum og enginn sinnt um að henda henni. Að sögn hafa flestir gestir sumarhússins verið meðvitaðir um tilveru hennar. Það má því gantast með að dósin hafi verið nokkurskonar fjölskyldugripur. „Þegar ég drakk þetta þá hugsaði ég með mér að það væri nú eitthvað skrítið bragð af þessu en ég hélt bara að ég væri svona ofboðslega léleg að finna réttu hlutföllin,“ segir Sara. Hún lýsir bragðinu sem afar römmu og gerjuðu og síðan „hafi alltaf verið eitthvað viðbjóðslegt gutl sem varð eftir í glasinu.“ „Ég fékk einhvern smá magakrampa áðan og það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta fer. Ég hugsa að næst kaupi ég mér bara tilbúna blöndu í stað þess að reyna að spara nokkrar krónur með að blanda þetta sjálf,“ segir Sara en hún segist vera nokkur hrakfallabálkur. „Það er ekki nokkur vafi á því að þetta hefði ekki getað komið fyrir neinn annan en mig.“ @mariahjardar ég skal live tweeta öllu sem gerist— Sara Valgeirsdóttir (@saravalgeirsd) November 29, 2015 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira
„Enn sem komið er þá hef ég það ágætt en ég er að búa mig undir hremmingar,“ segir Sara Valgeirsdóttir í samtali við Vísi. Sara afrekaði það í dag að innbyrða afar vafasamt malt en síðasti neysludagur dósarinnar var 13. nóvember 1997 eða fyrir rúmum átján árum. Aðdragandinn var sá að Sara var á leið í sumarbústað í Grímsnesinu ásamt vinkonum sínum til að læra undir fyrir lokapróf en þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Bústaðurinn er í eigu ömmu og afa einnar stelpunnar. Áður en þær fóru í bústaðinn komu þær í verslun þar sem Sara ákvað að kaupa malt og appelsín til að blanda sér. Í dag blandaði hún síðan malt og appelsín og drakk lungann úr deginum. Það var ekki fyrr en undir kvöld að vinkona hennar kom til hennar og spurði hana hvernig stæði á því að allar maltdósirnar væru óopnaðar ef hún hefði verið að drekka það í allan dag. „Ég svaraði að ég hefði notað malt úr dós sem hefði verið inn í ísskáp,“ segir Sara. Það var þá sem vinkona hennar setti upp mikinn skelfingarsvip og áttaði sig á því hvað hafði gerst. Dósin sem um ræðir virðist hafa gleymst í bústaðnum fyrir rúmum átján árum og enginn sinnt um að henda henni. Að sögn hafa flestir gestir sumarhússins verið meðvitaðir um tilveru hennar. Það má því gantast með að dósin hafi verið nokkurskonar fjölskyldugripur. „Þegar ég drakk þetta þá hugsaði ég með mér að það væri nú eitthvað skrítið bragð af þessu en ég hélt bara að ég væri svona ofboðslega léleg að finna réttu hlutföllin,“ segir Sara. Hún lýsir bragðinu sem afar römmu og gerjuðu og síðan „hafi alltaf verið eitthvað viðbjóðslegt gutl sem varð eftir í glasinu.“ „Ég fékk einhvern smá magakrampa áðan og það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta fer. Ég hugsa að næst kaupi ég mér bara tilbúna blöndu í stað þess að reyna að spara nokkrar krónur með að blanda þetta sjálf,“ segir Sara en hún segist vera nokkur hrakfallabálkur. „Það er ekki nokkur vafi á því að þetta hefði ekki getað komið fyrir neinn annan en mig.“ @mariahjardar ég skal live tweeta öllu sem gerist— Sara Valgeirsdóttir (@saravalgeirsd) November 29, 2015
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira