Dæmi um að borgin bendi á gistiheimili sem úrræði fyrir heimilislausa Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 19:47 Húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu er orðinn svo mikill að dæmi eru um að velferðarsvið Reykjavíkurborgar bendi fólki, sem bíður eftir félagslegu húsnæði, á að setja búslóðir sínar í geymslu og dvelja á gistiheimilum. Fyrir fimm vikum fékk Marta Dröfn Björnsdóttir, einstæð móðir með fimm mánaða gamalt barn, uppsögn á leigusamningi. Hún leitaði í kjölfarið til Reykjavíkurborgar eftir félagslegu húsnæði, en þar hafði hún verið á biðlista frá því í júní í fyrra.Á götunni í næstu viku Í vikunni fékk hún þau svör að ekki væri hægt að hjálpa henni fyrir mánaðarmót, enda eru hátt í þúsund manns á biðlista eftir félagsíbúðum. „Ég er bara á leiðinni á götuna eftir sjö daga með fimm mánaða son minn,“ segir hún. Ráðgjafi Mörtu hjá félagsþjónustunni benti henni á að hún gæti leitað á gistiheimili þar til hún fær viðeigandi húsnæði og á meðan myndi hún þá setja búslóðina í geymslu. „En það eru engin gistiheimili sem geta tekið við mér og ungu barni,“ segir hún. „Maður verður bara þá að setja búslóðina, pakka saman og setja hana í geymslu og svo finnur maður einhverja dýnu eða eitthvað rúm einhverstaðar,“ segir Marta. „Maður verður alveg hýstur en það er vont að eiga ekki heimili, að vera í óöryggi með litla barnið sitt. Maður gerir það sem maður þarf en það er ekki óskastaðan.“Hvert atvik skoðað Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ekki algengt að fólki sé bent á að fara á gistiheimili á meðan beðið er eftir húsnæði. „Það geta komið upp svona undantekningatilvik þar sem þetta er gert en þetta er alltaf metið í hverju tilfelli,“ segir Elín Oddný Sigurðardóttir. „Við erum með úrræði og leiðir sem við vísum fólki á en við myndum aldrei vísa á þannig úrræði til langs tíma þannig að það er alltaf unnið í málinu samhliða til að finna varanlegri lausn á meðan fólk er að bíða,“ segir hún. Í slíkum tilfellum sé metið hvort borgin taki þátt í kostnaði við að dvelja á gistiheimilum. „Það er misjafnt. Það hefur oft verið greitt til dæmis fyrir búslóðageymslu og þá þann kostnað sem hlýst af því að geta ekki flutt strax á milli tveggja íbúða heldur að þurfa að fara í tímabundið úrræði á milli,“ segir hún. „Þannig að við höfum verið að greiða fyrir slíka þjónustu en það er bara eins og ég segi metið í hverju tilfelli fyrir sig og náttúrulega reynt að hafa þetta ekki fjárhagslega íþyngjandi fyrir okkar skjólstæðinga, ef það er hægt,“ segir Elín Oddný. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu er orðinn svo mikill að dæmi eru um að velferðarsvið Reykjavíkurborgar bendi fólki, sem bíður eftir félagslegu húsnæði, á að setja búslóðir sínar í geymslu og dvelja á gistiheimilum. Fyrir fimm vikum fékk Marta Dröfn Björnsdóttir, einstæð móðir með fimm mánaða gamalt barn, uppsögn á leigusamningi. Hún leitaði í kjölfarið til Reykjavíkurborgar eftir félagslegu húsnæði, en þar hafði hún verið á biðlista frá því í júní í fyrra.Á götunni í næstu viku Í vikunni fékk hún þau svör að ekki væri hægt að hjálpa henni fyrir mánaðarmót, enda eru hátt í þúsund manns á biðlista eftir félagsíbúðum. „Ég er bara á leiðinni á götuna eftir sjö daga með fimm mánaða son minn,“ segir hún. Ráðgjafi Mörtu hjá félagsþjónustunni benti henni á að hún gæti leitað á gistiheimili þar til hún fær viðeigandi húsnæði og á meðan myndi hún þá setja búslóðina í geymslu. „En það eru engin gistiheimili sem geta tekið við mér og ungu barni,“ segir hún. „Maður verður bara þá að setja búslóðina, pakka saman og setja hana í geymslu og svo finnur maður einhverja dýnu eða eitthvað rúm einhverstaðar,“ segir Marta. „Maður verður alveg hýstur en það er vont að eiga ekki heimili, að vera í óöryggi með litla barnið sitt. Maður gerir það sem maður þarf en það er ekki óskastaðan.“Hvert atvik skoðað Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ekki algengt að fólki sé bent á að fara á gistiheimili á meðan beðið er eftir húsnæði. „Það geta komið upp svona undantekningatilvik þar sem þetta er gert en þetta er alltaf metið í hverju tilfelli,“ segir Elín Oddný Sigurðardóttir. „Við erum með úrræði og leiðir sem við vísum fólki á en við myndum aldrei vísa á þannig úrræði til langs tíma þannig að það er alltaf unnið í málinu samhliða til að finna varanlegri lausn á meðan fólk er að bíða,“ segir hún. Í slíkum tilfellum sé metið hvort borgin taki þátt í kostnaði við að dvelja á gistiheimilum. „Það er misjafnt. Það hefur oft verið greitt til dæmis fyrir búslóðageymslu og þá þann kostnað sem hlýst af því að geta ekki flutt strax á milli tveggja íbúða heldur að þurfa að fara í tímabundið úrræði á milli,“ segir hún. „Þannig að við höfum verið að greiða fyrir slíka þjónustu en það er bara eins og ég segi metið í hverju tilfelli fyrir sig og náttúrulega reynt að hafa þetta ekki fjárhagslega íþyngjandi fyrir okkar skjólstæðinga, ef það er hægt,“ segir Elín Oddný.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira