Rautt sem hjarta Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Um þessar mundir eru nokkrar byggingar í höfuðborginni baðaðar rauðu ljósi. Tilefnið er átakið „GoRed for Women“ eða „klæðumst rauðu fyrir konur“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að enn í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna hér á landi sem og í flestum iðnríkjum heims. Nýleg rannsókn sýndi að 55 ára gamall Hollendingur hefur óháð kyni 67% líkur á hjarta- og æðasjúkdómi áður en ævin er öll. Ríflega 50 lönd um allan heim eru aðilar að GoRed-átakinu. Hér á landi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagfélag hjartahjúkrunarfræðinga sem standa að verkefninu. Nú kann margur að spyrja hvort í þessu landi jafnréttis kynjanna, og með því öfluga heilbrigðiskerfi sem við eigum, sé nokkur þörf á átaki til að minna sérstaklega á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna? Svarið er já: Enn lifir ímyndin um að hinn dæmigerði hjartsjúklingur sé miðaldra karl, fremur en t.d. eldri kona. Rannsóknir sýna að stór hluti kvenna vanmetur líkurnar á þessum sjúkdómum og óttast fremur að veikjast af krabbameini. Því hefur jafnvel brugðið við að heilbrigðisstarfsmenn séu síður vakandi fyrir hjartasjúkdómum hjá konum en körlum.Efla rannsóknir Hlutfall kvenna í rannsóknum á einkennum og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma er á bilinu 0-60%, en í langflestum tilfellum hefur einungis fjórðungur þátttakenda verið konur, oft vegna inntökuskilyrða sem hafa útilokað þátttöku kvenna. Vitað er að konur hafa smærri æðar og hjörtu en karlar og að viðbrögðin við lyfjum og áreiti eru ekki að öllu leyti sambærileg. Einnig móta kyn og félagsleg staða einkenni og líkurnar á því að leita sér hjálpar. Því er ekki æskilegt að heimfæra allar rannsóknarniðurstöður sem gerðar eru á körlum yfir á konur. Af þessum sökum er eitt af markmiðum GoRed for women að efla rannsóknir á meðferð hjarta- og æðasjúkdóma kvenna. Þegar rætt er um hjarta- og æðasjúkdóma kemur kransæðasjúkdómur fyrst upp í hugann, enda algengasti og kannski dramatískasti sjúkdómurinn. Það má þó ekki gleyma öðrum sjúkdómum eins og heilablóðföllum, hjartabilun, hjartsláttartruflunum og lokusjúkdómum sem oft draga verulega úr lífsgæðum fólks. Með góðum lífsvenjum má t.d. draga verulega úr líkunum á kransæðasjúkdómi, heilablóðfalli og háþrýstingi. Er þá mikilvægast að huga að reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði, tóbaksbindindi, hóflegri notkun áfengis og að halda sér í kjörþyngd. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur átt sér stað jákvæð þróun á síðustu árum, með færri tilfellum kransæðasjúkdóms hjá báðum kynjum og má rekja það til hagstæðari áhættuþátta hjá þjóðinni. Betur má þó ef duga skal. Því viljum við hvetja allar konur til að velta fyrir sér hvar þær eru staddar, hvernig þeirra áhættu er háttað og leita sér aðstoðar ef þörf er á. Því býðst konum í tilefni GoRed-átaksins að sækja fræðslu og áhættuþáttaskimun í húsnæði Hjartaheilla á konudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru nokkrar byggingar í höfuðborginni baðaðar rauðu ljósi. Tilefnið er átakið „GoRed for Women“ eða „klæðumst rauðu fyrir konur“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að enn í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna hér á landi sem og í flestum iðnríkjum heims. Nýleg rannsókn sýndi að 55 ára gamall Hollendingur hefur óháð kyni 67% líkur á hjarta- og æðasjúkdómi áður en ævin er öll. Ríflega 50 lönd um allan heim eru aðilar að GoRed-átakinu. Hér á landi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagfélag hjartahjúkrunarfræðinga sem standa að verkefninu. Nú kann margur að spyrja hvort í þessu landi jafnréttis kynjanna, og með því öfluga heilbrigðiskerfi sem við eigum, sé nokkur þörf á átaki til að minna sérstaklega á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna? Svarið er já: Enn lifir ímyndin um að hinn dæmigerði hjartsjúklingur sé miðaldra karl, fremur en t.d. eldri kona. Rannsóknir sýna að stór hluti kvenna vanmetur líkurnar á þessum sjúkdómum og óttast fremur að veikjast af krabbameini. Því hefur jafnvel brugðið við að heilbrigðisstarfsmenn séu síður vakandi fyrir hjartasjúkdómum hjá konum en körlum.Efla rannsóknir Hlutfall kvenna í rannsóknum á einkennum og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma er á bilinu 0-60%, en í langflestum tilfellum hefur einungis fjórðungur þátttakenda verið konur, oft vegna inntökuskilyrða sem hafa útilokað þátttöku kvenna. Vitað er að konur hafa smærri æðar og hjörtu en karlar og að viðbrögðin við lyfjum og áreiti eru ekki að öllu leyti sambærileg. Einnig móta kyn og félagsleg staða einkenni og líkurnar á því að leita sér hjálpar. Því er ekki æskilegt að heimfæra allar rannsóknarniðurstöður sem gerðar eru á körlum yfir á konur. Af þessum sökum er eitt af markmiðum GoRed for women að efla rannsóknir á meðferð hjarta- og æðasjúkdóma kvenna. Þegar rætt er um hjarta- og æðasjúkdóma kemur kransæðasjúkdómur fyrst upp í hugann, enda algengasti og kannski dramatískasti sjúkdómurinn. Það má þó ekki gleyma öðrum sjúkdómum eins og heilablóðföllum, hjartabilun, hjartsláttartruflunum og lokusjúkdómum sem oft draga verulega úr lífsgæðum fólks. Með góðum lífsvenjum má t.d. draga verulega úr líkunum á kransæðasjúkdómi, heilablóðfalli og háþrýstingi. Er þá mikilvægast að huga að reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði, tóbaksbindindi, hóflegri notkun áfengis og að halda sér í kjörþyngd. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur átt sér stað jákvæð þróun á síðustu árum, með færri tilfellum kransæðasjúkdóms hjá báðum kynjum og má rekja það til hagstæðari áhættuþátta hjá þjóðinni. Betur má þó ef duga skal. Því viljum við hvetja allar konur til að velta fyrir sér hvar þær eru staddar, hvernig þeirra áhættu er háttað og leita sér aðstoðar ef þörf er á. Því býðst konum í tilefni GoRed-átaksins að sækja fræðslu og áhættuþáttaskimun í húsnæði Hjartaheilla á konudaginn.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar