Spilling ráðherra Páll Magnússon skrifar 7. maí 2015 07:00 Að ráðherra þiggi fjárhagslegan greiða úr hendi óskyldra aðila vegna persónulegra vandamála þarf ekki að vera spilling. Að ráðherra noti stöðu sína til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum fyrirtækis og eiganda þess í útlöndum þarf heldur ekki að vera spilling. En ef sá sem fyrirgreiðslu ráðherrans naut er sá hinn sami og leysti úr persónulegum fjárhagsvanda hans er um að ræða eins kristaltæra pólitíska spillingu og hún getur orðið. Sú framganga gæti raunar tilheyrt dæmasafni í handbók um pólitískt siðleysi. Ráðherra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum einstaklings eða fyrirtækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjárhagslega, persónulega, hjálparhönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafnvel á Íslandi. Á Vesturlöndum víkur slíkur ráðherra. Allt annað sem hengt hefur verið á þetta mál í umræðu síðustu daga eru aukaatriði og utan við meginefni þess. Eftir stendur hin pólitíska spilling ein og hrein. Fráleitust er staðhæfingin um að eldri atbeini annarra ráðherra fyrir þetta sama fyrirtæki sé sama eðlis. Það er hann ekki. Í hann vantar andlagið; þeir ráðherrar fengu ekkert í staðinn, eftir því sem best er vitað. Í því felst eðlismunurinn. Ráðherra sem hefur gert sig beran að ofangreindu ætti að sýna þjóðinni – og flokknum sínum – þá kurteisi að segja sig frá ráðherradómi og þingmennsku.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Að ráðherra þiggi fjárhagslegan greiða úr hendi óskyldra aðila vegna persónulegra vandamála þarf ekki að vera spilling. Að ráðherra noti stöðu sína til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum fyrirtækis og eiganda þess í útlöndum þarf heldur ekki að vera spilling. En ef sá sem fyrirgreiðslu ráðherrans naut er sá hinn sami og leysti úr persónulegum fjárhagsvanda hans er um að ræða eins kristaltæra pólitíska spillingu og hún getur orðið. Sú framganga gæti raunar tilheyrt dæmasafni í handbók um pólitískt siðleysi. Ráðherra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum einstaklings eða fyrirtækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjárhagslega, persónulega, hjálparhönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafnvel á Íslandi. Á Vesturlöndum víkur slíkur ráðherra. Allt annað sem hengt hefur verið á þetta mál í umræðu síðustu daga eru aukaatriði og utan við meginefni þess. Eftir stendur hin pólitíska spilling ein og hrein. Fráleitust er staðhæfingin um að eldri atbeini annarra ráðherra fyrir þetta sama fyrirtæki sé sama eðlis. Það er hann ekki. Í hann vantar andlagið; þeir ráðherrar fengu ekkert í staðinn, eftir því sem best er vitað. Í því felst eðlismunurinn. Ráðherra sem hefur gert sig beran að ofangreindu ætti að sýna þjóðinni – og flokknum sínum – þá kurteisi að segja sig frá ráðherradómi og þingmennsku.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar