Innlent

Færiböndin biluðu í flugstöðinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bilunin olli töfum á innritun farþega í morgun.
Bilunin olli töfum á innritun farþega í morgun. Vísir/Stefán
Færibönd fyrir farangur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar biluðu í morgun. Olli þetta töfum við innritun þeirra farþega sem áttu bókað flug snemma í morgun.

Frá málinu er greint á vef RÚV en þar kemur fram að svo virðist sem færiböndin hafi verið komin í gang um sjöleytið. Þá væri ekki að sjá tafir hafi orðið á flugi vegna bilunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×