Fótbolti

Ragnar og félagar nálgast Meistaradeildarsæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar og félagar eru í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Ragnar og félagar eru í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. vísir/afp
Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar unnu auðveldan 4-0 sigur á Mordovia Saransk í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Pavel Mamaev skoraði tvö mörk og þeir Ricardo Laborde og Vladimir Bystrov sitt markið hvor fyrir Krasnodar sem er 3. sæti deildarinnar með 41 stig, tveimur stigum á eftir CSKA Moskva í 2. sætinu.

Efsta lið deildarinnar fer beint inn í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en liðið sem endar í 2. sæti fer í forkeppni Meistaradeildarinnar svo það er að miklu að keppa fyrir Krasnodar í þeim níu leikjum sem eru eftir af deildarkeppninni.

Ragnar stóð fyrir sínu í vörninni í dag en liðið hélt hreinu í 10. sinn í 22 leikjum í deildinni í vetur. Krasnodar hefur aðeins fengið á sig 18 mörk í deildinni en aðeins topplið Zenit frá Pétursborg hefur fengið á sig færri, eða 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×