Innlent

Hótaði starfsfólki apóteks

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/anton
Karlmaður gerði í gærkvöld tilraun til ráns í lyfjaverslun í Austurborginni. Hann vildi fá afgreidd lyfseðilsskyld lyf en þegar starfsmaður varð ekki við beiðni hans hótaði hann starfsfólki apóteksins. Samkvæmt dagbók lögreglu sagði hann starfsfólkinu að afgreiða lyfin, þá myndi enginn meiðast. Kallað var til lögreglu sem hafði afskipti af manninum.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti. Tveir erlendir menn höfðu verið staðnir að þjófnaði á kjöti. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Mennirnir voru ölvaðir og ekki hæfir til skýrslutöku.

Í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði var ungur maður handtekinn grunaður um skemmdir á bifreiðum. Tekin verður af honum skýrsla þegar ástand hans lagast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×