Vor á hlutabréfamarkaði Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 25. mars 2015 12:00 Nú hafa flest félög í Kauphöllinni birt ársuppgjör fyrir árið 2014 og aðalfundir standa yfir þessa dagana. Það er einkum áhugavert að sjá hvað arðgreiðslur skráðra félaga hafa aukist mikið nú á milli ára. Mörg félög hafa sett sér arðgreiðslustefnu og eru það jákvæðar fréttir. Félögin greiða þó út mismikinn arð og fer það eftir eðli rekstrar hjá hverju fyrirtæki fyrir sig, vaxtarmöguleikum og framtíðarhorfum. Alltof mörg rekstrarfélög hér á landi fyrir hrun greiddu lítinn sem engan arð og nýttu þess í stað afrakstur starfseminnar til þess að fjárfesta í alls óskyldri starfsemi sem leiddi til þess að stjórnendur misstu fókusinn á grunnrekstri með hörmulegum afleiðingum. Vonandi erum við búin að læra af reynslunni.Kröfur um arðgreiðslur Almennir fjárfestar á þroskuðum hlutabréfamörkuðum gera kröfu um arðgreiðslu þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Það gefur þeim m.a. möguleika á stöðugum tekjum sér og sínum til framfærslu án þess að þurfa að selja á misgóðu gengi. Þeir sem gagnrýna þetta segja að fjárfestar sem þurfa stöðugt tekjuflæði ættu frekar að fjárfesta í skuldabréfum eða þá að selja hlutabréfin þegar þeir þurfa pening. Aftur á móti gefa þau fyrirtæki sem greiða reglulega út arð ákveðin skilaboð til fjárfesta um stöðugan rekstrargrundvöll og góða stjórnarhætti. Sagan hefur einnig sýnt að fyrirtæki sem hafa ekki greitt út arð í gegnum árin fá jákvæða athygli þegar þau svo loks ákveða að greiða út arð og öfugt. Er arðgreiðslustefna og aukning arðgreiðslna íslenskra hlutafélaga þroskamerki? Fjárhagsstaða skráðra félaga er sterk um þessar mundir og það gefur augaleið að rekstrarfélög haldi sig við þann rekstur sem viðkomandi félög hafa sýnt fram á að hafa náð góðum tökum á og skilar hagnaði. Ef aukið fjármagn myndast í rekstri þessara fyrirtækja sem er ekki nauðsynlegt til eðlilegra fjárfestinga og rekstrar þeirra, liggur beinast við að því sem umfram er sé skilað til hluthafa í formi arðs og kaupum á eigin bréfum fremur en að stjórnendur, með stuðningi meirihlutaeigenda, finni sér ótengda fjárfestingarkosti eða fari í fjárfestingar sem eru mun áhættusamari en sá rekstur sem fyrir hendi er. Með öðrum orðum, skráð félög sem halda sig við það sem þau kunna best og gera mjög vel, styrkja hlutabréfamarkaðinn til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nú hafa flest félög í Kauphöllinni birt ársuppgjör fyrir árið 2014 og aðalfundir standa yfir þessa dagana. Það er einkum áhugavert að sjá hvað arðgreiðslur skráðra félaga hafa aukist mikið nú á milli ára. Mörg félög hafa sett sér arðgreiðslustefnu og eru það jákvæðar fréttir. Félögin greiða þó út mismikinn arð og fer það eftir eðli rekstrar hjá hverju fyrirtæki fyrir sig, vaxtarmöguleikum og framtíðarhorfum. Alltof mörg rekstrarfélög hér á landi fyrir hrun greiddu lítinn sem engan arð og nýttu þess í stað afrakstur starfseminnar til þess að fjárfesta í alls óskyldri starfsemi sem leiddi til þess að stjórnendur misstu fókusinn á grunnrekstri með hörmulegum afleiðingum. Vonandi erum við búin að læra af reynslunni.Kröfur um arðgreiðslur Almennir fjárfestar á þroskuðum hlutabréfamörkuðum gera kröfu um arðgreiðslu þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Það gefur þeim m.a. möguleika á stöðugum tekjum sér og sínum til framfærslu án þess að þurfa að selja á misgóðu gengi. Þeir sem gagnrýna þetta segja að fjárfestar sem þurfa stöðugt tekjuflæði ættu frekar að fjárfesta í skuldabréfum eða þá að selja hlutabréfin þegar þeir þurfa pening. Aftur á móti gefa þau fyrirtæki sem greiða reglulega út arð ákveðin skilaboð til fjárfesta um stöðugan rekstrargrundvöll og góða stjórnarhætti. Sagan hefur einnig sýnt að fyrirtæki sem hafa ekki greitt út arð í gegnum árin fá jákvæða athygli þegar þau svo loks ákveða að greiða út arð og öfugt. Er arðgreiðslustefna og aukning arðgreiðslna íslenskra hlutafélaga þroskamerki? Fjárhagsstaða skráðra félaga er sterk um þessar mundir og það gefur augaleið að rekstrarfélög haldi sig við þann rekstur sem viðkomandi félög hafa sýnt fram á að hafa náð góðum tökum á og skilar hagnaði. Ef aukið fjármagn myndast í rekstri þessara fyrirtækja sem er ekki nauðsynlegt til eðlilegra fjárfestinga og rekstrar þeirra, liggur beinast við að því sem umfram er sé skilað til hluthafa í formi arðs og kaupum á eigin bréfum fremur en að stjórnendur, með stuðningi meirihlutaeigenda, finni sér ótengda fjárfestingarkosti eða fari í fjárfestingar sem eru mun áhættusamari en sá rekstur sem fyrir hendi er. Með öðrum orðum, skráð félög sem halda sig við það sem þau kunna best og gera mjög vel, styrkja hlutabréfamarkaðinn til muna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar