Innlent

Mikill eldur logar á Breiðabólsstað

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Gamalt tveggja hæða hús brunnið til kaldra kola. Engin slys urðu á fólki.
Gamalt tveggja hæða hús brunnið til kaldra kola. Engin slys urðu á fólki. vísir/stefán
Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Breiðabólsstað í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu um hádegisbil í dag. Afar hvasst er á svæðinu og hefur slökkvistarf því gengið heldur erfiðlega. Eldurinn er mikill að sögn lögreglunnar á Blönduósi og húsið brunnið til kaldra kola.

Engin slys urðu á fólki og eru eldsupptök enn sem komið er ókunn.

Um er að ræða tveggja hæða hús sem byggt var árið 1930.

Uppfært kl. 16.40

Slökkvistarfi er lokið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×