Dæmi um að borgin bendi á gistiheimili sem úrræði fyrir heimilislausa Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 19:47 Húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu er orðinn svo mikill að dæmi eru um að velferðarsvið Reykjavíkurborgar bendi fólki, sem bíður eftir félagslegu húsnæði, á að setja búslóðir sínar í geymslu og dvelja á gistiheimilum. Fyrir fimm vikum fékk Marta Dröfn Björnsdóttir, einstæð móðir með fimm mánaða gamalt barn, uppsögn á leigusamningi. Hún leitaði í kjölfarið til Reykjavíkurborgar eftir félagslegu húsnæði, en þar hafði hún verið á biðlista frá því í júní í fyrra.Á götunni í næstu viku Í vikunni fékk hún þau svör að ekki væri hægt að hjálpa henni fyrir mánaðarmót, enda eru hátt í þúsund manns á biðlista eftir félagsíbúðum. „Ég er bara á leiðinni á götuna eftir sjö daga með fimm mánaða son minn,“ segir hún. Ráðgjafi Mörtu hjá félagsþjónustunni benti henni á að hún gæti leitað á gistiheimili þar til hún fær viðeigandi húsnæði og á meðan myndi hún þá setja búslóðina í geymslu. „En það eru engin gistiheimili sem geta tekið við mér og ungu barni,“ segir hún. „Maður verður bara þá að setja búslóðina, pakka saman og setja hana í geymslu og svo finnur maður einhverja dýnu eða eitthvað rúm einhverstaðar,“ segir Marta. „Maður verður alveg hýstur en það er vont að eiga ekki heimili, að vera í óöryggi með litla barnið sitt. Maður gerir það sem maður þarf en það er ekki óskastaðan.“Hvert atvik skoðað Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ekki algengt að fólki sé bent á að fara á gistiheimili á meðan beðið er eftir húsnæði. „Það geta komið upp svona undantekningatilvik þar sem þetta er gert en þetta er alltaf metið í hverju tilfelli,“ segir Elín Oddný Sigurðardóttir. „Við erum með úrræði og leiðir sem við vísum fólki á en við myndum aldrei vísa á þannig úrræði til langs tíma þannig að það er alltaf unnið í málinu samhliða til að finna varanlegri lausn á meðan fólk er að bíða,“ segir hún. Í slíkum tilfellum sé metið hvort borgin taki þátt í kostnaði við að dvelja á gistiheimilum. „Það er misjafnt. Það hefur oft verið greitt til dæmis fyrir búslóðageymslu og þá þann kostnað sem hlýst af því að geta ekki flutt strax á milli tveggja íbúða heldur að þurfa að fara í tímabundið úrræði á milli,“ segir hún. „Þannig að við höfum verið að greiða fyrir slíka þjónustu en það er bara eins og ég segi metið í hverju tilfelli fyrir sig og náttúrulega reynt að hafa þetta ekki fjárhagslega íþyngjandi fyrir okkar skjólstæðinga, ef það er hægt,“ segir Elín Oddný. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu er orðinn svo mikill að dæmi eru um að velferðarsvið Reykjavíkurborgar bendi fólki, sem bíður eftir félagslegu húsnæði, á að setja búslóðir sínar í geymslu og dvelja á gistiheimilum. Fyrir fimm vikum fékk Marta Dröfn Björnsdóttir, einstæð móðir með fimm mánaða gamalt barn, uppsögn á leigusamningi. Hún leitaði í kjölfarið til Reykjavíkurborgar eftir félagslegu húsnæði, en þar hafði hún verið á biðlista frá því í júní í fyrra.Á götunni í næstu viku Í vikunni fékk hún þau svör að ekki væri hægt að hjálpa henni fyrir mánaðarmót, enda eru hátt í þúsund manns á biðlista eftir félagsíbúðum. „Ég er bara á leiðinni á götuna eftir sjö daga með fimm mánaða son minn,“ segir hún. Ráðgjafi Mörtu hjá félagsþjónustunni benti henni á að hún gæti leitað á gistiheimili þar til hún fær viðeigandi húsnæði og á meðan myndi hún þá setja búslóðina í geymslu. „En það eru engin gistiheimili sem geta tekið við mér og ungu barni,“ segir hún. „Maður verður bara þá að setja búslóðina, pakka saman og setja hana í geymslu og svo finnur maður einhverja dýnu eða eitthvað rúm einhverstaðar,“ segir Marta. „Maður verður alveg hýstur en það er vont að eiga ekki heimili, að vera í óöryggi með litla barnið sitt. Maður gerir það sem maður þarf en það er ekki óskastaðan.“Hvert atvik skoðað Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir ekki algengt að fólki sé bent á að fara á gistiheimili á meðan beðið er eftir húsnæði. „Það geta komið upp svona undantekningatilvik þar sem þetta er gert en þetta er alltaf metið í hverju tilfelli,“ segir Elín Oddný Sigurðardóttir. „Við erum með úrræði og leiðir sem við vísum fólki á en við myndum aldrei vísa á þannig úrræði til langs tíma þannig að það er alltaf unnið í málinu samhliða til að finna varanlegri lausn á meðan fólk er að bíða,“ segir hún. Í slíkum tilfellum sé metið hvort borgin taki þátt í kostnaði við að dvelja á gistiheimilum. „Það er misjafnt. Það hefur oft verið greitt til dæmis fyrir búslóðageymslu og þá þann kostnað sem hlýst af því að geta ekki flutt strax á milli tveggja íbúða heldur að þurfa að fara í tímabundið úrræði á milli,“ segir hún. „Þannig að við höfum verið að greiða fyrir slíka þjónustu en það er bara eins og ég segi metið í hverju tilfelli fyrir sig og náttúrulega reynt að hafa þetta ekki fjárhagslega íþyngjandi fyrir okkar skjólstæðinga, ef það er hægt,“ segir Elín Oddný.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira