Fólk eða fjármunir? Hver eru markmið velferðarþjónustu? María Rúnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Á síðustu vikum hafa borist fréttir af ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk þar sem augljóst er að skipulagsbreytingar á þjónustunni hafa leitt til þess að þjónustan er ekki með þeim hætti sem best verður á kosið, og er þá vægt til orða tekið. Hagsmunasamtök hafa til margra ára kallað eftir auknu samráði um þessa mikilvægu þjónustu en svo virðist sem fatlað fólk hafi lítið verið haft með í undirbúningi að breytingum á þjónustunni. Þegar svo alvarlegur misbrestur kemur upp í viðkvæmri velferðarþjónustu vaknar spurningin um hvar ábyrgðin liggur og hver eru markmið þjónustunnar. Er markmiðið að veita góða þjónustu og hugsa hana alla leið út frá þörfum þess hóps sem hennar nýtur eða er markmiðið að veita þjónustuna þannig að hún kosti sem minnst? Önnur frétt var í blöðunum nýverið sem vakti mig einnig til umhugsunar. Hrafnistu er ekki tryggt fjármagn til að halda uppi endurhæfingarinnlögn fyrir aldraða sem búa heima og hefur því tekið til þess að ráðs að segja upp starfsfólki og gera breytingar á þjónustunni. Hvert er markmiðið í þessu tilfelli? Er þjónustan hugsuð út frá skammtíma- eða langtímamarkmiðum? Lög um málefni fatlaðs fólks og aldraðra marka skýra sýn á þjónustu við þessa tvo hópa. Markmið laga um málefni fatlaðs fólks er að tryggja sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Þar segir einnig að stjórnvöld skuli tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir. Markmið laga um málefni aldraðra er að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Með öðrum orðum má segja að markmiðið sé að tryggja þjónustu eins og endurhæfingarinnlagnir til þess að auka lífsgæði aldraðra og stuðla þannig að því að þeir geti búið sem lengst heima. Ég skora á stjórnvöld að hafa markmið laga að leiðarljósi í skipulagningu velferðarþjónustu og setja fólk í forgang en ekki fjármuni. Það er mikilvægt að fara vel með almannafé og skipuleggja þjónustuna með sem hagkvæmustum hætti, en fólkið verður að vera í forgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa borist fréttir af ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk þar sem augljóst er að skipulagsbreytingar á þjónustunni hafa leitt til þess að þjónustan er ekki með þeim hætti sem best verður á kosið, og er þá vægt til orða tekið. Hagsmunasamtök hafa til margra ára kallað eftir auknu samráði um þessa mikilvægu þjónustu en svo virðist sem fatlað fólk hafi lítið verið haft með í undirbúningi að breytingum á þjónustunni. Þegar svo alvarlegur misbrestur kemur upp í viðkvæmri velferðarþjónustu vaknar spurningin um hvar ábyrgðin liggur og hver eru markmið þjónustunnar. Er markmiðið að veita góða þjónustu og hugsa hana alla leið út frá þörfum þess hóps sem hennar nýtur eða er markmiðið að veita þjónustuna þannig að hún kosti sem minnst? Önnur frétt var í blöðunum nýverið sem vakti mig einnig til umhugsunar. Hrafnistu er ekki tryggt fjármagn til að halda uppi endurhæfingarinnlögn fyrir aldraða sem búa heima og hefur því tekið til þess að ráðs að segja upp starfsfólki og gera breytingar á þjónustunni. Hvert er markmiðið í þessu tilfelli? Er þjónustan hugsuð út frá skammtíma- eða langtímamarkmiðum? Lög um málefni fatlaðs fólks og aldraðra marka skýra sýn á þjónustu við þessa tvo hópa. Markmið laga um málefni fatlaðs fólks er að tryggja sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Þar segir einnig að stjórnvöld skuli tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir. Markmið laga um málefni aldraðra er að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Með öðrum orðum má segja að markmiðið sé að tryggja þjónustu eins og endurhæfingarinnlagnir til þess að auka lífsgæði aldraðra og stuðla þannig að því að þeir geti búið sem lengst heima. Ég skora á stjórnvöld að hafa markmið laga að leiðarljósi í skipulagningu velferðarþjónustu og setja fólk í forgang en ekki fjármuni. Það er mikilvægt að fara vel með almannafé og skipuleggja þjónustuna með sem hagkvæmustum hætti, en fólkið verður að vera í forgangi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar