Innlent

Jón Þór vill vita hvort óheimilt sé að mynda lögreglumenn við störf

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sent Ólöfu Nordal innanríkisráðherra fyrirspurn um myndir og myndbandsupptökur af lögreglumönnum við störf. Tilefnið er upptaka Halldórs Bragasonar tónlistarmanns sem hann birti á Facebook í dag.

Hann vill vita hvort óheimilt sé að mynda lögreglumenn við störf og þá á grundvelli hvaða laga, reglna eða annarra réttarheimilda. Spyr hann jafnframt hvort lögreglumenn fái þjálfun í samskiptum við borgara með það að leiðarljósi að halda samskiptum þannig að ekki þurfi að beita valdi. Hvaða lögreglumenn fái slíka þjálfun, í hverju hún felist og hve löngum tíma sé varið í hana. „Hver eru viðurlögin við því þegar lögreglumaður gefur fólki skipun sem brýtur meðalhóf eða réttmæta valdbeitingu miðað við kringumstæður?“segir Jón Þór jafnframt.

Fyrirspurn Jóns Þórs má sjá í heild hér fyrir neðan.



Var að senda fyrirspurn til Innanríkisráðherra:1. Er óheimilt að taka myndir og myndbönd af lögreglumönnum við stö...

Posted by Jón Þór Ólafsson on 17. maí 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×