Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 31. janúar 2015 21:45 Casper Mortensen eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins, segir að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari í handbolta á morgun. Enn fremur segir hann það ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum að eitt landslið hafi byggt upp sinn leikmannahóp á erlendum leikmönnum sem skipti um þjóðerni fyrir peninga. Danir unnu fyrr í kvöld sigur á Króatíu í leik liðanna um fimmta sætið á HM. Mortensen var ánægður með sigur sinna manna þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við vildum þetta mót á jákvæðum nótum. Við bárum virðingu fyrir Króatíu enda gott lið. Við vorum í forystu frá upphafi til enda og þó svo að við vorum aðeins kærulausir í seinni hálfleik þá kláruðum við leikinn almennilega,“ sagði Mortensen.Sjá einnig: Danir klófestu fimmta sætið Danir urðu að sætta sig við fimmta sætið á mótinu þrátt fyrir að hafa tapað aðeins einum leik af níu - það var gegn Spáni í 8-liða úrslitum og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á lokasekúndum leiksins. „Það er erfitt að segja hvort við förum með óbragð í munni frá þessu móti. Við vildum meira. Við vildum komast í undanúrslitin en það var erfitt að þurfa að spila við Spán í 8-liða úrslitunum,“ sagði hann.Danir þakka fyrir stuðninginn í Lusail.Vísir/Eva Björk„En það er þó gott að hafa unnið þessa síðustu tvo leiki og því förum við héðan á nokkuð jákvæðum nótum. Við vitum að við gáfum allt sem við áttum í mótið og ég held að fólkið heima sé ánægt með okkur. Við fengum frábæran stuðning, bæði hér úti og að heiman.“Sjá einnig: Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Sem fyrr segir fer úrslitaleikur mótsins fram á morgun og Mortensen játar því að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari. „Já, án nokkurs vafa. Það hefur verið mikið talað um þetta lið en þegar reglurnar eru á þann veg að landsliðum er heimilt að kaupa leikmenn alls staðar að úr heiminum þá getur svona lagað gerst. Það er skrýtið en Katar hefur ekki brotið neinar reglur.“Leikmenn Katars fagna einum sigra sinna á mótinu.Vísir/Eva Björk„Ég hef sjálfur verið að einbeita mér að því að spila góðan handbolta en þetta er óneitanlega furðulegt. Ég vona svo sannarlega að Frakkland verði heimsmeistari á morgun.“ Finnst þér þetta ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum í keppninni? „Já,“ svarar hann umsvifalaust. „Að sjálfsögðu. Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga. Maður sækir þjóðernið sitt til fæðingarlandsins og það ætti ekki að vera hægt að spila fyrir annað land bara fyrir peninga.“Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „En allir þekkja reglurnar. Maður getur skipt um landslið eftir þriggja ára biðtíma. Hvað mig varðar eru reglurnar vandamálið. Það er ekki stíga fram með ásakanir gagnvart Katar því þar var farið eftir öllum settum reglum.“ „Stóra spurningin er af hverju IHF (Alþjóðahandboltasambandið) sættir sig við þetta? Þetta er ekki sanngjarnt.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00 Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins, segir að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari í handbolta á morgun. Enn fremur segir hann það ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum að eitt landslið hafi byggt upp sinn leikmannahóp á erlendum leikmönnum sem skipti um þjóðerni fyrir peninga. Danir unnu fyrr í kvöld sigur á Króatíu í leik liðanna um fimmta sætið á HM. Mortensen var ánægður með sigur sinna manna þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við vildum þetta mót á jákvæðum nótum. Við bárum virðingu fyrir Króatíu enda gott lið. Við vorum í forystu frá upphafi til enda og þó svo að við vorum aðeins kærulausir í seinni hálfleik þá kláruðum við leikinn almennilega,“ sagði Mortensen.Sjá einnig: Danir klófestu fimmta sætið Danir urðu að sætta sig við fimmta sætið á mótinu þrátt fyrir að hafa tapað aðeins einum leik af níu - það var gegn Spáni í 8-liða úrslitum og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á lokasekúndum leiksins. „Það er erfitt að segja hvort við förum með óbragð í munni frá þessu móti. Við vildum meira. Við vildum komast í undanúrslitin en það var erfitt að þurfa að spila við Spán í 8-liða úrslitunum,“ sagði hann.Danir þakka fyrir stuðninginn í Lusail.Vísir/Eva Björk„En það er þó gott að hafa unnið þessa síðustu tvo leiki og því förum við héðan á nokkuð jákvæðum nótum. Við vitum að við gáfum allt sem við áttum í mótið og ég held að fólkið heima sé ánægt með okkur. Við fengum frábæran stuðning, bæði hér úti og að heiman.“Sjá einnig: Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Sem fyrr segir fer úrslitaleikur mótsins fram á morgun og Mortensen játar því að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari. „Já, án nokkurs vafa. Það hefur verið mikið talað um þetta lið en þegar reglurnar eru á þann veg að landsliðum er heimilt að kaupa leikmenn alls staðar að úr heiminum þá getur svona lagað gerst. Það er skrýtið en Katar hefur ekki brotið neinar reglur.“Leikmenn Katars fagna einum sigra sinna á mótinu.Vísir/Eva Björk„Ég hef sjálfur verið að einbeita mér að því að spila góðan handbolta en þetta er óneitanlega furðulegt. Ég vona svo sannarlega að Frakkland verði heimsmeistari á morgun.“ Finnst þér þetta ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum í keppninni? „Já,“ svarar hann umsvifalaust. „Að sjálfsögðu. Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga. Maður sækir þjóðernið sitt til fæðingarlandsins og það ætti ekki að vera hægt að spila fyrir annað land bara fyrir peninga.“Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „En allir þekkja reglurnar. Maður getur skipt um landslið eftir þriggja ára biðtíma. Hvað mig varðar eru reglurnar vandamálið. Það er ekki stíga fram með ásakanir gagnvart Katar því þar var farið eftir öllum settum reglum.“ „Stóra spurningin er af hverju IHF (Alþjóðahandboltasambandið) sættir sig við þetta? Þetta er ekki sanngjarnt.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00 Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22
Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33
Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30
Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00
Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12