Hinn pólítíski ómöguleiki Lýður Árnason skrifar 25. mars 2015 07:00 Ótrúlegar vendingar hafa fyrirgengist í íslenskum stjórnmálum frá hruni. Vinstri stjórnin flaggaði frelsiskyndli og virtist staðráðin í að lyfta þjóðinni upp úr sérhagsmunapólitík áranna á undan. Í þessu andrúmslofti var þjóðinni falið það verkefni að setja samfélaginu nýjan ramma með nýrri stjórnarskrá. En í stað þess að fylgja framtakinu kröftuglega úr hlaði ákvað ríkisstjórnin að hefja aðildarviðræður við ESB án þess að spyrja þjóðina. Þessi andlýðræðislega ákvörðun ónýtti allt kjörtímabilið enda rann þingmeirihlutinn á rassinn og megnaði hvorki að klára aðildarviðræðurnar né að staðfesta nýja stjórnarskrá samkvæmt þjóðarvilja. Hrunflokkarnir tóku við og lofuðu kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna. Nú eru efndir þessara kosningaloforða kallaðar pólitískur ómöguleiki. Var þessu fólki ekki ljóst þegar loforðin voru gefin að hugsanlega þyrfti það að vinna gegn sannfæringu sinni? Kviknaði kannski fyrst á perunni eftir kjördag? Eða helgar tilgangurinn meðalið? Frammistaða Fjórflokksins í ESB-málinu er einkar dapurleg. Fyrri ríkisstjórn hafnaði aðkomu þjóðarinnar og þessi endar í ráðherrasólói. Þjóðin er fórnarlamb þessa yfirgangs, hún hefur aldrei fengið að tjá hug sinn og situr nú uppi með þvingaða niðurstöðu, sundruð og með enn eitt þrætueplið á herðunum. Sem betur fer virðist vitundarvakning meðal fólks einmitt á þessu. Yngri kynslóðirnar eru þar í fararbroddi og nenna ekki að hlusta á afdankaða atvinnupólitíkusa reyna að sannfæra kjósendur um hluti sem augljóslega ganga ekki upp. Krafan um að uppræta pólitískt þrátefli er þannig að ná fótfestu og sú breiðfylking veit að besta leiðin er að auka aðkomu þjóðarinnar með beinu lýðræði sem felur í sér að tiltekið hlutfall kjósenda geti knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu. Með slíku ákvæði í stjórnarskrá gæti þjóðin klárað þau mál sem þinginu er fyrirmunað og ríkisstjórnir síður komist upp með að svíkja kjósendur sína. Að lokum þetta: Á löngum ferli hefur Fjórflokkurinn átt ágæta spretti. En hann er hættur að bera virðingu fyrir uppsprettu valdsins sem liggur hjá þjóðinni. Þræðir hans liggja annað. Fyrir Fjórflokkinn er þjóðarvilji þannig ekki leiðsögn heldur vandamál og gengur þvert á þá þrönghagsmunapólitík sem hann rekur. Þetta er sá pólitíski ómöguleiki sem við búum við og hann þarf að kjósa burt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ótrúlegar vendingar hafa fyrirgengist í íslenskum stjórnmálum frá hruni. Vinstri stjórnin flaggaði frelsiskyndli og virtist staðráðin í að lyfta þjóðinni upp úr sérhagsmunapólitík áranna á undan. Í þessu andrúmslofti var þjóðinni falið það verkefni að setja samfélaginu nýjan ramma með nýrri stjórnarskrá. En í stað þess að fylgja framtakinu kröftuglega úr hlaði ákvað ríkisstjórnin að hefja aðildarviðræður við ESB án þess að spyrja þjóðina. Þessi andlýðræðislega ákvörðun ónýtti allt kjörtímabilið enda rann þingmeirihlutinn á rassinn og megnaði hvorki að klára aðildarviðræðurnar né að staðfesta nýja stjórnarskrá samkvæmt þjóðarvilja. Hrunflokkarnir tóku við og lofuðu kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna. Nú eru efndir þessara kosningaloforða kallaðar pólitískur ómöguleiki. Var þessu fólki ekki ljóst þegar loforðin voru gefin að hugsanlega þyrfti það að vinna gegn sannfæringu sinni? Kviknaði kannski fyrst á perunni eftir kjördag? Eða helgar tilgangurinn meðalið? Frammistaða Fjórflokksins í ESB-málinu er einkar dapurleg. Fyrri ríkisstjórn hafnaði aðkomu þjóðarinnar og þessi endar í ráðherrasólói. Þjóðin er fórnarlamb þessa yfirgangs, hún hefur aldrei fengið að tjá hug sinn og situr nú uppi með þvingaða niðurstöðu, sundruð og með enn eitt þrætueplið á herðunum. Sem betur fer virðist vitundarvakning meðal fólks einmitt á þessu. Yngri kynslóðirnar eru þar í fararbroddi og nenna ekki að hlusta á afdankaða atvinnupólitíkusa reyna að sannfæra kjósendur um hluti sem augljóslega ganga ekki upp. Krafan um að uppræta pólitískt þrátefli er þannig að ná fótfestu og sú breiðfylking veit að besta leiðin er að auka aðkomu þjóðarinnar með beinu lýðræði sem felur í sér að tiltekið hlutfall kjósenda geti knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu. Með slíku ákvæði í stjórnarskrá gæti þjóðin klárað þau mál sem þinginu er fyrirmunað og ríkisstjórnir síður komist upp með að svíkja kjósendur sína. Að lokum þetta: Á löngum ferli hefur Fjórflokkurinn átt ágæta spretti. En hann er hættur að bera virðingu fyrir uppsprettu valdsins sem liggur hjá þjóðinni. Þræðir hans liggja annað. Fyrir Fjórflokkinn er þjóðarvilji þannig ekki leiðsögn heldur vandamál og gengur þvert á þá þrönghagsmunapólitík sem hann rekur. Þetta er sá pólitíski ómöguleiki sem við búum við og hann þarf að kjósa burt.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun