Fátækt – húsnæðis- öryggi allra barna verði forgangsverkefni Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 21. mars 2015 07:00 Heimili sem er öruggt og heilsusamlegt er ein grundvallarforsenda fyrir þroska barna, heilsu þeirra, menntun og félagslíf. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast og að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem sökum efnahags foreldra. Börn þurfa aðstöðu og næði á heimili sínu til að vinna heimavinnu, leika sér og geta boðið félögum sínum heim. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa ekki við þessar aðstæður. Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children, sem kom síðastliðið vor, kemur fram að um 16% íslenskra barna, eða um 12.000 börn, eiga á hættu að búa við fátækt. Þar kemur jafnframt fram að allt að 30% barnanna búa í húsnæði sem er óviðunandi og jafnvel við mikið þröngbýli. Um 40% barnanna búa við þær aðstæður að húsnæðiskostnaður er fjölskyldunni þungur baggi – og henni jafnvel ofviða. Of stór hluti heimilistekna fer í húsnæðiskostnað og því er fjármagn af skornum skammti til annarra þátta á borð við tómstundir barnanna eða heilsueflingu. Börnin búa í mörgum tilfellum við tíða flutninga, sem gerir það að verkum að þau missa tengsl við gamla félaga og vini og ná ekki að eignast nýja eða verða hluti af hópnum á hverjum stað. Þau eiga því á hættu að verða félagslega einangruð.Allir eigi öruggt heimili Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri á Íslandi, ekki síst vegna mikils kostnaðar barnafjölskyldna og óöryggis á leigumarkaði. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktar velferðarráðuneytisins, sem Barnaheill eiga sæti í, eru sett fram markmið til að vinna bug á fátækt. Eitt af þeim markmiðum er að stjórnvöld tryggi að allir eigi öruggt heimili, ekki síst að börn búi við tryggt húsnæði til lengri tíma. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld til að vinna hratt og örugglega að því að ná þessu markmiði. Mikilvægt er að hafa ávallt í huga að börn bera ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem þau eru í. Börn sem alast upp við fátækt eru jafnframt líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar. Að alast upp við fátækt hefur víðtæk áhrif á möguleika barna til framtíðar. Bernskan er afar mikilvæg og líður hratt. Því er brýnt að vinna hratt að því að tryggja öllum börnum bestu mögulegu aðstæður til að þroska hæfileika sína og eiga gott líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Heimili sem er öruggt og heilsusamlegt er ein grundvallarforsenda fyrir þroska barna, heilsu þeirra, menntun og félagslíf. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast og að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem sökum efnahags foreldra. Börn þurfa aðstöðu og næði á heimili sínu til að vinna heimavinnu, leika sér og geta boðið félögum sínum heim. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa ekki við þessar aðstæður. Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children, sem kom síðastliðið vor, kemur fram að um 16% íslenskra barna, eða um 12.000 börn, eiga á hættu að búa við fátækt. Þar kemur jafnframt fram að allt að 30% barnanna búa í húsnæði sem er óviðunandi og jafnvel við mikið þröngbýli. Um 40% barnanna búa við þær aðstæður að húsnæðiskostnaður er fjölskyldunni þungur baggi – og henni jafnvel ofviða. Of stór hluti heimilistekna fer í húsnæðiskostnað og því er fjármagn af skornum skammti til annarra þátta á borð við tómstundir barnanna eða heilsueflingu. Börnin búa í mörgum tilfellum við tíða flutninga, sem gerir það að verkum að þau missa tengsl við gamla félaga og vini og ná ekki að eignast nýja eða verða hluti af hópnum á hverjum stað. Þau eiga því á hættu að verða félagslega einangruð.Allir eigi öruggt heimili Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri á Íslandi, ekki síst vegna mikils kostnaðar barnafjölskyldna og óöryggis á leigumarkaði. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktar velferðarráðuneytisins, sem Barnaheill eiga sæti í, eru sett fram markmið til að vinna bug á fátækt. Eitt af þeim markmiðum er að stjórnvöld tryggi að allir eigi öruggt heimili, ekki síst að börn búi við tryggt húsnæði til lengri tíma. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld til að vinna hratt og örugglega að því að ná þessu markmiði. Mikilvægt er að hafa ávallt í huga að börn bera ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem þau eru í. Börn sem alast upp við fátækt eru jafnframt líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar. Að alast upp við fátækt hefur víðtæk áhrif á möguleika barna til framtíðar. Bernskan er afar mikilvæg og líður hratt. Því er brýnt að vinna hratt að því að tryggja öllum börnum bestu mögulegu aðstæður til að þroska hæfileika sína og eiga gott líf.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun