Að takast á við heimilisofbeldi G. Jökull Gíslason skrifar 31. janúar 2015 07:00 Í síðustu viku felldi Hæstiréttur dóma í þremur málum sem öll sneru að nálgunarbanni og voru þau í öllum tilvikum felld úr gildi. Að vissu leyti var þetta bakslag fyrir þá vinnu sem farið hefur verið í til að sporna við heimilisofbeldi. Krafa um nálgunarbann er ekki léttvæg aðgerð en hún er yfirlýsing um að þolandi njóti verndar samfélagsins og að við munum ekki samþykkja að einhver þurfi að lifa í ótta. Það er yfirlýsing um að við ætlum að standa með þolendum.Af hverju fer hún ekki frá honum? Í mörg ár hefur þessi málaflokkur verið hornreka og verið erfitt að ná utan um það vandamál sem ofbeldi í nánum samböndum er. Þegar ég byrjaði í lögreglu þá voru þessi mál hálf vonlaus og við höfðum ekki þann skilning á málaflokknum sem til þurfti. Tíð útköll á sömu heimilin og afskipti af sama fólki sem hélt áfram að búa í sama vítahring. Kærumeðferð byggði á því að þolandi varð að fylgja eftir kæru á nákominn, vinna var lögð í mál sem síðan urðu að engu þegar kæra var dregin til baka. Í einu máli vorum við með konu sem var afmynduð í framan vegna andlitsmeiðsla. Daginn eftir fórum við þrír lögreglumenn með henni aftur í íbúð sína til að sækja föt á meðan hún bjó í athvarfi. Ég man hvað hún skalf þegar hún mætti árásarmanni og sambýlismanni sínum þrátt fyrir að við værum þrír í kring um hana. Meiðsli hennar voru slík að forræði málsins fluttist til lögreglu og síðar mætti ég sem vitni í dómi í þessu máli. Það var rétt fyrir jól, ég man það vel því stuttu síðar sá ég hana vera að versla jólagjafir með sama manni og hafði meitt hana svona. Heimilisofbeldi er flókið samspil. Það byrjar smátt, með því að brjóta niður sjálfsmynd manneskju þar til að henni finnst hún einskis verð. Þegar þar er komið eru höggin aðeins viðbót við andlegt ofbeldi og staða þolanda er sú að vera föst í vítahring þar sem þolandinn leitast stöðugt eftir viðurkenningu kvalara síns. Önnur atriði geta líka spilað inn í, fjárhagsáhyggjur, börn og húsnæði eru allt áhrifaþættir. Vandinn er heldur ekki bundinn við þolanda. Gerandi á líka við sín vandamál að etja eins og óöryggi sem hann bætir upp með því að níðast á þeim sem hann hefur stjórn á. Börnum sem alast upp við slíkar aðstæður er líka hættara við að eiga sjálf í ofbeldissambandi síðar á ævinni. Drengir læra að líta niður á konur og öll börn geta átt við brenglaða sjálfsmynd og lágt sjálfsmat sem gerir þau líklegri til að lenda í alls kyns vanda síðar. Þannig viðheldur vandamálið sér ef vítahringurinn er ekki rofinn.Að nálgast vandann á nýjan hátt Lítil framþróun var í þessum málaflokki hjá lögreglu þar til að lögreglan á Suðurnesjum undir stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur gerði heimilisofbeldi að forgangsmáli. Lögregla og lykilaðilar í velferðarþjónustu hófu samvinnu og reynt var að koma með heildarlausn. Málin urðu sýnilegri og úrræðin markvissari. Horft var á þolendur, gerendur og börn. Eftirfylgni var líka bætt og úrræði virkjuð til að tækla vandann. Þessi vinna hefur orðið að fyrirmynd til að takast á við vandann á öðrum stöðum eins og hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tek því fagnandi að svo sé gert enda er það sárt að horfa upp á viðvarandi ástand og vera vanmáttugur gagnvart því.Nálgunarbann Í hverju felst nálgunarbann? Kröfurnar sem Hæstiréttur felldi voru þær að tiltekinn einstaklingur sætti nálgunarbanni, að hann mætti ekki koma á svæði sem er innan við 50 metra umhverfis heimili þess sem átti að verja, mælt frá miðju hússins. Jafnframt er lagt bann við því að veita þeim eftirför, nálgast viðkomandi á almannafæri eða setja sig í samband við þá með öðrum hætti. Nálgunarbann er líka tímabundin athöfn. Það verður ekki séð að það sé mikil og íþyngjandi röskun á einkalífi þess sem sætir banninu miðað við þá hagsmuni sem því er ætlað að verja. Engu að síður er um opinbert mál að ræða og það er lögreglu og ákæruvaldsins að sanna að úrræðisins sé þörf og vafi er túlkaður í hag þess sem úrræðinu er beint gegn. Lesandi hlýtur samt að spyrja sig hvort hagsmunir standi ekki með þolanda. Úrræðið setur ekki þann sem því er beint gegn í óviðunandi stöðu en það veitir þolandanum einhverja vörn og brot gegn nálgunarbanni varða sektum eða fangelsi í allt að tvö ár. Í þessum þremur málum taldi Hæstiréttur ekki vera tilefni fyrir því að beita nálgunarbanni. Það er bakslag í þessari vinnu og dregur úr öryggisvitund þolenda. Ekki er farið fram á nálgunarbann nema að lögreglan telji að forsendur séu fyrir hendi og rík þörf sé fyrir því. Hvers vegna gekk það ekki fyrir dómi? Mögulega voru málin ekki unnin nógu vel af okkar hendi eða ekki tókst að koma þeim sjónarmiðum sem skiptu máli nægilega skýrt á framfæri. Hugsanlega vantar upp á skilning af hendi dómstóla. Þarna tapaðist ein lota í bardaganum en eins og óeirðirnar 2009 sýndu vel þá getur lögreglan látið ýmislegt yfir sig dynja án þess að missa dampinn. Við höldum áfram. Við þurfum að skoða hvað misfórst og laga það. Það þarf hugarfarsbreytingu gagnvart heimilisofbeldi og við þurfum að rjúfa vítahringinn. Dómarnir eru númer 59, 62 og 67/2015 og þá má finna á heimasíðu Hæstaréttar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku felldi Hæstiréttur dóma í þremur málum sem öll sneru að nálgunarbanni og voru þau í öllum tilvikum felld úr gildi. Að vissu leyti var þetta bakslag fyrir þá vinnu sem farið hefur verið í til að sporna við heimilisofbeldi. Krafa um nálgunarbann er ekki léttvæg aðgerð en hún er yfirlýsing um að þolandi njóti verndar samfélagsins og að við munum ekki samþykkja að einhver þurfi að lifa í ótta. Það er yfirlýsing um að við ætlum að standa með þolendum.Af hverju fer hún ekki frá honum? Í mörg ár hefur þessi málaflokkur verið hornreka og verið erfitt að ná utan um það vandamál sem ofbeldi í nánum samböndum er. Þegar ég byrjaði í lögreglu þá voru þessi mál hálf vonlaus og við höfðum ekki þann skilning á málaflokknum sem til þurfti. Tíð útköll á sömu heimilin og afskipti af sama fólki sem hélt áfram að búa í sama vítahring. Kærumeðferð byggði á því að þolandi varð að fylgja eftir kæru á nákominn, vinna var lögð í mál sem síðan urðu að engu þegar kæra var dregin til baka. Í einu máli vorum við með konu sem var afmynduð í framan vegna andlitsmeiðsla. Daginn eftir fórum við þrír lögreglumenn með henni aftur í íbúð sína til að sækja föt á meðan hún bjó í athvarfi. Ég man hvað hún skalf þegar hún mætti árásarmanni og sambýlismanni sínum þrátt fyrir að við værum þrír í kring um hana. Meiðsli hennar voru slík að forræði málsins fluttist til lögreglu og síðar mætti ég sem vitni í dómi í þessu máli. Það var rétt fyrir jól, ég man það vel því stuttu síðar sá ég hana vera að versla jólagjafir með sama manni og hafði meitt hana svona. Heimilisofbeldi er flókið samspil. Það byrjar smátt, með því að brjóta niður sjálfsmynd manneskju þar til að henni finnst hún einskis verð. Þegar þar er komið eru höggin aðeins viðbót við andlegt ofbeldi og staða þolanda er sú að vera föst í vítahring þar sem þolandinn leitast stöðugt eftir viðurkenningu kvalara síns. Önnur atriði geta líka spilað inn í, fjárhagsáhyggjur, börn og húsnæði eru allt áhrifaþættir. Vandinn er heldur ekki bundinn við þolanda. Gerandi á líka við sín vandamál að etja eins og óöryggi sem hann bætir upp með því að níðast á þeim sem hann hefur stjórn á. Börnum sem alast upp við slíkar aðstæður er líka hættara við að eiga sjálf í ofbeldissambandi síðar á ævinni. Drengir læra að líta niður á konur og öll börn geta átt við brenglaða sjálfsmynd og lágt sjálfsmat sem gerir þau líklegri til að lenda í alls kyns vanda síðar. Þannig viðheldur vandamálið sér ef vítahringurinn er ekki rofinn.Að nálgast vandann á nýjan hátt Lítil framþróun var í þessum málaflokki hjá lögreglu þar til að lögreglan á Suðurnesjum undir stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur gerði heimilisofbeldi að forgangsmáli. Lögregla og lykilaðilar í velferðarþjónustu hófu samvinnu og reynt var að koma með heildarlausn. Málin urðu sýnilegri og úrræðin markvissari. Horft var á þolendur, gerendur og börn. Eftirfylgni var líka bætt og úrræði virkjuð til að tækla vandann. Þessi vinna hefur orðið að fyrirmynd til að takast á við vandann á öðrum stöðum eins og hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tek því fagnandi að svo sé gert enda er það sárt að horfa upp á viðvarandi ástand og vera vanmáttugur gagnvart því.Nálgunarbann Í hverju felst nálgunarbann? Kröfurnar sem Hæstiréttur felldi voru þær að tiltekinn einstaklingur sætti nálgunarbanni, að hann mætti ekki koma á svæði sem er innan við 50 metra umhverfis heimili þess sem átti að verja, mælt frá miðju hússins. Jafnframt er lagt bann við því að veita þeim eftirför, nálgast viðkomandi á almannafæri eða setja sig í samband við þá með öðrum hætti. Nálgunarbann er líka tímabundin athöfn. Það verður ekki séð að það sé mikil og íþyngjandi röskun á einkalífi þess sem sætir banninu miðað við þá hagsmuni sem því er ætlað að verja. Engu að síður er um opinbert mál að ræða og það er lögreglu og ákæruvaldsins að sanna að úrræðisins sé þörf og vafi er túlkaður í hag þess sem úrræðinu er beint gegn. Lesandi hlýtur samt að spyrja sig hvort hagsmunir standi ekki með þolanda. Úrræðið setur ekki þann sem því er beint gegn í óviðunandi stöðu en það veitir þolandanum einhverja vörn og brot gegn nálgunarbanni varða sektum eða fangelsi í allt að tvö ár. Í þessum þremur málum taldi Hæstiréttur ekki vera tilefni fyrir því að beita nálgunarbanni. Það er bakslag í þessari vinnu og dregur úr öryggisvitund þolenda. Ekki er farið fram á nálgunarbann nema að lögreglan telji að forsendur séu fyrir hendi og rík þörf sé fyrir því. Hvers vegna gekk það ekki fyrir dómi? Mögulega voru málin ekki unnin nógu vel af okkar hendi eða ekki tókst að koma þeim sjónarmiðum sem skiptu máli nægilega skýrt á framfæri. Hugsanlega vantar upp á skilning af hendi dómstóla. Þarna tapaðist ein lota í bardaganum en eins og óeirðirnar 2009 sýndu vel þá getur lögreglan látið ýmislegt yfir sig dynja án þess að missa dampinn. Við höldum áfram. Við þurfum að skoða hvað misfórst og laga það. Það þarf hugarfarsbreytingu gagnvart heimilisofbeldi og við þurfum að rjúfa vítahringinn. Dómarnir eru númer 59, 62 og 67/2015 og þá má finna á heimasíðu Hæstaréttar Íslands.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar