Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir Lokeren sem vann 1-2 sigur á KV Oostende í umspili um sæti í Evrópudeildinni í belgíska boltanum í dag.
Þetta var fyrsti leikur Lokeren í umspilinu en þar er leikið í tveimur fjögurra liða riðlum. Lokeren endaði í 8. sæti í deildarkeppninni.
Þetta var sjöundi leikur Sverris fyrir Lokeren síðan hann kom til liðsins frá Viking í byrjun febrúar. Lokeren hefur fengið 11 af 21 stigi mögulegu í þessum sjö leikjum.
Næsti leikur Lokeren er gegn Westerlo eftir viku.
