Trú Böðvar Jónsson skrifar 28. janúar 2015 14:54 Inngangur Áður en reynt er að tala um trú er nauðsynlegt reyna að skilgreina hvað við er átt með orðinu trú. Venjulega þegar trú ber á góma er um að ræða trú á tilvist yfirskilvitlegs máttar í höndum skapara, mótanda, eða afls sem hefur hannað sköpunarverkið í heild sinni og með öllu sem í því er. Til að einfalda okkur umræðu um trúmál höfum við í okkar menningarheimi valið þessum yfirnáttúrulega, yfirskilvitlega mætti nafnið Guð. Vegna þess að við mennirnir getum ekki séð, snert eða skilið Guðdóminn, ekki frekar en málverkið málarann sem málaði það, þá tölum við um trú. Þeir sem eru trúaðir trúa sem sagt á Guð sem þeir hvorki sjá eða heyra en eru samt fullvissir um tilvist hans. Fyrir nokkru rakst ég á ljóð þar sem kona að nafni Ruhíyyíh Rabbani orðar mjög vel það sem ég er að reyna að segja með fátæklegri orðum. Ég birti aðeins hluta úr ljóðinu til að lengja ekki pistlinn um of. Hún kallar ljóðið Það er trú:Það er trú Að ganga þar, hvar enginn stígur fer Að anda þar, sem loft ei nokkurt er Að sjá þar til, er hvergi lýsir ljós Það er trúAð hrópa út í þögnina og næturinnar tómog heyra aldrei bergmálið til baka flytja óm,en trúa samt og trúa, aftur og afturÞað er trú (Þýð: Svanur Gísi Þorkelsson)Einn Guð ein trú Þegar grannt er skoðað þá virðist ljóst að það getur ekki verið nema einn skapari, einn Guð og allar guðlega opinberaðar trúarkenningar geta eingöngu verið frá honum komnar gegnum boðbera hans. Þó að þessar trúarsetningar virðist ólíkar við fyrstu sín þá er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að það stafi fremur en nokkuð annað af þeim ólíku tímum og ólíkum aðstæðum þess fólks sem þessum kenningum var ætlað að leiða til betri vegar. Sú fullyrðing er í framhaldinu nærtæk að í raun sé bara „einn Guð“ og sem afleiðing af því „ein trú“. Segja má að staðfesting þessa kristallist í „Gullnu reglunni“ sem gengur, með svipuðu orðalagi en sömu merkingu, eins og sameinandi rauður þráður gegnum allar opinberaðar trúarkenningar mannkynsins. Sameiginlegt öllum þessum boðberum er, að í því sem þeir létu eftir sig voru skilaboð þess efnis að þeir myndu koma aftur í fyllingu tímans. Þetta þekkja kristnir menn vel úr orðum Krists. En það er líklega forvitnilegt fyrir marga að líta 5000 ár aftur í tímann og skoða hvað um þetta er sagt í elstu trúarritum heimsins þar sem Krishna talar sem boðberi Guðs: „Hvenær sem réttlætinu hallar og ranglætið tekur að ryðja sér til rúms þá opinbera ég sjálfan mig. Ég fæðist öld eftir öld til að viðhalda hinu góða, til þess að uppræta illræðismenn og koma réttlætinu í fastar skorður.“Þegar trúin missir mátt Þegar maður les þessa 5000 ára gömlu tilvitnun spyr maður sig hvernig lítur það út í nútímanum þegar „dyggðum og réttlæti hnignar og spilling og óréttlæti ríkja“? Spurningin er í einföldu máli, hvað gerist þegar trú á Guð er hafnað og áhrif hennar í samfélaginu dofna og jafnvel hverfa? Í ritum yngstu trúar heimsins, ritum bahá‘í trúar, er að finna tilvitnun sem bahá‘íar trúa að svari þessari spurningu. Tilvitnunin hljóðar svo: „Trú er öflugasta tækið til að leggja grunn að reglu í heiminum...... Ef ljós trúarinnar hættir að skína, mun ringulreið og öngþveiti af hljótast og ljós sanngirni, réttlætis, friðar og rósemi deyja út, öfughneigð mannlegs eðlis, niðurlæging mannlegs framferðis, spilling og upplausn mannlegra stofnana birta undir slíkum kringumstæðum sínar verstu hliðar. Mannleg skaphöfn er vanvirt, vongleðin dofnar, taugar agans slakna, rödd samviskunnar þagnar, sómatilfinningin myrkvast og dýpstu kenndir, gleði, friðar og vonar fjara út hægt og hægt.“ (Fyrirheit um heimsfrið: Yfirlýsing Alþjóðlega bahá‘i samfélagsins á Friðarári S.þ. 1985-6)Lokaorð Að fara í stríð á forsendum trúarlegrar óeiningar á ekki rétt á sér því í raun er Guð einn og trúin ein þar sem gullna reglan „það sem þér vijið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“ gengur eins og grunnstef eða samnefnari gegnum öll trúarrit heimsins. Getum við séð fyrir okkur trúarbragðahöfundana sem færðu okkur þessa gullnu reglu í harðvítugum átökum í andlegum veröldum Guðs? Mér er alla vega ómögulegt að sjá slíkt fyrir mér. En ég á auðvelt með að ímynda mér þá fella tár yfir framferði og gerðum þeirra sem kalla sig fylgjendur þeirra. Að heyja stríð í nafni trúar er og hefur alltaf verið óásættanlegur leikur illra afla.Þegar hugsun um stríð kemur upp,Andæfið henni þá með enn sterkari hugsun um frið.Hatursfullri hugsun verður að eyðameð enn máttugri hugsun um kærleika. (Úr bahai fræðum)Lát manninn sigra reiði með ást,Lát hann sigra illt með góðu,Lát hann sigra græðgi með gjafmildiog lygarann með sannleika (Úr Búddafræðum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Inngangur Áður en reynt er að tala um trú er nauðsynlegt reyna að skilgreina hvað við er átt með orðinu trú. Venjulega þegar trú ber á góma er um að ræða trú á tilvist yfirskilvitlegs máttar í höndum skapara, mótanda, eða afls sem hefur hannað sköpunarverkið í heild sinni og með öllu sem í því er. Til að einfalda okkur umræðu um trúmál höfum við í okkar menningarheimi valið þessum yfirnáttúrulega, yfirskilvitlega mætti nafnið Guð. Vegna þess að við mennirnir getum ekki séð, snert eða skilið Guðdóminn, ekki frekar en málverkið málarann sem málaði það, þá tölum við um trú. Þeir sem eru trúaðir trúa sem sagt á Guð sem þeir hvorki sjá eða heyra en eru samt fullvissir um tilvist hans. Fyrir nokkru rakst ég á ljóð þar sem kona að nafni Ruhíyyíh Rabbani orðar mjög vel það sem ég er að reyna að segja með fátæklegri orðum. Ég birti aðeins hluta úr ljóðinu til að lengja ekki pistlinn um of. Hún kallar ljóðið Það er trú:Það er trú Að ganga þar, hvar enginn stígur fer Að anda þar, sem loft ei nokkurt er Að sjá þar til, er hvergi lýsir ljós Það er trúAð hrópa út í þögnina og næturinnar tómog heyra aldrei bergmálið til baka flytja óm,en trúa samt og trúa, aftur og afturÞað er trú (Þýð: Svanur Gísi Þorkelsson)Einn Guð ein trú Þegar grannt er skoðað þá virðist ljóst að það getur ekki verið nema einn skapari, einn Guð og allar guðlega opinberaðar trúarkenningar geta eingöngu verið frá honum komnar gegnum boðbera hans. Þó að þessar trúarsetningar virðist ólíkar við fyrstu sín þá er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að það stafi fremur en nokkuð annað af þeim ólíku tímum og ólíkum aðstæðum þess fólks sem þessum kenningum var ætlað að leiða til betri vegar. Sú fullyrðing er í framhaldinu nærtæk að í raun sé bara „einn Guð“ og sem afleiðing af því „ein trú“. Segja má að staðfesting þessa kristallist í „Gullnu reglunni“ sem gengur, með svipuðu orðalagi en sömu merkingu, eins og sameinandi rauður þráður gegnum allar opinberaðar trúarkenningar mannkynsins. Sameiginlegt öllum þessum boðberum er, að í því sem þeir létu eftir sig voru skilaboð þess efnis að þeir myndu koma aftur í fyllingu tímans. Þetta þekkja kristnir menn vel úr orðum Krists. En það er líklega forvitnilegt fyrir marga að líta 5000 ár aftur í tímann og skoða hvað um þetta er sagt í elstu trúarritum heimsins þar sem Krishna talar sem boðberi Guðs: „Hvenær sem réttlætinu hallar og ranglætið tekur að ryðja sér til rúms þá opinbera ég sjálfan mig. Ég fæðist öld eftir öld til að viðhalda hinu góða, til þess að uppræta illræðismenn og koma réttlætinu í fastar skorður.“Þegar trúin missir mátt Þegar maður les þessa 5000 ára gömlu tilvitnun spyr maður sig hvernig lítur það út í nútímanum þegar „dyggðum og réttlæti hnignar og spilling og óréttlæti ríkja“? Spurningin er í einföldu máli, hvað gerist þegar trú á Guð er hafnað og áhrif hennar í samfélaginu dofna og jafnvel hverfa? Í ritum yngstu trúar heimsins, ritum bahá‘í trúar, er að finna tilvitnun sem bahá‘íar trúa að svari þessari spurningu. Tilvitnunin hljóðar svo: „Trú er öflugasta tækið til að leggja grunn að reglu í heiminum...... Ef ljós trúarinnar hættir að skína, mun ringulreið og öngþveiti af hljótast og ljós sanngirni, réttlætis, friðar og rósemi deyja út, öfughneigð mannlegs eðlis, niðurlæging mannlegs framferðis, spilling og upplausn mannlegra stofnana birta undir slíkum kringumstæðum sínar verstu hliðar. Mannleg skaphöfn er vanvirt, vongleðin dofnar, taugar agans slakna, rödd samviskunnar þagnar, sómatilfinningin myrkvast og dýpstu kenndir, gleði, friðar og vonar fjara út hægt og hægt.“ (Fyrirheit um heimsfrið: Yfirlýsing Alþjóðlega bahá‘i samfélagsins á Friðarári S.þ. 1985-6)Lokaorð Að fara í stríð á forsendum trúarlegrar óeiningar á ekki rétt á sér því í raun er Guð einn og trúin ein þar sem gullna reglan „það sem þér vijið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“ gengur eins og grunnstef eða samnefnari gegnum öll trúarrit heimsins. Getum við séð fyrir okkur trúarbragðahöfundana sem færðu okkur þessa gullnu reglu í harðvítugum átökum í andlegum veröldum Guðs? Mér er alla vega ómögulegt að sjá slíkt fyrir mér. En ég á auðvelt með að ímynda mér þá fella tár yfir framferði og gerðum þeirra sem kalla sig fylgjendur þeirra. Að heyja stríð í nafni trúar er og hefur alltaf verið óásættanlegur leikur illra afla.Þegar hugsun um stríð kemur upp,Andæfið henni þá með enn sterkari hugsun um frið.Hatursfullri hugsun verður að eyðameð enn máttugri hugsun um kærleika. (Úr bahai fræðum)Lát manninn sigra reiði með ást,Lát hann sigra illt með góðu,Lát hann sigra græðgi með gjafmildiog lygarann með sannleika (Úr Búddafræðum)
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun